„Ritverk Árna Árnasonar/Sigurður Guðlaugsson (Laugalandi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Sigurður Ingiberg Guðlaugsson''' á Laugalandi fæddist 6. janúar 1919 og lést 5. maí 1957.<br> Foreldrar hans voru [[Guðlaugur Þorsteinsson (Laugalandi) |Guðlaugur Þo...)
 
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 12. ágúst 2013 kl. 19:52

Sigurður Ingiberg Guðlaugsson á Laugalandi fæddist 6. janúar 1919 og lést 5. maí 1957.
Foreldrar hans voru Guðlaugur Þorsteinsson trésmíðameistari og formaður, f. 30. júlí 1889 í Gerðakoti undir Eyjafjöllum, d. 23. júní 1970, og kona hans Guðríður Björg húsfreyja, f. 31. október 1891 á Seyðisfirði, d. 8. maí 1972.

Kona Sigurðar Guðlaugssonar var Hulda Reynhlíð Jörundsdóttir húsfreyja, f. 1. nóvember 1921, d. 1. nóvember 2007.
Börn Sigurðar og Huldu:
1. Sigurður Birgir, f. 30. október 1940, d. 27. mars 2003.
2. Björg, f. 14. apríl 1945.
3. Inga Jóna, f. 30. maí 1946.
4. Guðlaugur, f. 27. júlí 1950.


Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Sigurður er rösklega meðalmaður á hæð, grannvaxinn, en samsvarar sér vel á herðar, frísklegur á velli og lipur í hreyfingum, ljósleitur og fríður ásýndum, skapléttur og vel skemmtilegur í samveru.
Hann hefir verið nokkuð við fjallaferðir í ýmsum úteyjum og til lunda í Bjarnarey við góðan sóma félaga sinna, bæði sem félagi og gott veiðimannsefni, sem vantar æfingu. Tekur frísklega og lipurlega fugl sem lipurmanna er siður.
Lífsstörf Sigurðar hafa verið útgerðar- og fiskvinna, bifreiðaakstur og verslunarstörf. Sigurður er og prýðis kokkur og hefir sýnt þá list sína með ágætum í Bjarnarey.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir