„Jakobína Hafliðadóttir (Eyjarhólum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 29: Lína 29:
Börn Þórunnar ''Jakobínu'' Hafliðadóttur og Gísla Geirmundssonar voru:<br>
Börn Þórunnar ''Jakobínu'' Hafliðadóttur og Gísla Geirmundssonar voru:<br>
1. [[Hafliði Gíslason (Eyjarhólum)|Hafliði]] rafvirkjameistari í Reykjavík, f. 28 maí 1902, d. 27. ágúst 1974, kvæntur Svanbjörgu Eyjólfsdóttur húsfreyju.<br>
1. [[Hafliði Gíslason (Eyjarhólum)|Hafliði]] rafvirkjameistari í Reykjavík, f. 28 maí 1902, d. 27. ágúst 1974, kvæntur Svanbjörgu Eyjólfsdóttur húsfreyju.<br>
2. [[Sigríður Júlíana Gísladóttir|Sigríður Júlíana]] húsfreyja, f. 29. júlí 1904, d. 7. október 1991, gift Þórði Runólfssyni öryggiseftirlitsstjóra.<br>
2. [[Sigríður Gísladóttir (Eyjarhólum)|Sigríður Júlíana Gísladóttir]] húsfreyja, f. 29. júlí 1904, d. 7. október 1991, gift [[Þórður Runólfsson (öryggiseftirlitsstjóri)|Þórði Runólfssyni]] öryggiseftirlitsstjóra.<br>
3. [[Jóhannes Gíslason (Eyjarhólum)|Jóhannes Gunnar]] gjaldkeri, f. 14. júlí 1906, d. 20. nóvember 1973, kvæntur [[Guðrún Einarsdóttir (Kanastöðum)|Guðrúnu Einarsdóttur]] húsfreyju.<br>
3. [[Jóhannes Gíslason (Eyjarhólum)|Jóhannes Gunnar]] gjaldkeri, f. 14. júlí 1906, d. 20. nóvember 1973, kvæntur [[Guðrún Einarsdóttir (Kanastöðum)|Guðrúnu Einarsdóttur]] húsfreyju.<br>
4. [[Guðlaugur Gíslason|Guðlaugur]] bæjarstjóri, alþingismaður, f. 1. ágúst 1908, d. 6. mars 1993, kvæntur [[Sigurlaug Jónsdóttir (Geysi)|Sigurlaugu Jónsdóttur]] húsfreyju.
4. [[Guðlaugur Gíslason|Guðlaugur]] bæjarstjóri, alþingismaður, f. 1. ágúst 1908, d. 6. mars 1993, kvæntur [[Sigurlaug Jónsdóttir (Geysi)|Sigurlaugu Jónsdóttur]] húsfreyju.

Útgáfa síðunnar 29. ágúst 2019 kl. 16:42

Þórunn Jakobína Hafliðadóttir.

Þórunn Jakobína Hafliðadóttir húsfreyja að Eyjarhólum fæddist 30. janúar 1875 og lést 27. maí 1965.
Faðir hennar var Hafliði bóndi í Fjósum í Mýrdal, f. 25. janúar 1838 í Dalssókn undir Eyjafjöllum, d. 10. september 1895 í Fjósum, Narfason bónda í Dalskoti undir Eyjafjöllum, f. 14. september 1792, drukknaði í prófastsál í Markarfljóti 27. desember 1839, Jónssonar bónda í Lunansholti á Landi, f. 1769, drukknaði í Þjórsá 22. júlí 1809, Þorsteinssonar, og konu Jóns í Lunansholti, Guðleifar húsfreyju, bónda eftir Jón í Lunansholti til 1810, en síðan bónda í Holtsmúla þar 1810-1827, f. 1765, d. 13. nóvember 1838 í Holtsmúla, Narfadóttur.
Móðir Hafliða í Fjósum og kona Narfa Jónssonar í Dalskoti var Guðlaug húsfreyja, f. 1. ágúst 1802, d. 6. júní 1870, Ásmundsdóttir bónda í Stóruvallahjáleigu á Landi, f. 1760, á lífi 1803, Bjarnasonar, og konu Ásmundar, Valgerðar húsfreyju, f. 1771, d. 2. júní 1834, Þorkelsdóttur.

Móðir Þórunnar Jakobínu og fyrri kona, (14. júní 1872), Hafliða Narfasonar var Guðrún húsfreyja í Fjósum, f. 25. júlí 1849, d. 28. nóvember 1881, Þorsteinsdóttir bónda í Fjósum, f. 3. júlí 1812, d. 3. mars 1855, Jakobssonar bónda á Brekkum í Mýrdal, f. 1777, d. 2. febrúar 1851 í Fjósum, Þorsteinssonar og konu Jakobs, Karítasar húsfreyju, f. 1788 á Vatnsskarðshólum, d. 4. apríl 1844 í Fjósum, Þorsteinsdóttur Eyjólfssonar og Karítasar Jónsdóttur klausturhaldara á Reynistað Vigfússonar og Þórunnar Hannesdóttur Scheving, síðar konu Jóns eldklerks Steingrímssonar.
Móðir Guðrúnar húsfreyju í Fjósum Þorsteinsdóttur og kona Þorsteins Jakobssonar var Helga húsfreyja í Fjósum, f. 1815 í Hvammi undir Eyjafjöllum, Þórðardóttir bónda og hreppstjóra á Teigi í Fljótshlíð, síðar í Hvammi, f. 1773, d. 25. júlí 1846, Þorlákssonar Thorlacius og konu Þórðar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1778 í Götuhúsum á Seltjanarnesi, d. 7. febrúar 1868, Grímsdóttur.

Þórunn Jakobína var alsystir Guðrúnar á Kiðjabergi móður Jóhanns Óskars Alexis Ágústssonar, (Alla rakara), Guðrúnar Ágústu á Kiðjabergi konu Willums Andersen og Jóhönnu konu Baldurs Ólafssonar bankastjóra, og alsystir Þorsteins Hafliðasonar skósmiðs, föður Þórunnar Jakobínu, Bjarna Eyþórs, Guðrúnar og Hafsteins.
Hún var hálfsystir, samfeðra, Guðjóns Hafliðasonar á Skaftafelli, föður hinna mörgu Skaftafellssystkina, Jóns Hafliðasonar á Bergstöðum föður Borgþórs H. Jónssonar veðurfræðings, og Karólínu Margrétar húsfreyju, síðar í Hafnarfirði, móður Vilhjálms Gríms Skúlasonar prófessors.

Þórunn Jakobína var með foreldrum sínum í Fjósum til ársins 1896. Hún var vinnukona í Suður-Vík í Mýrdal 1896-1900. Þá fór hún til Eyja, giftist Gísla 1901 og bjó í Garðhúsum.
Þau Gísli giftu sig 1901, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu í Garðhúsum, í Hlíð við fæðingu Hafliða 1902 og Sigríðar Júlíönu 1904.
Þau fluttust í Hvalsnessókin á Reykjanesi 1906. Þar fæddist Jóhannes Gunnar. Síðan fluttu þau að Kirkjuvogi í Höfnum. Þar fæddist Guðlaugur.
Þá lá leiðin til Hafnarfjarðar 1910 og þar bjuggu þau til ársins 1913, er þau fluttust til Eyja. Þau bjuggu í nýbyggðu húsi sínu, Eyjarhólum, til ársins 1919, en Gísli lést þá. Jakobína bjó áfram í Eyjum til 1938, en þá fluttist hún til Reykjavíkur og var þar hjá dóttur sinni til dánardægurs.

Úr minningargrein eftir Hafstein Þorsteinsson í Morgunblaðinu 3. júní 1965:
„Mann sinn missti hún eftir 19 ára sambúð frá fjórum börnum í bernsku. Þá reyndi á þrek hennar og dugnað að ala upp og mennta fjögur börn án aðstoðar, því þá voru engar almannatryggingar að styðjast við.
Jakobína var glæsileg kona, sem alls staðar vakti athygli fyrir gjörvileik og góðar gáfur. Hún var létt í lund, gætin og trúuð, og gott var að ræða við hana, hvort heldur voru persónuleg vandamál, sem hún fúslega reyndi að leysa af alúð og skilningi, eða dægurmál, sem hún rökræddi af athygli og víðsýni. Hún var ákveðin í skoðunum án fordóma.
Jakobína var alltaf reiðubúin til að rétta hjálparhönd þeim er líknar þurftu. Ég var ekki gamall þegar hún tók mig í fóstur um skeið vegna veikinda móður minnar. Þar naut ég ástúðar og umönnunar sem móður væri og bar hún mikla umhyggju fyrir mér æ síðan.“

I. Maður Þórunnar Jakobínu, (19. maí 1901 í Eyjum), var Gísli Geirmundsson sjómaður, trésmiður, f. 9. janúar 1874, d. 9. júlí 1919.


ctr


Jakobína Hafliðadóttir frá Eyjarhólum með börn sín.
Frá v.: Guðlaugur Gíslason, Sigríður Gísladóttir og Jóhannes Gíslason.

Börn Þórunnar Jakobínu Hafliðadóttur og Gísla Geirmundssonar voru:
1. Hafliði rafvirkjameistari í Reykjavík, f. 28 maí 1902, d. 27. ágúst 1974, kvæntur Svanbjörgu Eyjólfsdóttur húsfreyju.
2. Sigríður Júlíana Gísladóttir húsfreyja, f. 29. júlí 1904, d. 7. október 1991, gift Þórði Runólfssyni öryggiseftirlitsstjóra.
3. Jóhannes Gunnar gjaldkeri, f. 14. júlí 1906, d. 20. nóvember 1973, kvæntur Guðrúnu Einarsdóttur húsfreyju.
4. Guðlaugur bæjarstjóri, alþingismaður, f. 1. ágúst 1908, d. 6. mars 1993, kvæntur Sigurlaugu Jónsdóttur húsfreyju.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.