Einar Jónsson (Dölum)
Einar Jónsson bóndi og sjómaður frá Dölum, fæddist 1815 og lést 13. mars 1894.
Faðir Einars var Jón bóndi í Dölum 1816, f. 1779 í Efri-Vík í Landbroti, Helgason bónda í Efri-Vík 1778 og 1783, d. 1784, Guðmundssonar og konu Helga, Steinunnar húsfreyju, f. 1740, Eiríksdóttur bónda í Þykkvabæ, f. 1711, Órækjusonar.
Móðir Einars var Margrét húsfreyja í Dölum, f. 1787 á Kanastöðum í A-Landeyjum, d. 14. nóvember 1848, Guðmundsdóttir bónda á Bryggjum þar, f. 1765, d. 3. febrúar 1820 á Kirkjubæ, Ólafssonar, og fyrri konu Guðmundar, Ingibjargar Jónsdóttur, f. 1763.
Einar var með foreldrum sínum í æsku, með móður sinni í Dölum 1835, kvæntur bóndi í Dölum 1840, kvæntur sjómaður á Kirkjubæ 1845. Hann var skilinn húsbóndi í Einarshúsi 1860, sjávarbóndi í Litlabæ með konu sinni Valgerði, barni þeirra Sigurbjörgu og Guðríði dóttur Valgerðar 1870 og 1880.
Valgerður fór til Vesturheims 1886 og Einar var 75 ára niðursetningur í Litlabæ hjá Ástgeiri Guðmundssyni og Kristínu Magnúsdóttur konu hans 1890.
Einar lést 1894.
Einar var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona, (9. september 1834, skildu), var Guðríður Jónsdóttir, f. 1810, d. 11. september 1886. Hún giftist síðar Tíla Oddssyni í Norðurgarði.
Barn þeirra var
1. Jón Einarsson, f. 21. desember 1846, d. 6. janúar 1847 úr ginklofa.
II. Barnsmóðir Einars var Guðbjörg Jónsdóttir mágkona hans, þá vinnukona í Dölum, f. 1811.
Barn þeirra var
2. Jón Einarsson, f. 19. október 1840, d. 28. október 1840 úr ginklofa.
III. Barnsmóðir Einars að þrem börnum var Guðrún Sigurðardóttir, síðar húsfreyja á Miðhúsum, gift Helga Jónssyni, f. 8. september 1806, d. 3. september 1885.
Börn þeirra voru:
3. Steinunn Einarsdóttir, f. 2. nóvember 1853 í Úlfsstaðahjáleigu í A-Landeyjum, d. 1. ágúst 1854.
4. Margrét Einarsdóttir, f. 20. apríl 1855, d. 28. apríl 1855 „af barnaveiki“.
5. Guðmundur Einarsson, f. 10. apríl 1856, d. 2. ágúst 1936. Hann var útvegsbóndi á Vestdalseyri í Seyðisfirði.
IV. Barnsmóðir Einars var Þorbjörg Guðnadóttir bústýra hans úr Mýrdal, f. 25. febrúar 1830, d. 12. ágúst 1858.
Barn þeirra var
6. Einar Einarsson, f. 26. febrúar 1857, d. 17. febrúar 1860.
V. Síðari kona Einars, (29. maí 1862), var Valgerður Jónsdóttir frá Norðurgarði, f. 20. ágúst 1832, d. 7. október 1896. Valgerður fór til Vesturheims 1886.
Barn þeirra Valgerðar var
7. Sigurbjörg Einarsdóttir, f. 10. apríl 1862. Hún fór til Vesturheims 1889.
8. Steinunn Einarsdóttir, f. 25. janúar 1864, d. 21. júlí 1864 úr kvefsótt.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.is.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.