„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1969/ Bitavísa til Ísleifs VE 63“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<center><big><big>'''Bitavísa til [[Ísleifur VE-63|ísleifs VE 63]]'''</big></big></center><br> | <center><big><big>'''Bitavísa til [[Ísleifur VE-63|ísleifs VE 63]]'''</big></big></center><br> | ||
[[Mynd:Ísleifur VE 63.png|300px|thumb|Ísleifur VE 63.]] | |||
Um skipavísur og bitavísur segir í Sögum og um farsæld fyrir skip og skipshöfn til lands og sögnum úr Vestmannaeyjum: sjávar."<br> | Um skipavísur og bitavísur segir í Sögum og um farsæld fyrir skip og skipshöfn til lands og sögnum úr Vestmannaeyjum: sjávar."<br> | ||
„Það var forn siður að grafa vísur eða vísu á Þetta er skemmtilegur siður og fagur og gambirafjölina á skipum þeim, sem gengu til fiskan að sjá, hve Jóni tekst vel að halda í heiðri veiða. Að jafnaði var efni vísunnar bæn til guðs fornri hefð.<br> | „Það var forn siður að grafa vísur eða vísu á Þetta er skemmtilegur siður og fagur og gambirafjölina á skipum þeim, sem gengu til fiskan að sjá, hve Jóni tekst vel að halda í heiðri veiða. Að jafnaði var efni vísunnar bæn til guðs fornri hefð.<br> |
Útgáfa síðunnar 6. júlí 2016 kl. 09:16
Um skipavísur og bitavísur segir í Sögum og um farsæld fyrir skip og skipshöfn til lands og sögnum úr Vestmannaeyjum: sjávar."
„Það var forn siður að grafa vísur eða vísu á Þetta er skemmtilegur siður og fagur og gambirafjölina á skipum þeim, sem gengu til fiskan að sjá, hve Jóni tekst vel að halda í heiðri veiða. Að jafnaði var efni vísunnar bæn til guðs fornri hefð.
FRÁSÖGN JÓHANNS Þ. JÓSEFSSONAR
Frh. af bls. 10.
væri. Þótti nú sýnt, að ofviðri væri í aðsigi, og fóru menn að halda heimleiðis. Það voru 13 skip, sem þarna voru, og hófu menn heimferðina með því að setja upp segl í vestan andvara, og var róið undir á kulborða. En þegar kom heim undir Kirkjubæ svokallaða, sáu þeir á skipunum, að sjórinn rauk með þeim ódæmum út höfnina, að særokið nam næstum á móts við grasbrekkurætur á Heimakletti. Er þetta var sýnt, felldu menn hver af öðrum segl á skipunum og tóku til róðrar. En ekki skipti nema nokkrum augnablikum, að ofviðrið skall á öll skipin með byhlitringi, og svo ofsafengið, að enginn mundi annað slíkt. Þó að menn reru lífróður, varð ekkerr hamlað á móti veðrinu, nema á þeim skipum, er bezt voru mennt; þau komust nokkrar lengdir sínar fram, efrir að veðrið skall á. En að örlítilli stundu liðinni var það sýnt, að ekkert skipanna gat haldið í horfínu, og fór þau nú að reka. Vestanofviðrið trylltist æ meir og meir, og var ekki annar kostur fyrir hendi en að hleypa undan veðrinu og freista þess að leita skjóls undir Bjarnarey, sem er austan við Heimaey, um 3 sjóm. Flestir hleyptu á árunum einum og þótti nógur gangur. Svo sagði Árni Diðriksson bóndi í Stakkagerði, er var með skipið Gideon í mörg ár, að aldrei hefði verið meiri skriður á skipinu það er hann vissi til, þó að hvorki væri siglr né róið. Aðeins einn bátur, áttæringurinn Enok, en á honum var formaður Lárus Jónsson, hreppstjóri að Búastöðum, sigldi með tveimu: rifuðum „klíverum". Var „klíverbóman" úr ágætri eik, en þó brotn-aði hún þegar hleypt var undir Bjarnarey. Á Gideon höfðu menn reynt lengst af að halda í horfi, enda var Árni Diðriksson, sem þótti úrvals formaður, einna bezt menntur, var þar valinn maður í hverju rúmi. En þó fór svo, að Gideon varð líka að hverfa frá, eins og áður segir.
Samfara hinu tryllta veðri æstist nú líka sjórinn svo mjög, að „Leiðin" varð á skömmum tíma alófær. Öll komust nú skipin heilu og höldnu í skjól við Bjarnarey, og urðu það 12 stórskip og einn bátur fjórróinn. Þótti undrun sæta, að þessi litli farkostur skyldi fleytast austur yfir flóann í því óskapa veðri, er á var skollið. Voru skipin neydd til þess að halda sig öll á mjög litlum bletti austan eyjunnar, því að aftaka brim gjörði nú við eyjuna alla, og ef nokkuð var frá vikið, var allt óviðráðanlegt sökum ofviðris. Þarna luðu menn að lára fyrir beiast allan daginn og alla næstu nótt. Var mjög erfirt, sérstaklega eftir að myrkrið skall á, að verjast ákeyrslum á skipin eða bjargið. Köll og fyrirskipanir heyrðust illa, því að veðurgnýrinn og brimöskrið yfirgnæfðu allt annað. En þó tjáði ekki annað en gera það ítrasta er unnt var, til að verjast áðurgreindum hættum. Er það sam hljóða álit þeirra, er í útilegunni voru, að þerta hefði ekki tekizt, og því enginn sloppið lifandi úr háskanum, ef ekki hefði viljað svo til, að tungl var í fyllingu og birta því sæmileg.
Við hörmungar ofviðrisins bættist og það, að undir kvöldið gerði mikið frost, sem harðnaði þegar leið á nóttina. Sunnan á Bjarnarey gekk brimið svo hátt, að nam við svokallaðan Álkustall, en hann beið, séður úr Heimaey, við hæsta nefið á Bjarnarey að sunnan. Sú saga er sögð, að skip eitt undan Eyjafjöllum lá syðst við eyna og allnærri be ginu, og vissu skipverjar ekki fyrr en foss mikill steyptist yfir þá ofan af eyjunni með feikna afli, og komust þeir nauðuglega undan, en skipið fyllti nærri af sjó. Þessi foss stafaði frá brimöldu, sem gekk sunnan í eyna og upp fyrir Álkustall, svo að austur af flóði, og hafði þannig nærri grandað skipinu.
Það má nærri geta, hvernig líðan manna hefir verið þessa nótt, þeirra er úti lágu. Saman fór frostharka, veðurhæð og vosbúð, en um hressíngu eða næringu var ekki að ræða, því að ekki mun þá hafa tíðkazt að hafa nesti með á sjó annað en drykkjarkútinn. Á skipum slíkum, sem hér um ræðir, voru oft hálfdrættingar, en það voru unglingar, sem ekki þóttu fyllilega hlutgengir; og einnig voru hásetar sumpart gamlir menn, þó að allflestir væru á bezta aldri. Er frá því sagt, að á skipinu Enok hafi verið tveir hálfdrættingar, sem þoldu illa kuldann og vildu oft um nóttirra leggjast fyrir. En formaðurinn, Lárus Árnason, sem áður er nefndur, beitti við þá hörku í hvert sinn er þeir vildu hnipra sig, og rak þá til að fljúgast á, til að halda á sér hita. Til merkis um hraustleika suma hinna gömlu sjómanna má geta þess, að Árni Diðriksson, formaður á Gideon, fór ekki í skinnstakk sinn fyrr en komið var í hlé við Bjarnarey, og fór þá líka úr skinnbrókinni, til þess að hella úr henni sjó, og þannig tók hann á móti útilegunóttinni. Sjóhattinn hafði hann misst á austurleiðinni. Veðrið hélzt hið sama alla nóttina með brunafrosti. Brimið virtist heldur minnka austan eyjarinnar er á leið nóttina, en jókst því meir undan vindstöðunni. Breki er boði nefndur norðaustur af Bjarnarey. Féll hann nú austur, sökum ofveðursins, og voru fá dæmi til slíks. Um nóttina varð að taka mennina úr fjórróna bátnum, sem var einn í hópnum, og sleppa honum. Hásetarnir voru gamlir menn, sem ekki þótm færir um að ganga í erfið skiprúm. Höfðu þeir ætlað sér að róa, þegar góð sjóveður gæfust og stutt væri sótt. Formaðurinn var óharðnaður unglingur. Ennfremur voru allir skipverjar teknir úr áttæringnum Najaden og skipinu sleppt. Áttæringur þessi var illa menntur, og treystist formaðurinn ekki til að fylgjast með hinum skipunum sökum þess.
Fjórir menn önduðust af kulda og vosbúð á útileguskipunum þessa nótt, og voru þeir allir fuilorðnir og farnir að heilsu og kröftum.
Nú víkur sögunni aftur heim í Eyjar. Þegar veðrið skall á, voru svo að segja allir bátar á sjó, og var því ekki heima nema kvenfólk og born, auk nokkurra verzlunarmanna. Allt lauslegt úti við fauk út í veður og vind, og varð við ekkert ráðið. Þeir fáu karlmenn, er heima vom, reyndu helzt að bjarga smábátunum með því, að bera á þá grjót og binda. En engan bát var hægt að rétta við, eða hreyfa úr seti, og voru þeir bundnir eins og á stóð. Eitt stórskip, teinæringur, sem ekki var farið að hreyfa til sjóróðra þessa vertíð, fauk með festarsteinum og öllu saman yfir háan grjóthól og alla leið niður í fjöru. Kom skipið niður á hvolfi lítið brotið.
Það má nú nærri geta, hvernig ástatt hefir verið á heimilum sjómannanna í Vestmannaeyjum þennan dag. Engin von virtist vera til þess, að skipin eða áhafnir þeirra myndu skila sér heim. Sorg og kvíði tun afdrif ástvinanna á hafinu ríkti á hverju heimili, þar sem konur og börn sám grátandi og örvingluð. Einn maður var þó, sem aldrei þreyttist á að ganga á meðal fólksins og reyna að hugga það og hressa. Þetta var Pétur verzlunarstjóri Bjarnasen, sem þá var fyrir Brydes verzlun í Vestmannaeyjum (faðir Nicolais Bjarnasen, Friðriks Bjarnasen og frú Júlíönu Árnason, sem nú eru í Reykjavík). Pétur Bjarnasen vitjaði flestra húsa, er hann náði til, og hjálpaði með ráðum og dáð þar, sem hann gat við komið. Er sagt, að Pétur hafi engrar hvíldar unnt sér þessa nótt, og strax er birti af degi þann 26. febrúar, gekk hann til fjalls með sjónauka sinn til þess að grennslast eftir, hvort hann sæi nokkuð til skipanna, sem hrakið hafði frá eyjunni daginn áður. Má geta nærri, hver fögnuður hefir orðið hjá fólkinu, þegar Pétur Bjarnasen kom aftur með þá gleðifregn, að hann hefði séð flest eða öll skipin austan undir Bjarnarey. Þennan dag var veður farið að lægja, svo að nú var ráðgert að manna út það eina stórskip, sem tiltækilegt var heima fyrir, áttæringinn Áróru, og senda með mat og aðra hressingu til þeirra, er úti lágu. Því að enn var veðrið svo mikið, að ekki var hugsandi að neitt skipanna gæti komizt heim. Var nú valið úr sjómönnum þeim, er náð höfðu upp á Eiðið daginn áður, settur skut og barkaróður til viðbótar á Áróru, og hún þannig gerð að tólfæringi, og mönnuð út með 30 úrvalsmönnum. Höfðu þeir með sér aukaárar og önnur áhöld, sem hugsanlegt væri, að þá kynni að vanta, er úti lágu. Þannig útbúið lagði svo hjálparskipið af stað til útileguskipanna.
Meðferðis hafði það, auk útbúnaðs þess sem áður getur, matarsendingar handa hverju skipi, og auðvitað kaffi, ennfremur þurr föt, er send voru frá heimilunum; og í verzlunarbúð Péturs Bjarnasen var svo bætt við brauði, skonroki og brennivíni. Þá var eitt glas af hoffmannsdropum handa hverri áhöfn, frá héraðslækninum, Þorsteini Jónssyni. Telja kunnugir að för þessi og allur útbúnaður hafi verið dugnaði og athygli Péturs Bjarnasen að þakka. Áróru byrjaði vel til þeirra, er úti lágu. Og eftir að menn höfðu fengið sér hressingu og sumir jafnvel haft fataskipti, var farið að hugsa til heimferðar, en þó beðið eftir landfalli, þ.e. vesturfalli, með því að enn var veðrið ákaflega mikið. Um hádegi þennan dag hófu menn heimróður. Fór Áróra fyrst, og dugði engum við hana að þreyta, svo vel mönnuð og útbúin sem hún var. Þá fór Enok, þá Gideon, þá Haffrú, og svo hver af öðrum. Komust hin fyrstu heim í vör klukkan 8 um kvöldið. Og um klukkan 11 e. h. munu allir þeir, er heim komust þann dag, hafa verið lentir. Eitt skip hafði legið undir Yztakletti um nóttina, og komst það líka heim þetta kvöld.
En það átti ekki fyrir öllum að liggja, að ná lendingu þennan dag. Þrjú skipin hrakti aftur austur á bóginn. Það voru þau Langvinnur, formaður Árni Einarsson frá Lambafelli undir Eyjafjöllum; Mýrdælingur, en formaður hans var Þorsteinn Jónsson frá Nýjabæ í Vestmannaeyjum og síðar alþingismaður fyrir Eyjarnar, og Blíður, en á honum var formaður Jón Jónsson hafnsögumaður í Vestmannaeyjum. Þessi skip, þrjú að tölu, lögðu með flotanum undan Bjarnarey, en virðast hafa haldið vestar eða meir með straumnum en aðrir, komust aldrei í skjól eða lognvar af Heimaey, heldur bárust með straumnum norður flóann og út í sterkviðrið. Kom svo, að þessi þrjú skip áttu sér ekki annars úrkosta en að hleypa aftur til Bjarnareyjar. En nú var þess enginn kostur að ná suður fyrir eyjuna, og vaið því að treysta á að fara norðan við hana, eða sundið milli Bjarnareyjar og Elliðaeyjar. En þar er boði sá, Breki, er áður um getur, sem þennan dag braut alltaf á öðru hvoru. Höfðu margir álitið, að alltaf mætti komast milli boðans og Bjarnareyjar, ef haldið væri nógu nálægt eyjunni. En það sýndi sig þennan dag, að ekki var þetta einhlítt í aftökum. Skipið Langvinnur lagði fyrst í þetta sund og leitaði undir Bjarnarey aftur. Það heppnaðist, og náði skipið aftur í skjól við eyjuna. Sömu leið fór Mýrdælingur. Þessi tvö skip hitru á lag og náðu að komast fram hjá boðanum. En Blíður, sem var síðastur, varð fyrir broti af Breka og fórst á svipstundu með allri áhöfn. Drukknuðu þar 14 manns.
Að heiman sást, að þrjú skip hröktust aftur austur að Bjarnarey. En mælt er, að enginn hafi séð með vissu, þegar Blíður fórst í Brekafalli, annar en Pétur Bjarnasen, sem fylgdist með skipunum í sjónauka. Hann hafði tekið sjónaukann frá augunum þegar fallið huldi skipið og fölnað við; en enginn vissi, hvað hann hafði séð, fyrr en degi síðar.
Þau tvö skip, er komust undir Bjarnarey aftur, Mýrdælingur og Langvinnur, lágu enn úti næstu nótt. En undir morgun, 27. febrúar, lægði vindinn, svo að þau gátu lagt af stað heimleiðis, og komu heim allsnemma. Voru þá í Mýrdæling þrjú lík manna þeirra, er áður getur, og dáið höfðu úr kulda og vosbúð. Fjórði maðurinn, er beið bana af frosthörkunni, var á öðru skipi.
Eins og nærri má geta, höfðu þessar nærur og þrekraunir reynt mjög á krafta þeirra, er þó lifðu þær af, og voru margir, sem ekki tóku á heilum sér lengi síðan. Óhætt er að fullyrða, að enginn viðburður hefir orðið fólki í Vestmannaeyjum jafnminnistæður á síðustu öld, sem þessi, er hér hefir verið sagt frá. Á sjó fóru útilegudaginn 17 skip úr Vestmannaeyjum með samtals 286 manns. Þrjú skipanna, með 50 manna áhöfn, náðu heim samdægurs. Í útilegunni lentu 14 skip með 218 manns, sum á annan, önnur á þriðja sólarhring, í ofviðri og foráttubrimi, fann komu og frosti. Og eitt skip með 14 manna áhöfn fórst með öllu. Tvö skip voru yfirgefin, en mönnunum bjargað í önnur skip, fjórir menn létust af kulda og vosbúð. Töpuðust þannig 18 mannslíf og þrjú skip.
Skipin, sem lágu úti, voru þau er hér segir:
Dúfa, sexæringur; 14 manna áhöfn. Formaður Símon Þorsteinsson bóndi að Hólmum í Landeyjum. Þetta skip lá undir Yztakletti að austan.
Blíður, sexæringur; 14 manna áhöfn. Formaður Jón Jónsson hafnsögumaður, bóndi á Vilborgarstöðum, Vestmannaeyjum. (Fórst á Breka með allri áhöfn).
Haffrú, áttæringur; 18 manna áhöfn. Formaður Magnús Magnússon bóndi á Vilborgarstöðum, Vestmannaeyjum.
Gideon, átræringur; 18 manna áhöfn. Formaður Árni Diðriksson bóndi Stakkagerði, Vestmannaeyjum.
Enok, áttæringur; 18 manna áhöfn. Formaður Lárus Jónsson bóndi í Garðfjósi, síðar hreppstjóri og þá búsettur á Búastöðum.
Najaden, átræringur; 18 manna áhöfn. Formaður Ólafur Ketilsson frá Bólstað í Mýrdal. (Yfirgefinn undir Bjarnarey.)
Langvinnur, áttæringur; 18 manna áhöfn. Formaður Árni Einarsson bóndi á Búastöðum.
Farsæll, feræringur; 8 manna áhöfn. Formað ur Jón Bjarnason bóndi á Oddsstöðum. (Yfirgefinn undir Bjarnarey.)
Mýrdælingur, sexæringur; 14 manna áhöfn. Formaður Þorsteinn Jónsson, síðar alþm. að Nýjabæ.
Neptúnus, áttæringur; 18 manna áhöfn. Formaður Símon Símonarson bóndi frá Steinum undir Eyjafjöllum.
Svanur, aðrir nefna hann Farsæl, sexæringur; 14 manna áhöfn. Formaður Oddur Pétursson bóndi frá Raufarfelli undir Eyjafjöllum.
Eyfellingur, áttæringur; 18 manna áhöfn. Formaður Magnús Þorsteinsson bóndi að Rauðsbakka undir Austur Eyjafjöllum.
Lítillátur, sexæringur; 14 manna áhöfn. Formaður Þórður Tómasson bóndi í Varmahlíð undir Eyjafjöllum.
Trú, sexæringur; 14 manna áhöfn. Formaður Jón Þórðarson frá Miðey í Landeyjum.
Jóhann Þ. Jósefsson
FRÁSÖGN JÓNS ÓLAFSSONAR frh. af bls. 12.
svo mörgum, þá var þetta ómetanleg hjálp úr því, sem ráða var. Mér var gefin ein hveitibrauðskaka og staup af brennivíni. Skipið, sem kom með vistirnar, sneri til baka, og mörg skip önnur.
Eitt þessara skipa hét Blíðfari, en formaðurinn Jón, ungur og framgjarn. Hann var hafnsögumaður (lóss) og hafði 16 menn á skipi. Hann lagði af stað til heimferðar seint á föstudaginn, hélt suður fyrir Bjarnarey, önnur leið var ekki fær, og stefndi á Helgafell. Menn sáu í sjónauka af landi, að þegar skipið var komið nokkuð áleiðis og ekki með öllu vonlaust, að það næði til hafnar, þá biluðu tvær árar. Straumurinn henti því norður álinn, svo að nú var enginn annar kostur en að snúa til baka og hleypa sundið milli eyjanna upp á líf og dauða sem kallað var. En opin er feigs vök, og reyndist það hér, því að holkefla reis á Breka og gleypti skip og menn alla, svo ekkert sást eftir af.
Um miðjan dag á laugardaginn fór að draga úr veðrinu, og sem leið á daginn, lögðu skipin með nokkru millibili af stað til heimferðar. Farnaðist þeim vel eftir ástæðum, þar sem allir hlutu að vera meira og minna þrekvana eftir þennan langa og stranga hrakning, en þó náðu þau öll lendingu.
Nú voru tvö skip eftir og komið nærri sólsetri. Annað var skipið Najaden, sem ég var á, en hitt Neptúnus. Formaðurinn á honum hét Símon Þorsteinsson frá Steinum undir Eyjafjöllum. Kom formönnunum saman um að láta Najaden lausa, en taka alla mennina á Neptúnus. Var róið fyrir sunnan eyjuna í logni. Þegar komið var opið sund milli Bjarnareyjar og Elliðaeyjar, kom nægur vindur af norðaustri, svo að segl voru dregin upp, en róið undir þennan hagstæða byr alla leið til hafnar. Lendingin var skammt frá kofanum, sem ég átti þá heima í. Svo þreyttur var ég og af mér gengið, að ég skreið eins mikið og ég gekk frá skipinu og heim að kofanum, og það, sem ég fékk þar þá til hressingar, var kaldur grautur. Betra var ekki til.
Tæpum klukkutíma eftir að við náðum lendingu, var genginn yfir stormur af sömu átt og áður er frá sagt. Stóð hann látlaust í þrjá daga með sjógangi og brimi.
Vitund manna þarna finnst mér hafa verið stjórnað af guðdómlegu lögmáli, sem enginn máttur breytir.
Ég hef skýrt svo rétt frá þessum sjóhrakningi, sem ég bezt hefi minni til. Mér hlaut að vera þetta hugstætt, fyrsti lífsháskinn, sem ég komst í. Viti einhverjir betur en hér er frá skýrt, tek ég leiðréttingum með þökkum.
Hér endar frásögn Jóns Ólafssonar.
Fáein eftirmálsorð skrásetjarans
Ég, sem rita þessar línur, vil segja fáein orð um formanninn Sigurð á Brúnum (Brúnir eru bær undír Eyjafjöllum).
Hvers vegna fór hann ekki og reri með hinum skipunum? Ég veit það ekki.
En vert er að hyggja að því, að mjög efasamt er, hvernig Brynjólfi hefði tekizt að lenda á Eiðinu, ef Sigurður hefði ekki verið þar með alla sína háseta, því ekki var völ á öðrum mönnum úr landi.
Tíu árum eftir þerta kom nokkuð athyghsvert fyrir þennan Sigurð. Þar var ég sjónarvotmr að með mörgum mönnum. Var sem næst hálffallinn sjór að. Við stóðum á Skansinum við flaggstöngina í maímánuði og sáum skip koma siglandi í Flóanum og stefna til hafnar. Vindur var norðaustan og Leiðina holbraut hvað eftir annað. Þá var flaggið dregið í hálfa stöng, sem þýddi það, að skipið árti að snúa við og lenda norðan við Eiðið. Þeir áttu að sjá flaggið, en skeytm því engu. Þegar skipið var undan Klettsnefi féll hvert brotið á fætur öðru og yfir Leiðina. Sigurður gat ekkert gert þarna annað en halda áfram. Hann lækkaði ekki seglin.
Þegar hann átti svo sem steinsnar að Leiðinni, þá leit svo út sem sagt væri við sjóinn: Hér skulu þínar stolm bylgjur lægja sig. Og skipið rann með fleygiferð yfir sundið, án þess að nokkur bára risi, sem hætta gat stafað af. En það stóð ekki lengi. Skip og menn voru úr hættu sloppnir. Eftir það féll hver sjórinn á fætur öðrum og sundið ófært.
Sigurður var spurður, hví hann hefði ekki tekið flaggið til greina. Svarið var þetta: Við sáum það ekki fyrr en komið var svo langt, að ómögulegt var að snúa við.