„Margrét Guðmundsdóttir eldri (Dölum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Margrét Guðmundsdóttir eldri''', húsfreyja í Dölum fæddist 1787 á Kanastöðum í A-Landeyjum og lést 14. nóvember 1848.<br> Faðir hennar var [[Guðmundur Ól...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 21: | Lína 21: | ||
6. Margrét Jónsdóttir, f. 8. maí 1824, d. 15. maí 1824.<br> | 6. Margrét Jónsdóttir, f. 8. maí 1824, d. 15. maí 1824.<br> | ||
II. Síðari maður Margrétar var [[Einar Jónsson eldri (Dölum)|Einar Jónsson]] bóndi, f. 1806 í Holtssókn u. Eyjafjöllum, d. 26. nóvember 1852.<br> | II. Síðari maður Margrétar, (30. desember 1835), var [[Einar Jónsson eldri (Dölum)|Einar Jónsson]] bóndi, f. 1806 í Holtssókn u. Eyjafjöllum, d. 26. nóvember 1852.<br> | ||
Þau Einar voru barnlaus.<br> | Þau Einar voru barnlaus.<br> | ||
{{Heimildir| | {{Heimildir| |
Útgáfa síðunnar 17. desember 2013 kl. 21:15
Margrét Guðmundsdóttir eldri, húsfreyja í Dölum fæddist 1787 á Kanastöðum í A-Landeyjum og lést 14. nóvember 1848.
Faðir hennar var Guðmundur bóndi á Kanastöðum, Bryggjum og Bakkahjáleigu þar, síðast í Eyjum, f. 1765, d. 3. febrúar 1820 á Kirkjubæ, Ólafsson bónda í Hallgeirsey, f. 1727, Ólafssonar bónda í Eystri-Klasbarða í V-Landeyjum, f. 1695, Snorrasonar, og konu Ólafs Snorrasonar, Steinunnar húsfreyju, f. 1687, Bjarnhéðinsdóttur.
Móðir Guðmundar og kona Ólafs í Hallgeirsey var Ingunn húsfreyja, f. 1733, Gunnarsdóttir bónda í Ey í V-Landeyjum, f. 1697, d. 27. október 1768, Helgasonar bónda í Eystra-Fíflholti þar, f. 1662, Erlendssonar, og konu Helga, Ingunnar húsfreyju, f. 1662, Gunnarsdóttur.
Móðir Margrétar og fyrri kona Guðmundar á Kanastöðum var Ingibjörg húsfreyja, f. 1763 í Eyjum, d. 19. maí 1810, Jónsdóttir.
Margrét var systir Ólafs Guðmundssonar smiðs og bónda á Kirkjubæ, f. 17. janúar 1798, d. 14. júlí 1869, og Ingveldar Guðmundsdóttur á Kirkjubæ, f. 11. október 1791, d. 30. júní 1841.
Margrét var á Bryggjum 1801, var á Gjábakka 1811, húsfreyja í Garðsfjósi 1813 með Jóni og barninu Guðmundi á fyrsta ári, orðin húsfreyja í Dölum 1815, þar með Jóni og börnunum Guðmundi og Einari. Hún missti Jón fyrri mann sinn 1834 í Þurfalingsslysini.
Hún lést 1848.
Margrét var tvígift.
I. Fyrri maður hennar var Jón Helgason bóndi í Dölum, f. 1780 í Efri-Vík í Landbroti, d. 5. mars 1834 í Þurfalingsslysinu.
Börn þeirra hér:
1. Ingibjörg Jónsdóttir, f. 22. október 1811, d. 29. október 1811.
2. Guðmundur Jónsson, f. 16. nóvember 1813 í Kornhól, d. 5. mars 1834 í Þurfalingsslysinu.
3. Einar Jónsson, f. 13. maí 1815, d. 13. mars 1894.
4. Jón Jónsson, f. 21. desember 1818, d. 26. desember 1818.
5. Helgi Jónsson, f. 4. maí 1821, d. 15. maí 1821.
6. Margrét Jónsdóttir, f. 8. maí 1824, d. 15. maí 1824.
II. Síðari maður Margrétar, (30. desember 1835), var Einar Jónsson bóndi, f. 1806 í Holtssókn u. Eyjafjöllum, d. 26. nóvember 1852.
Þau Einar voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum. Jóhann Gunnar Ólafsson. Þorsteinn Johnson 1938-1939.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.