„Guðmundur Helgason (Heiðardal)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 19: | Lína 19: | ||
Formennsku byrjaði Guðmundur árið 1912 með m/b[[Geysir|Geysi]], síðan var hann formaður með [[Trausti|Trausta]], [[Helga|Helgu]], [[Kári|Kára]] og [[Sigríður|Sigríði]] árið 1924.<br> | Formennsku byrjaði Guðmundur árið 1912 með m/b[[Geysir|Geysi]], síðan var hann formaður með [[Trausti|Trausta]], [[Helga|Helgu]], [[Kári|Kára]] og [[Sigríður|Sigríði]] árið 1924.<br> | ||
Þau Guðrún voru í [[Lambhagi|Lambhaga] 1912, fóru í Landeyjar til að giftast, bjuggu í Lambhaga 1913.<br> | Þau Guðrún voru í [[Lambhagi|Lambhaga] 1912, fóru í Landeyjar til að giftast, bjuggu í Lambhaga 1913.<br> | ||
Þau voru í [[Fagurhóll|Fagurhól]] 1915 munu hafa slitið sambúð upp úr því og Guðrún búið með [[Ágúst Ingvarsson | Þau voru í [[Fagurhóll|Fagurhól]] 1915 munu hafa slitið sambúð upp úr því og Guðrún búið með [[Ágúst Sigurður Ingvarsson|Ágústi Ingvarssyni]].<br> | ||
Guðmundur tók virkan þátt í verkalýðsbaráttunni í Eyjum, var m.a. í stjórn [[Verkamannafélagið Drífandi| Verkamannafélagsins Drífanda]], (sjá [[Blik 1980]], [[Blik 1980|Andstæðingar Stalinismans í Vestmannaeyjum]]).<br> | Guðmundur tók virkan þátt í verkalýðsbaráttunni í Eyjum, var m.a. í stjórn [[Verkamannafélagið Drífandi| Verkamannafélagsins Drífanda]], (sjá [[Blik 1980]], [[Blik 1980|Andstæðingar Stalinismans í Vestmannaeyjum]]).<br> | ||
Hann var sjómaður í Reykjavík 1930, en sneri til Eyja og var vigtarmaður.<br> | Hann var sjómaður í Reykjavík 1930, en sneri til Eyja og var vigtarmaður.<br> |
Útgáfa síðunnar 28. september 2015 kl. 16:36
Guðmundur Helgason í Heiðardal fæddist 5. febrúar 1884 og lést 15. desember 1977. Hann fluttist til Vestmannaeyja árið 1911 og gerðist háseti á Höfrung hjá Stefáni Björnssyni.
Formennsku byrjaði Guðmundur árið 1912 með m/b Geysi, síðan var hann formaður með Trausta, Helgu, Kára og Sigríði árið 1924.
Heimildir
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
Frekari umfjöllun
Guðmundur Helgason formaður, vigtarmaður í Heiðardal fæddist 5. febrúar 1884 og lést 15. desember 1977.
Foreldrar hans voru Helgi Árnason bóndi á Grímsstöðum í V-Landeyjum, f. 21. desember 1851, d. 5. apríl 1901, og fyrri kona hans Sigríður Eiríksdóttir húsfreyja, f. 22. desember 1841, d. 26. júní 1889.
Systir Guðmundar var Arnleif Helgadóttir húsfreyja í Heiðardal.
Guðmundur var með foreldrum sínum í frumbernsku. Móðir hans lést, er hann var á 6. árinu.
Hann var með föður sínum og systkinum á Grímsstöðum 1890, var með stjúpmóður sinni og systkinum þar 1901.
Guðmundur var sjómaður í Reykjavík, var í Litlu-Hildisey 1910, dvaldi þar vinnumaður hjá Arnleifi systur sinni og Guðmundi.
Hann fluttist til Vestmannaeyja árið 1911 og gerðist háseti á Höfrung hjá Stefáni Björnssyni í Skuld.
Formennsku byrjaði Guðmundur árið 1912 með m/bGeysi, síðan var hann formaður með Trausta, Helgu, Kára og Sigríði árið 1924.
Þau Guðrún voru í [[Lambhagi|Lambhaga] 1912, fóru í Landeyjar til að giftast, bjuggu í Lambhaga 1913.
Þau voru í Fagurhól 1915 munu hafa slitið sambúð upp úr því og Guðrún búið með Ágústi Ingvarssyni.
Guðmundur tók virkan þátt í verkalýðsbaráttunni í Eyjum, var m.a. í stjórn Verkamannafélagsins Drífanda, (sjá Blik 1980, Andstæðingar Stalinismans í Vestmannaeyjum).
Hann var sjómaður í Reykjavík 1930, en sneri til Eyja og var vigtarmaður.
Hann lést 1977.
Kona Guðmundar, (2. nóvember 1912 í Landeyjum, skildu), var Guðrún Kristjánsdóttir húsfreyja, saumakona, f. 23. júní 1889, d. 8. júní 1960.
Börn þeirra voru:
1. Hafsteinn Guðmundsson prentsmiðjustjóri og bókaútgefandi, f. 7. apríl 1912, d. 1. september 1999.
2. Ágúst Kristmann Guðmundsson prentari, prentsmiðjustjóri í Reykjavík, f. 26. ágúst 1913, d. 26. apríl 1980.
3. Ásta Guðbjörg Guðmundsdóttir hárgreiðslukona, skrifstofukona, vann við bókaútgáfu Helgafells, f. 18. desember 1915, d. 4. júlí 1999. Hún var ógift og barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.