Ásta Guðbjörg Guðmundsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ásta Guðbjörg Guðmundsdóttir.

Ásta Guðbjörg Guðmundsdóttir hárgreiðslu- og skrifstofukona fæddist 18. desember 1915 í Fagurhól og lést 4. júlí 1999.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Helgason steinsmiður, formaður, vigtarmaður í Heiðardal, f. 5. febrúar 1884, d. 15. desember 1977, og kona hans Guðrún Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 23. júní 1889, d. 8. júní 1960.

Systkini hennar voru:
1. Hafsteinn Guðmundsson prentsmiðjustjóri og bókaútgefandi, f. 7. apríl 1912, d. 1. september 1999.
2. Ágúst Kristmann Guðmundsson prentari, prentsmiðjustjóri í Reykjavík, f. 26. ágúst 1913, d. 26. apríl 1980.
Hálfsystkini hennar, samfeðra, voru:
3. Aldinía Sólbjört Ágústsdóttir húsfreyja (nefnd Alda og Sólbjört), f. 13.mars 1919, d. 1985. Hún fluttist til Noregs.
4. Kristín Ágústsdóttir, f. 23. janúar 1925, d. 1987. Hún fluttist til Svíþjóðar.
5. Friðrik Guðmundsson verslunarmaður, f. 15. september 1906, d. 20. apríl 1988.

Ásta Guðbjörg var með foreldrum sínum í Fagurhól 1915.
Foreldrarnir skildu. Hún var með móður sinni og Ágústi Kristmanni bróður sínum í Steinum 1917, en Hafsteinn bróðir þeirra var í fóstri í Landeyjum.
1918 var hann með þeim á Ekru, en þar hafði Ágúst Ingvarsson leigt áður. Þar voru þau enn 1920, en leigðu í Hólmgarði 1924 og enn 1925.
Þau fluttust til Reykjavíkur 1930.
Ásta Guðbjörg lærði hárgreiðslu og starfaði að iðn sinni í nokkur ár, en réðst síðan til skrifstofustarfa hjá Ragnari í Smára, en hóf síðan fljótlega störf hjá honum við bókaútgáfuna Helgafell og starfaði þar síðan óslitið til sjötugs.
Ásta var ógift og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.