Inga Jóna Sigurðardóttir (Laugalandi)
Inga Jóna Sigurðardóttir, frá Laugalandi, húsfreyja, afgreiðslumaður fæddist 30. maí 1946.
Foreldrar hennar Sigurður Ingiberg Guðlaugsson, útgerðarmaður, fiskverkamaður, bifreiðastjóri, verslunarmaður, f. 6. janúar 1919, d. 5. maí 1957, og kona hans Hulda Reynhlíð Jörundsdóttir, húsfreyja, afgreiðslumaður, starfsmaður við bókband, f. 1. nóvember 1921, d. 1. nóvember 2007.
Börn Huldu og Sigurðar:
1. Sigurður Birgir Sigurðsson, fæddur 30. október 1940, dáin 27. mars 2003.
2. Björg Sigurðardóttir, fædd 14. apríl 1945. Maður hennar Hallgrímur Valdimarsson.
3. Inga Jóna Sigurðardóttir, fædd 30. maí 1946. Maður hennar Sævar G. Proppé.
4. Guðlaugur Sigurðsson, fæddur 27. júlí 1950. Fyrrum kona hans Birna Ólafsdóttir. Kona hans Kristrún O. Stephensen.
Þau Sævar giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa í Kópavogi.
I. Maður Ingu Jónu er Sævar Guðmndur Proppé, f. 24. september 1945. Foreldrar hans Jóhannes Haraldur Proppé, f. 26. desember 1926, d. 21. júlí 2012, og kona hans Unnur Guðbjörg Guðmundsdóttir Proppé, f. 14. júní 1929, d. 6. nóvember 2019.
Börn þeirra:
1. Sigurður Sævar Proppé, f. 31. desember 1971.
2. Jóhannes Haraldur Proppé, f. 17. maí 1984.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Inga Jóna.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.