Hulda Reynhlíð Jörundsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Hulda Reynhlíð Jörundsdóttir.

Hulda Reynhlíð Jörundsdóttir húsfreyja fæddist 1. nóvember 1921 í Reykjavík og lést 1. nóvember 2007 þar.
Faðir Huldu var Jörundur bátsformaður í Jóhannesarhúsi í Hrísey, f. 17. október 1896, d. 1. júní 1952, Jóhannesson bónda á Birnunesi á Árskógsströnd 1910, útgerðarmaður, kaupmaður og hafnsögumaður í Hrísey, f. 24. júní 1858, d. 20. ágúst 1946, Jörundssonar (Hákarla-Jörundar) hákarlaformanns og útvegsbónda í Hrísey, f. 25. desember 1826, d. 1. október 1888, Jónssonar, og konu Hákarla-Jörundar, Svanhildar húsfreyju, f. 17. júlí 1834, d. 10. ágúst 1875, Jónasdóttur.
Móðir Jörundar og kona Jóhannesar á Birnunesi 1901 var Jórunn húsfreyja á Birnunesi og í Hrísey, f. 30. maí 1864, d. 6. september 1943, Jóhannsdóttir bónda, hreppstjóra og skipstjóra á Ólafsfirði og kennara í Stærri-Árskógi, smáskammtalæknis, f. 13. nóvember 1829 á Bakka í Svarfaðardal, d. 17. júlí 1904, Magnússonar, og konu Jóhanns í Stærri- Árskógi, (5. október 1855), Freygerðar húsfreyju, f. 27. júlí 1833, d. 30. apríl 1919, Árnadóttur.

Móðir Huldu Reynhlíðar Jörundsdóttur og barnsmóðir Jörundar var Jónína Benedikta Eyleifsdóttir, f. 22. júlí 1897, d. 24. mars 1993, síðar húsfreyja og kona Ingimundar Bernharðssonar, f. 23. júlí 1893, d. 1. desember 1968.
Ingimundur var fósturfaðir hennar frá tveggja ára aldri.
Hulda ólst upp í Eyjum frá árinu 1923. Hún var með móður sinni og fósturföður í Nýborg 1930.
Hún var húsfreyja og afgreiðslukona hjá Mjólkursamsölunni í Eyjum, síðar skrifstofumaður í Reykjavík.
Hulda var tvígift:
I. Fyrri maður hennar, (1. nóvember 1941), var Sigurður Ingiberg Guðlaugsson, f. 6. janúar 1919, d. 5. maí 1957.
Börn Sigurðar og Huldu:
1. Sigurður Birgir Sigurðsson, fæddur 30. október 1940, dáin 27. mars 2003.
2. Björg Sigurðardóttir, fædd 14. apríl 1945. Maður hennar Hallgrímur Valdimarsson.
3. Inga Jóna Sigurðardóttir, fædd 30. maí 1946. Maður hennar Sævar G. Proppé.
4. Guðlaugur Sigurðsson, fæddur 27. júlí 1950. Kona hans Kristrún O. Stephensen.

II. Síðari maður Huldu, (16. júní 1972), var Leifur Þorbjörnsson Guðjónssonar frá Kirkjubæ, f. 21. mars 1921, d. 12. apríl 2000. Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Morgunblaðið 9. nóvember 2007. Minning.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.