„Guðmann Guðmundsson (Sandprýði)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Guðmann Adólf Guðmundsson''' frá Brekkuhúsi, vélstjóri í Sandprýði fæddist 4. apríl 1914 í Hjálmholti og lést 4. nóvember 1997.<br> Foreldrar hans voru...) |
m (Verndaði „Guðmann Guðmundsson (Sandprýði)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 14. október 2019 kl. 14:30
Guðmann Adólf Guðmundsson frá Brekkuhúsi, vélstjóri í Sandprýði fæddist 4. apríl 1914 í Hjálmholti og lést 4. nóvember 1997.
Foreldrar hans voru Guðmundur Pálsson, síðar bóndi í Brekkuhúsi, f. 15. janúar 1884, d. 3. mars 1956, og kona hans Elín Runólfsdóttir húsfreyja, f. 20. september 1873, d. 7. mars 1969.
Börn Elínar og Guðmundar:
1. Elías Guðmundsson vélstjóri, f. 24. mars 1909 í Eyjum, d. 11. febrúar 1931.
2. Guðfinnur Guðmundsson skipstjóri, f. 25. júní 1912, d. 22. nóvember 1945, kvæntur Olgu Karlsdóttur, f. 26. mars 1917, d. 12. apríl 1976.
3. Guðmann Adólf Guðmundsson vélstjóri í Sandprýði, f. 4. apríl 1914, d. 4. nóvember 1997. Kona hans var Ásta Þórhildur Sæmundsdóttir frá Draumbæ, f. 27. janúar 1918, d. 4. janúar 1996.
Barn Elínar og stjúpbarn Guðmundar:
4. Kjartan Árnason skipstjóri og útgerðarmaður á Gylfa VE-218, f. 2. október 1896 á Ketilsstöðum í Mýrdal, d. 18. júní 1929. Kona Kjartans var Sigríður Valtýsdóttir húsfreyja, f. 5. ágúst 1896 á Önundarhorni u. Eyjafjöllum, d. 25. maí 1974.
Guðmann var með foreldrum sínum í æsku, í Hjálmholti, á Kirkjuhól og í Brekkuhúsi.
Hann fór fyrst að róa og þá á lítilli trillu, sem kölluð var Finna og var Guðjón á Sandfelli formaður. 17 ára gamall fór hann í félagsútgerð með þeim bræðrum Guðna og Guðjóni í Hlíðardal. Gerðu þeir úr lítinn mótorbát, sem kallaður var ,,Sigga litla“.
Guðmann nam vélstjórn í Vélstjóraskólanum og var vélstjóri í fimmtíu ár, m.a. hjá Páli Ingibergssyni frá Hjálmholti, en hann var þá með Skíðblaðni , einnig var hann á Kristbjörgu og Ófeigi. Á síldarárunum var hann 16 sumur fyrir Norðurlandi, lengst á Þorgeiri goða.
Guðmann sat í Stýrimannaskólanum 1963-1964 og fékk skipstjóraréttindi, en notaði þau lítið.
Eftir að Guðmann hætti sjómennsku starfaði hann við vélstjórn í Fiskvinnslu Eyjabergs og við ýmis önnur störf til 78 ára aldurs.
Þau Ásta stunduðu frístundabúskap með suðafé í Draumbæ um árabil.
Guðmann kvæntist Ástu Þórhildi 1947. Þau eignuðust þrjú börn, bjuggu í fyrstu á Herðubreið, Heimagötu 28, en síðan í Sandprýði allan sinn búskap.
Ásta Þórhildur lést 1996 og Guðmann 1997.
I. Kona Guðmanns, (25. desember 1948), var Ásta Þórhildur Sæmundsdóttir frá Draumbæ, húsfreyja, f. 27. janúar 1918, d. 4. janúar 1996.
Börn þeirra:
1. Fjóla Guðmannsdóttir, húsfreyja, f. 24. september 1940 í Draumbæ, d. 8. maí 2018. Maður hennar Einar Indriðason.
2. Guðfinnur Guðmannsson, f. 7. júní 1948 í Sandprýði. Sambýliskona Eyrún Sæmundsdóttir.
3. Adólf Þór Guðmannsson, f. 23. júlí 1951 á Sjúkrahúsinu, d. 15. janúar 1997.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 15. nóvember 1997. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.