Guðlaugur Þorsteinsson (Laugalandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðlaugur Þorsteinsson, Laugalandi, fæddist 30. júlí 1889 og lést 23. júní 1970. Árið 1914 kom Guðlaugur til Eyja til að fara á sjó. Formennsku byrjaði hann 1921 á Litlu Unni, síðar með Skúla Fógeta og svo Svan.

Jafnhliða stundaði Guðlaugur trésmíðar. Var hann eftirsóttur og var af mörgum talinn mjög hæfileikaríkur trésmiður.

Guðlaugur fluttist til Reykjavíkur árið 1945 og stundaði þar trésmíði á meðan heilsa hans leyfði. Hann lést á heimili sínu, áttræður að aldri.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. 2 tbl. 1968. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.

Frekari umfjöllun

Guðlaugur Þorsteinsson trésmíðameistari og formaður á Laugalandi fæddist 30. júlí 1889 í Gerðakoti undir Eyjafjöllum og lést 23. júní 1970 í Reykjavík.
Faðir hans var Þorsteinn bóndi á Voðmúlastöðum í A-Landeyjum og Gerðakoti u. Eyjafjöllum, síðar járnsmiður, f. 4. október 1850 í Eystri-Kirkjubæ á Rangárvöllum, d. 11. janúar 1912 í Eyjum, Sveinbjörnsson prests í Keldnaþingum, Kjalarnesþingum, síðar á Krossi í A-Landeyjum og síðast í Holti u. Eyjafjöllum, f. 18. ágúst 1818 í Bæ í Bæjarsveit í Borgarfirði, d. 15. maí 1885 í Holti, Guðmundssonar bónda í Bæ, f. 1771, d. 21. janúar 1839, Torfasonar, og barnsmóður Guðmundar, Guðrúnar frá Langholti í Bæjarsveit, f. 1790, d. 21. janúar 1867, Gísladóttur.
Móðir Þorsteins á Voðmúlastöðum og kona sr. Sveinbjörns var Elín húsfreyja, skírð 8. ágúst 1811, d. 26. nóvember 1887, Árnadóttir tómthúsmanns í Hafnarfirði, f. 1765, d. 8. apríl 1839, Helgasonar, og konu hans Ingibjargar húsfreyju, f. 1775, d. 18. júní 1846, Ólafsdóttur.

Móðir Guðlaugs á Laugalandi og síðari kona Þorsteins var Guðný húsfreyja, f. 17. júní 1852, d. 15. apríl 1939, Loftsdóttir bónda á Tjörnum u. Eyjafjöllum, hershöfðingja í Eyfellingaslag, f. 13. ágúst 1822, d. 21. desember 1912, Guðmundssonar bónda í Strandarhjáleigu í V-Landeyjum, f. 1787, d. 23. ágúst 1835, Halldórssonar, og konu Guðmundar, Þórunnar húsfreyju, f. í desember 1797, d. 17. september 1841, Loftsdóttur.
Móðir Guðnýjar Loftsdóttur og kona Lofts á Tjörnum var Vilborg húsfreyja, f. 5. ágúst 1823, d. 12. júní 1890, Þórðardóttir bónda í Seljalandsseli u. Eyjafjöllum, skírður 31. ágúst 1792, d. 3. júní 1856, Brynjólfssonar, og konu Þórðar, Kristínar húsfreyju, f. 3. desember 1779, d. 7. ágúst 1843, Erlendsdóttur.

Guðlaugur fluttist til Eyja 1914. Hann bjó í Pétursborg 1920 með konu sinni Guðríði Björgu Sigurðardóttur og þrem sonum sínum, Þorsteini Guðna þriggja ára, Sigurði Ingiberg eins árs og óskírðum dreng á fyrsta ári.
Þau Guðríður Björg byggðu Laugaland 1921 og fluttust til Reykjavíkur 1945.

Kona Guðlaugs á Laugalandi var Guðríður Björg Sigurðardóttir húsfreyja frá Pétursborg, f. 31. október 1890 í Seyðisfirði, d. 8. maí 1972 í Reykjavík.
Börn Guðlaugs og Bjargar:
1. Þorsteinn Guðni, f. 18. apríl 1917, d. 17. september 2001.
2. Sigurður Ingiberg, f. 6. janúar 1919, d. 5. maí 1957.
3. Guðbjörn Guðlaugsson, f. 26. nóvember 1920, d. 1. desember 2006.
4. Indíana Guðlaugsdóttir, f. 26. september 1922, d. 4. júní 1994.
5. Sveinbjörn Guðlaugsson, f. 4. desember 1925, d. 5. desember 2017.
6. Emilía Guðlaugsdóttir, f. 16. maí 1929, d. 19. febrúar 2007.
Barn Guðlaugs með Hermanníu Sigurðardóttur, f. 4. september 1896, d. 23. júlí 1989, var
7. Laufey Guðlaugsdóttir, f. 22. mars 1918 á Nesi í Norðfirði, d. 21. júní 2006 í Reykjavík.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Garður.is.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið. Minningar.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.