„Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum/Útilegan mikla“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 5: | Lína 5: | ||
Vertíðina 1869 var Hannes ráðinn hálfdrættingur á áttæringinn [[Gideon]] hjá [[Árni Diðriksson|Árna bónda Diðrikssyni]] í [[Stakkagerði]]. Fimmtudaginn 25. febrúar ætlaði Árni að draga út, og hafði þá fyrir nokkru sett Gideon í hróf, en veðrátta hafði verið mjög óstöðug, svo að sjaldan gaf á sjó. Drógu margir út þenn¬an dag, en áður höfðu dregið út þeir [[Jón Jónsson á Vilborgarstöðum| Jón Jónsson]] á [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]], formaður fyrir sexæringnum [[Blíð, áraskip|Blíð]] og [[Árni Einarsson bóndi á Búastöðum]], faðir [[Ingvar Árnason í Hólshúsi|Ingvars]] í [[Hólshús]]i, sem þá var formaður með áttæringinn [[Langvinnur, áraskip|Langvinn]]. Þegar Hannes fór til skips um morguninn, datt hann á hólnum ofan við [[Naustin]], þar sem fargögn skipanna voru geymd, ofan í krapableytu, svo að hann varð alveg gegndrepa. Snéri hann þá aftur heim að [[Nýi-Kastali|Nýjakastala]] til þess að hafa fataskipti, því óráðlegt þótti að hann færi blautur á sjóinn. Þegar hann hafði lokið því, fór hann aftur niður í [[Sandur|Sand]], en þá voru allir rónir eða komnir út á [[Botninn]] til þess að lesa útdráttarbænina, eins og venja var um þær mundir áður en lagt væri í fyrsta róðurinn á vertíðinni, nema Langvinnur. Kærði Hannes sig ekki um að fara með honum, því Árni var talinn mesta fiskifæla, þó að hann væri bæði gáfaður og duglegur maður. Sat Hannes því í landi um daginn. — Óvenju mikið sunnanbrim var um morguninn. Hafði verið stórviðri af haflandsuðri um nóttina, en um morguninn var komið logn, og var veður frostlaust. Var brimið svo mikið, að [[Leið]]ina tók af, og urðu menn að taka lagið út. Flest skipanna, sem á sjó fóru, leituðu suður í [[Flóinn|Flóann]] og suður undir [[Stakkabót|Bót]], nema þrjú skip, sem fóru norður og vestur fyrir Heimaey. Skömmu fyrir hádegi rauk upp með ofsaveður á hávestan. Voru sum skipanna þá komin aftur heim undir Leið. Höfðu menn ekki orðið fisks varir, enda illt að hemja sig fyrir brimi, og loftsútlit mjög ljótt. Árni Diðriksson var kominn inn undir [[Miðhúsaklettur|Miðhúsaklett]] á Gideon.<br> | Vertíðina 1869 var Hannes ráðinn hálfdrættingur á áttæringinn [[Gideon]] hjá [[Árni Diðriksson|Árna bónda Diðrikssyni]] í [[Stakkagerði]]. Fimmtudaginn 25. febrúar ætlaði Árni að draga út, og hafði þá fyrir nokkru sett Gideon í hróf, en veðrátta hafði verið mjög óstöðug, svo að sjaldan gaf á sjó. Drógu margir út þenn¬an dag, en áður höfðu dregið út þeir [[Jón Jónsson á Vilborgarstöðum| Jón Jónsson]] á [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]], formaður fyrir sexæringnum [[Blíð, áraskip|Blíð]] og [[Árni Einarsson bóndi á Búastöðum]], faðir [[Ingvar Árnason í Hólshúsi|Ingvars]] í [[Hólshús]]i, sem þá var formaður með áttæringinn [[Langvinnur, áraskip|Langvinn]]. Þegar Hannes fór til skips um morguninn, datt hann á hólnum ofan við [[Naustin]], þar sem fargögn skipanna voru geymd, ofan í krapableytu, svo að hann varð alveg gegndrepa. Snéri hann þá aftur heim að [[Nýi-Kastali|Nýjakastala]] til þess að hafa fataskipti, því óráðlegt þótti að hann færi blautur á sjóinn. Þegar hann hafði lokið því, fór hann aftur niður í [[Sandur|Sand]], en þá voru allir rónir eða komnir út á [[Botninn]] til þess að lesa útdráttarbænina, eins og venja var um þær mundir áður en lagt væri í fyrsta róðurinn á vertíðinni, nema Langvinnur. Kærði Hannes sig ekki um að fara með honum, því Árni var talinn mesta fiskifæla, þó að hann væri bæði gáfaður og duglegur maður. Sat Hannes því í landi um daginn. — Óvenju mikið sunnanbrim var um morguninn. Hafði verið stórviðri af haflandsuðri um nóttina, en um morguninn var komið logn, og var veður frostlaust. Var brimið svo mikið, að [[Leið]]ina tók af, og urðu menn að taka lagið út. Flest skipanna, sem á sjó fóru, leituðu suður í [[Flóinn|Flóann]] og suður undir [[Stakkabót|Bót]], nema þrjú skip, sem fóru norður og vestur fyrir Heimaey. Skömmu fyrir hádegi rauk upp með ofsaveður á hávestan. Voru sum skipanna þá komin aftur heim undir Leið. Höfðu menn ekki orðið fisks varir, enda illt að hemja sig fyrir brimi, og loftsútlit mjög ljótt. Árni Diðriksson var kominn inn undir [[Miðhúsaklettur|Miðhúsaklett]] á Gideon.<br> | ||
Var rokið strax svo mikið, að þeir drógu ekki, enda fuku árarnar upp úr keipunum. Snéru þeir því undan veðrinu, og öll skipin, sem farið höfu suður með landi, og leituðu landvars austan við [[Bjarnarey]]. Sigldu flestir á árunum undan veðrinu. Á [[Najaden, áraskip|Najaden]] var reynt að setja upp segl, en mastrið brotnaði þegar niður við þóttu. Tvö af skipunum, sem farið höfðu vestur fyrir, voru komin vestur undir [[Stóri Örn|Örn]], þegar veðrið skall á. Voru það þeir [[Brynjólfur Halldórsson bóndi í Norðurgarði]], tengdafaðir Hannesar, formaður fyrir áttæringnum [[Áróra, áraskip|Áróru]], og [[Guðmundur Erlendsson lóðs]] í [[London]], sem stjórnaði áttæringnum [[Svanur, áraskip|Svan]]. Lentu þeir á [[Eiði]]nu, og var brimið þá ekki mikið þar, því það var enn suðlægt. En nokkru síðar, þegar vestanofsinn hafði staðið um stund, gekk sjór yfir Eiðið í ólögunum. Þegar þeir lentu, var þar fyrir Sigurður frá Brúnum undir Eyjafjöllum með skipshöfn sína til þess að hjálpa þeim við setninginn. Hafði hann ekki róið, vegna þess hve honum þótti loftsútlit ljótt og brimmikið í sjóinn. Var hann maður mjög naskur og veðurglöggur. Réri hann oft, þegar aðrir sátu í landi, og fekk gott sjóveður og sat stundum í landi, er aðrir réru, er tvísýnt þótti, og losnaði þannig var margan hrakninginn. Hann hafði sjóbúð í [[Grímshjallur|Grímshjalli]] fyrir skipshöfn sína, sem öll var af Landi, og var formaður fyrir sexæringnum [[Ísak, áraskip|Ísak]]. Guðmundur gekk frá Svan á Eiðinu, en Brynjólfur setti yfir það, og fór með skip sitt í [[Hrófin]]. Var veðurhæðin þá orðin svo mikil, að hann treysti sér ekki til að róa beint í [[Lækurinn|Lækinn]], heldur fór suður með [[Botninn|Botni]] móts við [[Básasker]], og hleypti þaðan undan vindi austur í Læk. Sogin í höfninni voru svo geysimikil, að við lá að þornaði í Læknum í útsogunum, og var sjór þó mikið aðfallinn. Þriðja skipið, sem vestur hafði farið, var komið að [[Latur|Lat]], þegar veðrið skall á. Var það Símon Þorsteinsson frá Hólmum í Landeyjum á sexæringnum Dúfu. Snéri hann þegar við austur úr [[Faxasund]]i og leitaði skjóls í [[Faxabót]]. Hélzt hann þar skammt við og hélt austur með [[Ystiklettur|Yztakletti]] og flutti sig í [[Bóndabót]]. Lá hann þar úti um nóttina. Náði hann landi undir miðdegi næsta dag. Skipin, sem fóru austur fyrir Bjarnarey, leituðu skjóls í [[Haganefskrókur|Haganefskróknum]] eða [[Haganefsbót]]inni, út af [[Skoran|Skorunni]]. <br> | Var rokið strax svo mikið, að þeir drógu ekki, enda fuku árarnar upp úr keipunum. Snéru þeir því undan veðrinu, og öll skipin, sem farið höfu suður með landi, og leituðu landvars austan við [[Bjarnarey]]. Sigldu flestir á árunum undan veðrinu. Á [[Najaden, áraskip|Najaden]] var reynt að setja upp segl, en mastrið brotnaði þegar niður við þóttu. Tvö af skipunum, sem farið höfðu vestur fyrir, voru komin vestur undir [[Stóri Örn|Örn]], þegar veðrið skall á. Voru það þeir [[Brynjólfur Halldórsson bóndi í Norðurgarði]], tengdafaðir Hannesar, formaður fyrir áttæringnum [[Áróra, áraskip|Áróru]], og [[Guðmundur Erlendsson lóðs]] í [[London]], sem stjórnaði áttæringnum [[Svanur, áraskip|Svan]]. Lentu þeir á [[Eiði]]nu, og var brimið þá ekki mikið þar, því það var enn suðlægt. En nokkru síðar, þegar vestanofsinn hafði staðið um stund, gekk sjór yfir Eiðið í ólögunum. Þegar þeir lentu, var þar fyrir Sigurður frá Brúnum undir Eyjafjöllum með skipshöfn sína til þess að hjálpa þeim við setninginn. Hafði hann ekki róið, vegna þess hve honum þótti loftsútlit ljótt og brimmikið í sjóinn. Var hann maður mjög naskur og veðurglöggur. Réri hann oft, þegar aðrir sátu í landi, og fekk gott sjóveður og sat stundum í landi, er aðrir réru, er tvísýnt þótti, og losnaði þannig var margan hrakninginn. Hann hafði sjóbúð í [[Grímshjallur|Grímshjalli]] fyrir skipshöfn sína, sem öll var af Landi, og var formaður fyrir sexæringnum [[Ísak, áraskip|Ísak]]. Guðmundur gekk frá Svan á Eiðinu, en Brynjólfur setti yfir það, og fór með skip sitt í [[Hrófin]]. Var veðurhæðin þá orðin svo mikil, að hann treysti sér ekki til að róa beint í [[Lækurinn|Lækinn]], heldur fór suður með [[Botninn|Botni]] móts við [[Básasker]], og hleypti þaðan undan vindi austur í Læk. Sogin í höfninni voru svo geysimikil, að við lá að þornaði í Læknum í útsogunum, og var sjór þó mikið aðfallinn. Þriðja skipið, sem vestur hafði farið, var komið að [[Latur|Lat]], þegar veðrið skall á. Var það Símon Þorsteinsson frá Hólmum í Landeyjum á sexæringnum Dúfu. Snéri hann þegar við austur úr [[Faxasund]]i og leitaði skjóls í [[Faxabót]]. Hélzt hann þar skammt við og hélt austur með [[Ystiklettur|Yztakletti]] og flutti sig í [[Bóndabót]]. Lá hann þar úti um nóttina. Náði hann landi undir miðdegi næsta dag. Skipin, sem fóru austur fyrir Bjarnarey, leituðu skjóls í [[Haganefskrókur|Haganefskróknum]] eða [[Haganefsbót]]inni, út af [[Skoran|Skorunni]]. <br> | ||
Þessi tólf skip lágu þarna úti: 1. Áttæringurinn [[Haffrúin, áraskip|Haffrúin]]. Formaður á henni var [[Magnús Magnússon bóndi á Vilborgarstöðum]]. 2. Áttæringurinn [[Eolus, áraskip|Æolus]], sem [[Bjarni Einarsson bóndi á Kirkjubæ]] var með. 3. Áttæringurinn [[Gideon]]. Formaður fyrir honum var Árni Diðriksson bóndi í Stakkagerði. 4. Áttæringurinn [[Neptúnus, áraskip|Neptúnus]]. Formaður á honum var Símon bóndi frá Steinum undir Eyjafjöllum. 5. Áttæringurinn Langvinnur. [[Árni Einarsson á Búastöðum|Árni Einnarsson]] bóndi á Búastöðum var formaður með hann. 6. Sexæringurinn Blíður. Formaður á honum var [[Jón Jónsson á Vilborgarstöðum|Jón Jónsson lóðs]], bóndi á Vilborgarstöðum. 7. Áttæringurinn [[Mýrdælingur, áraskip|Mýrdælingur]]. Fyrir honum var [[Þorsteinn Jónsson (þingmaður)|Þorsteinn Jónsson]] hreppstjóri í [[Nýibær|Nýjabæ]]. 8. Áttæringurinn Najaden. Formaður á henni var Ólafur Ketilsson frá Bólstað í Mýrdal. 9. Áttæringurinn [[Enok, áraskip|Enok]]. Formaður á honum var [[Lárus Jónsson]] hreppstjóri á [[Búastaðir vestri|Búastöðum]]. 10. Áttæringurinn Eyfellingur, sem Magnús Þorsteinsson bóndi á Rauðsbakka, bróðir [[Bjarni Þorsteinsson í Gvendarhúsi|Bjarna]] í [[Gvendarhús]]i var með. 11. [[Ægir, áraskip|Ægir]] eða [[Farsæll, fjórróið áraskip|Farsæll]], fjórróinn bátur. Formaður á honum var [[Jón Bjarnason bóndi á Oddsstöðum]]. 12. Sexæringurinn [[Farsæll, sexróið áraskip|Farsæll]]. Formaður með hann var Oddur Pétursson, faðir [[Sigurður Oddsson|Sigurðar]] í [[Skuld]] í Vestmannaeyjum, þá bóndi á Raufarfelli undir Eyjafjöllum, og var þetta fyrsti róður hans sem formanns. <br> | Þessi tólf skip lágu þarna úti: <br> | ||
Veðurhæðin hélzt hin sama alla nóttina og gekk með snjóhryðjum. Sátu menn undir árum og héldu skipunum í nokkurri fjarlægð frá berginu, á litlu svæði, og mundi þau hafa brotið hvert á öðru, ef ekki hefði verið tunglsljós milli hryðjanna. Brimið var svo mikið, að það gekk yfir Haganefið ofan í bótina. Var þessi nótt skelfileg fyrir alla, bæði á sjó og landi. Vissu menn ekki, hvort öll skipin hefði náð í landvar, og tvísýnt var, hvort menn mundi lifa af vosbúð útilegunnar og matarleysið. Var þá ekki venja að menn hefðu mat með sér á sjó í Vestmannaeyjum, og hélzt það enn lengi. Um nóttina yfirgaf skipshöfnin á smáferjunni Ægi bátinn og fór í eitt stórskipanna, en bátnum var sleppt. Varði hann sig ekki fyrir áföllum. Þrír menn af þeirri skipshöfn þoldu ekki vosbúðina og kuldann, enda munu þeir hafa verið orðnir hraktir og blautir, er þeir loks yfirgáfu bátinn. Dóu þeir síðla nætur. Voru það allt menn miðaldra og meira. Voru það þeir [[Vigfús Magnússon í Hólshúsi|Vigfús Magnússon]] tómthúsmaður í [[Hólshús]]i, faðir [[Sigurður Vigfússon á Fögruvöllum|Sigga Fúsasonar]] á [[Fögruvellir|Fögruvöllum]], [[Jón Jónsson bóndi á Vilborgarstöðum]], faðir [[Sigurður Jónsson á Löndum|Sigurðar]] á [[Lönd]]um, en afi [[Kristinn Sigurðsson á Löndum|Kristins á Löndum]], og [[Jón Guðmundsson vinnumaður|Jón Guðmundsson]] vinnumaður á Kirkjubæ, ættaður undan Eyjafjöllum. Allt voru þetta giftir menn. | 1. Áttæringurinn [[Haffrúin, áraskip|Haffrúin]]. Formaður á henni var [[Magnús Magnússon bóndi á Vilborgarstöðum]]. <br> | ||
2. Áttæringurinn [[Eolus, áraskip|Æolus]], sem [[Bjarni Einarsson bóndi á Kirkjubæ]] var með. <br> | |||
3. Áttæringurinn [[Gideon]]. Formaður fyrir honum var Árni Diðriksson bóndi í Stakkagerði. <br> | |||
4. Áttæringurinn [[Neptúnus, áraskip|Neptúnus]]. Formaður á honum var Símon bóndi frá Steinum undir Eyjafjöllum.<br> | |||
5. Áttæringurinn Langvinnur. [[Árni Einarsson á Búastöðum|Árni Einnarsson]] bóndi á Búastöðum var formaður með hann. <br> | |||
6. Sexæringurinn Blíður. Formaður á honum var [[Jón Jónsson á Vilborgarstöðum|Jón Jónsson lóðs]], bóndi á Vilborgarstöðum. <br> | |||
7. Áttæringurinn [[Mýrdælingur, áraskip|Mýrdælingur]]. Fyrir honum var [[Þorsteinn Jónsson (þingmaður)|Þorsteinn Jónsson]] hreppstjóri í [[Nýibær|Nýjabæ]]. <br> | |||
8. Áttæringurinn Najaden. Formaður á henni var Ólafur Ketilsson frá Bólstað í Mýrdal. <br> | |||
9. Áttæringurinn [[Enok, áraskip|Enok]]. Formaður á honum var [[Lárus Jónsson]] hreppstjóri á [[Búastaðir vestri|Búastöðum]]. <br> | |||
10. Áttæringurinn Eyfellingur, sem Magnús Þorsteinsson bóndi á Rauðsbakka, bróðir [[Bjarni Þorsteinsson í Gvendarhúsi|Bjarna]] í [[Gvendarhús]]i var með.<br> | |||
11. [[Ægir, áraskip|Ægir]] eða [[Farsæll, fjórróið áraskip|Farsæll]], fjórróinn bátur. Formaður á honum var [[Jón Bjarnason bóndi á Oddsstöðum]]. <br> | |||
12. Sexæringurinn [[Farsæll, sexróið áraskip|Farsæll]]. Formaður með hann var Oddur Pétursson, faðir [[Sigurður Oddsson|Sigurðar]] í [[Skuld]] í Vestmannaeyjum, þá bóndi á Raufarfelli undir Eyjafjöllum, og var þetta fyrsti róður hans sem formanns. <br> | |||
Veðurhæðin hélzt hin sama alla nóttina og gekk með snjóhryðjum. Sátu menn undir árum og héldu skipunum í nokkurri fjarlægð frá berginu, á litlu svæði, og mundi þau hafa brotið hvert á öðru, ef ekki hefði verið tunglsljós milli hryðjanna. Brimið var svo mikið, að það gekk yfir Haganefið ofan í bótina. Var þessi nótt skelfileg fyrir alla, bæði á sjó og landi. Vissu menn ekki, hvort öll skipin hefði náð í landvar, og tvísýnt var, hvort menn mundi lifa af vosbúð útilegunnar og matarleysið. Var þá ekki venja að menn hefðu mat með sér á sjó í Vestmannaeyjum, og hélzt það enn lengi. Um nóttina yfirgaf skipshöfnin á smáferjunni Ægi bátinn og fór í eitt stórskipanna, en bátnum var sleppt. Varði hann sig ekki fyrir áföllum. <br> | |||
Þrír menn af þeirri skipshöfn þoldu ekki vosbúðina og kuldann, enda munu þeir hafa verið orðnir hraktir og blautir, er þeir loks yfirgáfu bátinn. Dóu þeir síðla nætur. Voru það allt menn miðaldra og meira. Voru það þeir [[Vigfús Magnússon í Hólshúsi|Vigfús Magnússon]] tómthúsmaður í [[Hólshús]]i, faðir [[Sigurður Vigfússon á Fögruvöllum|Sigga Fúsasonar]] á [[Fögruvellir|Fögruvöllum]], [[Jón Jónsson bóndi á Vilborgarstöðum]], faðir [[Sigurður Jónsson á Löndum|Sigurðar]] á [[Lönd]]um, en afi [[Kristinn Sigurðsson á Löndum|Kristins á Löndum]], og [[Jón Guðmundsson vinnumaður|Jón Guðmundsson]] vinnumaður á Kirkjubæ, ættaður undan Eyjafjöllum. Allt voru þetta giftir menn. <br> | |||
Daginn eftir, 26. febrúar, slotaði veðrinu nokkuð, er leið á daginn og snérist til suðvestanáttar, en frost var þá orðið fimm stig á Selsíusmæli. Undir miðdegi fór Brynjólfur Halldórsson á Áróru með þurran fatnað, mat og drykk handa útilegumönnunum. Voru frá hverju heimili búnir út bögglar með mat og fatnaði, og voru þeir merktir hverjum manni. Einnig voru sendar matvörur frá verzlununum og nokkuð af brennivíni. Hafði Brynjólfur einvalalið um borð. Valdi hann úr skipshöfnum þeim, sem landi höfðu náð, eða ekki verið á sjó. Þegar hann hafði komið öllu til skila, snéri hann heim aftur, því að landfallið var að byrja. Allmörg skipanna fóru samtímis Áróru heimleiðis, en þó munu Najaden og Neptúnus hafa legið kyrr. Sex þeirra náðu landi undir miðnætti og voru að berja allan daginn, svo var veðrið enn mikið. En þrjú, Blíður, Mýrdælingur og Langvinnur, urðu að snúa við austur fyrir Bjarnarey aftur. Höfðu þau tekið stefnu of norðarlega, svo að landfallið, sem var geysimikið, bar þau norður í strenginn norðan við Heimaey, og drógu þau ekki, þegar komið var úr misvindinu. Snéru þau þá undan og sigldu með snepli af seglinu austur úr sundinu milli Elliðaeyjar og Bjarnareyjar. Skammt frá Bjarnarey er boðinn [[Breki]]. Dýpi á honum er ekki nema um sjö faðmar. Féll hann í austur í þetta skipti, og man Hannes ekki til að það hafi komið fyrir nema einu sinni síðan. Kemur það ekki fyrir nema í óskaplegum aftökum. <br> | |||
Fast upp við [[Brekaflá]], norðan á Bjarnarey, var miklu dýpra, og var venjulega farið ar, ef brim var í sjóinn og Breki uppi. Þar sigldu öll skipin og fór Jón lóðs á Blíð síðastur. Mýrdælingur og Langvinnur sluppu heilu og höldnu austur fyrir eyna, en brotið af Breka náði Blíð og hvolfdi hann umsvifalaust. Drukknaði Jón lóðs þar og öll skipshöfn hans, sem var þrettán manns. Voru það þessir menn: <br> | |||
1. Jón Jónsson lóðs á Vilborgarstöðum og var hann aðeins 26 ára gamall. Kona hans var [[Veigalín Eiríksdóttir]] frá [[Gjábakki|Gjábakka]], sem síðar giftist [[Jón Guðmundsson á Gjábakka|Jóni Guðmundssyni]] á Gjábakka. Jón lóðs var mesti efnismaður, en galsamikill. Hann hafði verið vinnumaður hjá [[Pétur Bjarnasen|Pétri Bjarnasen]] verzlunarstjóra í Garðinum, og fyrir áhrif frá honum mun hann hafa verið gjörður yfirlóðs, þó hann væri ungur. Hafði hann áður verið formaður með Neptúnus. <br> | |||
2. [[Eiríkur Hansson]] bóndi á Gjábakka, 53 ára gamall, tengdafaðir Jóns. Var hann mikill skipasmiður og hafði haustið fyrir smíðað Blíð. Var þetta önnur sjóferðin á skipinu, auk útdráttarróðursins. <br> | |||
Milli jóla og nýárs hafði Jón farið í eina hákarlegu á honum. Nokkru síðar (19. janúar) hafði átt að grípa til Blíðs til þess að bjarga [[Ellert Schram]] í [[Kokkhús]]i og öðrum manni. Hvolfdi smáferju undir þeim á Leiðinni, þar sem þeir voru að ná æðarfugli, sem Ellert hafði skotið. Við setninginn brast svo í Blíð, að menn héldu að hann hefði brotnað og hurfu frá honum. Var þá hlaupið vestur í Hróf og Enok tekinn. Náðust báðir mennirnir, en annar var drukknaður í bátnum. Var það [[Eiríkur Runólfsson|Eiríkur Runólfsson]], sem nefndur var jarl. Þótti ekki einleikið og vita á illt, að Blíður varð ekki notaður við björgunina, vegna þess að hann reyndist síðar alveg óskemmdur. Fleira hafði og til komið, sem þótti vera bending um slysið. [[Guðmundur Björnsson vinnumaður|Guðmundur Björnsson]] í Nýjakastala, vinnumaður hjá [[Margrét Brynjólfsdóttir|Margréti]] móður Hannesar, sem róið hafði með Jóni á Neptúnusi og farið með honum í hákarlaleguna á Blíð um veturinn, sagðist ekki róa aftur með honum á því skipi. Ekki vildi hann gefa upp neinar ástæður fyrir því, en vel líkaði honum við Jón. Eiríkur Hansson hafði smíðað Blíð í Gjábakkatúninu.<br> | |||
Þegar hann hafði lagt kjölinn í skipið, sett stefnin við og var með fyrsta umfarið, kom [[Kristín í Snarlahjalli|Kristín]], kona [[Sigurður í Snarlahjalli|Sigurðar]] í [[Snarlahjallur|Snarlahjalli]] til hans, þar sem hann var að vinnu sinni, og spurði hann, hvort hann væri að smíða líkkistu. ,,Ekki er líkkistulag á því,“ svaraði Eiríkur. „Þá ættirðu að taka kjölinn úr,“ sagði Kristín. En ekki gjörði hann það, enda tók hann ekki mark á orðum hennar. <br> | |||
3. [[Jón Eiríksson frá Gjábakka|Jón]], sonur Eiríks Hanssonar, 21 árs. <br> | |||
4. [[Rósinkranz Eiríksson frá Gjábakka|Rósinkranz]] á Vilborgarstöðum, annar sonur Eiríks, 18 ára gamall. <br> | |||
5. [[Guðni Guðmundsson smiður]] í [[Fagurlyst]], 38 ára. Var hann tengdasonur Eiríks, kvæntur [[Málfríður Eiríksdóttir frá Gjábakka|Málfríði]] dóttur hans. Bjó hún síðar um tíma með [[Ólafur Magnússon í Nýborg|Ólafi Magnússyni]] í [[Nýborg]], og áttu þau eitt barn saman. <br> | |||
6. [[Snjólfur Þorsteinsson vinnumaður|Snjólfur Þorsteinsson]], vinnumaður í [[Garðar|Görðum]], 22 ára. <br> | |||
7. [[Bjarni Magnússon bóndi á Kirkjubæ]], 55 ára. <br> | |||
8. [[Jósep Sveinsson vinnumaður|Jósep Sveinsson]] vinnumaður í [[Háigarður|Háagarði]], 21 árs. <br> | |||
9. Jón Guðmundsson, unglingur frá Núpakoti undir Eyjafjöllurn, óskilgetinn sonur [[Margrét Halldórsdóttir á Oddsstöðum|Margrétar Halldórsdóttur]], síðari konu [[Jón Þorgeirsson á Oddsstöðum|Jóns Þorgeirssonar]] bónda á [[Oddsstaðir|Oddsstöðum]]. <br> | |||
Hinir fjórir munu hafa verið landmenn, og er nú ókunnugt hverjir þeir voru. <br> | |||
Hannes var á bökkunum fyrir austan [[Skansinn]], þegar skipin sigldu austur sundið. Þeir, sem voru á Skansinum, sáu Blíð á hvolfi. Var hann rauðmálaður á botninn, svo að vel var hægt að greina hann í löðrinu. —<br> | Hannes var á bökkunum fyrir austan [[Skansinn]], þegar skipin sigldu austur sundið. Þeir, sem voru á Skansinum, sáu Blíð á hvolfi. Var hann rauðmálaður á botninn, svo að vel var hægt að greina hann í löðrinu. —<br> | ||
Skipin, sem snúið höfðu við, og eins þau, er hvergi fóru, lágu nóttina eftir úti undir Bjarnarey. Fóru þau ekki heimleiðis fyrri en undir miðdegi 27. febrúar. Var þá komið átta stiga frost. Fór Neptúnus síðastur og fékk hann siglingu heim. Hafði áttinni breytt, en síðari hluta dagsins var enn kominn suðvestan stormur með fjúki. Að kvöldi 26. febrúar hafði skipshöfnin á Najaden yfirgefið skipið, og farið öll yfir í Neptúnus, og var Najaden sleppt. Hafði skipshöfnin verið aðframkomin af vosbúð og kulda og matarleysi. Formaðurinn á skipinu, Ólafur Ketilsson, var mesti frískleikamaður, þó að hann væri allmjög drykkfelldur, en skipshöfnin var ákaflega léleg. Voru þeir flestir óvaningar úr Austursveitum, hin fyrsta vertíð sumra þeirra, að þremur mönnum undanteknum. [[N. N. Bryde|Níels Nicolaj Bryde]] átti Najaden og var útbúnaður allur lélegur, eins og títt var um kaupmannaskipin. Á þeim skipum var áhöfn venjulega samtíningur, því að menn voru tregir til að fara á þær fleytur. Einnig var skipið orðið gamalt og fornfálegt. Hafði það staðið uppi ónotað um sex ára skeið, vegna þess að það var talið ósjófært, en eitthvað hafði þó verið gjört við það undir vertíðina. Sú viðgjörð var samt ekki stórfelldari en svo, að [[Skipaábyrgðarfélag Vestmannaeyja|Skipaábyrgðarfélagið]] vildi ekki taka skipið til ábyrgðar þessa vertíð. Urðu málaferli út af því, en þeim lauk með þeim hætti, að félagið var sýknað með öllu af kröfum Bryde. —<br> | Skipin, sem snúið höfðu við, og eins þau, er hvergi fóru, lágu nóttina eftir úti undir Bjarnarey. Fóru þau ekki heimleiðis fyrri en undir miðdegi 27. febrúar. Var þá komið átta stiga frost. Fór Neptúnus síðastur og fékk hann siglingu heim. Hafði áttinni breytt, en síðari hluta dagsins var enn kominn suðvestan stormur með fjúki. Að kvöldi 26. febrúar hafði skipshöfnin á Najaden yfirgefið skipið, og farið öll yfir í Neptúnus, og var Najaden sleppt. Hafði skipshöfnin verið aðframkomin af vosbúð og kulda og matarleysi. Formaðurinn á skipinu, Ólafur Ketilsson, var mesti frískleikamaður, þó að hann væri allmjög drykkfelldur, en skipshöfnin var ákaflega léleg. Voru þeir flestir óvaningar úr Austursveitum, hin fyrsta vertíð sumra þeirra, að þremur mönnum undanteknum.<br> | ||
[[N. N. Bryde|Níels Nicolaj Bryde]] átti Najaden og var útbúnaður allur lélegur, eins og títt var um kaupmannaskipin. Á þeim skipum var áhöfn venjulega samtíningur, því að menn voru tregir til að fara á þær fleytur. Einnig var skipið orðið gamalt og fornfálegt. Hafði það staðið uppi ónotað um sex ára skeið, vegna þess að það var talið ósjófært, en eitthvað hafði þó verið gjört við það undir vertíðina. Sú viðgjörð var samt ekki stórfelldari en svo, að [[Skipaábyrgðarfélag Vestmannaeyja|Skipaábyrgðarfélagið]] vildi ekki taka skipið til ábyrgðar þessa vertíð. Urðu málaferli út af því, en þeim lauk með þeim hætti, að félagið var sýknað með öllu af kröfum Bryde. —<br> | |||
Um þetta leyti gengu venjulega á vertíðum nálægt tuttugu stórskip, sem Vestmannaeyingar og Landmenn áttu, en því voru ekki fleiri skip á sjó þennan dag, að Landsskip voru ekki öll komin út, og enn vantaði nokkra Eyjaformenn skipshafnir sínar af Landi. Komu þeir menn ekki fyrri en viku eftir útileguna.<br> | Um þetta leyti gengu venjulega á vertíðum nálægt tuttugu stórskip, sem Vestmannaeyingar og Landmenn áttu, en því voru ekki fleiri skip á sjó þennan dag, að Landsskip voru ekki öll komin út, og enn vantaði nokkra Eyjaformenn skipshafnir sínar af Landi. Komu þeir menn ekki fyrri en viku eftir útileguna.<br> | ||
Nálega viku síðar lá Símon frá Steinum aftur úti á Neptúnusi í ofsanorðanroki. Voru þeir Símon, Árni Diðriksson og Brynjólfur Halldórsson, þann dag á sjó austur af [[Stórhöfði|Stórhöfða]] á [[Klakkar|Klökkum]]. Hvessti þar á þá, og komust þeir upp undir [[Litlihöfði|Litlahöfða]]. Náðu þeir Árni og Brynjólfur heim við illan leik, en Símon gafst upp og hrakti suður fyrir Stórhöfða, og lá hann þar úti um nóttina. Daginn eftir var sama rok. Fór þá Lárus Jónsson, hreppstjóri, á Enok til hjálpar Símoni. Lét hann þá Símon fá fleiri árar, og bættu þeir keipum við á Neptúnus. Með landfallinu náðu þeir fyrir [[Ketilssker]], vestan við Stórhöfða, og komust í [[Höfðavík|Víkina]] og settu þar.<br> | Nálega viku síðar lá Símon frá Steinum aftur úti á Neptúnusi í ofsanorðanroki. Voru þeir Símon, Árni Diðriksson og Brynjólfur Halldórsson, þann dag á sjó austur af [[Stórhöfði|Stórhöfða]] á [[Klakkar|Klökkum]]. Hvessti þar á þá, og komust þeir upp undir [[Litlihöfði|Litlahöfða]]. Náðu þeir Árni og Brynjólfur heim við illan leik, en Símon gafst upp og hrakti suður fyrir Stórhöfða, og lá hann þar úti um nóttina. Daginn eftir var sama rok. Fór þá Lárus Jónsson, hreppstjóri, á Enok til hjálpar Símoni. Lét hann þá Símon fá fleiri árar, og bættu þeir keipum við á Neptúnus. Með landfallinu náðu þeir fyrir [[Ketilssker]], vestan við Stórhöfða, og komust í [[Höfðavík|Víkina]] og settu þar.<br> |
Útgáfa síðunnar 24. nóvember 2011 kl. 20:26
Frásögn Hannesar Jónssonar hafnsögumanns á Miðhúsum (f. 21. október 1852, d. 31. júlí 1937) :
Vertíðina 1869 var Hannes ráðinn hálfdrættingur á áttæringinn Gideon hjá Árna bónda Diðrikssyni í Stakkagerði. Fimmtudaginn 25. febrúar ætlaði Árni að draga út, og hafði þá fyrir nokkru sett Gideon í hróf, en veðrátta hafði verið mjög óstöðug, svo að sjaldan gaf á sjó. Drógu margir út þenn¬an dag, en áður höfðu dregið út þeir Jón Jónsson á Vilborgarstöðum, formaður fyrir sexæringnum Blíð og Árni Einarsson bóndi á Búastöðum, faðir Ingvars í Hólshúsi, sem þá var formaður með áttæringinn Langvinn. Þegar Hannes fór til skips um morguninn, datt hann á hólnum ofan við Naustin, þar sem fargögn skipanna voru geymd, ofan í krapableytu, svo að hann varð alveg gegndrepa. Snéri hann þá aftur heim að Nýjakastala til þess að hafa fataskipti, því óráðlegt þótti að hann færi blautur á sjóinn. Þegar hann hafði lokið því, fór hann aftur niður í Sand, en þá voru allir rónir eða komnir út á Botninn til þess að lesa útdráttarbænina, eins og venja var um þær mundir áður en lagt væri í fyrsta róðurinn á vertíðinni, nema Langvinnur. Kærði Hannes sig ekki um að fara með honum, því Árni var talinn mesta fiskifæla, þó að hann væri bæði gáfaður og duglegur maður. Sat Hannes því í landi um daginn. — Óvenju mikið sunnanbrim var um morguninn. Hafði verið stórviðri af haflandsuðri um nóttina, en um morguninn var komið logn, og var veður frostlaust. Var brimið svo mikið, að Leiðina tók af, og urðu menn að taka lagið út. Flest skipanna, sem á sjó fóru, leituðu suður í Flóann og suður undir Bót, nema þrjú skip, sem fóru norður og vestur fyrir Heimaey. Skömmu fyrir hádegi rauk upp með ofsaveður á hávestan. Voru sum skipanna þá komin aftur heim undir Leið. Höfðu menn ekki orðið fisks varir, enda illt að hemja sig fyrir brimi, og loftsútlit mjög ljótt. Árni Diðriksson var kominn inn undir Miðhúsaklett á Gideon.
Var rokið strax svo mikið, að þeir drógu ekki, enda fuku árarnar upp úr keipunum. Snéru þeir því undan veðrinu, og öll skipin, sem farið höfu suður með landi, og leituðu landvars austan við Bjarnarey. Sigldu flestir á árunum undan veðrinu. Á Najaden var reynt að setja upp segl, en mastrið brotnaði þegar niður við þóttu. Tvö af skipunum, sem farið höfðu vestur fyrir, voru komin vestur undir Örn, þegar veðrið skall á. Voru það þeir Brynjólfur Halldórsson bóndi í Norðurgarði, tengdafaðir Hannesar, formaður fyrir áttæringnum Áróru, og Guðmundur Erlendsson lóðs í London, sem stjórnaði áttæringnum Svan. Lentu þeir á Eiðinu, og var brimið þá ekki mikið þar, því það var enn suðlægt. En nokkru síðar, þegar vestanofsinn hafði staðið um stund, gekk sjór yfir Eiðið í ólögunum. Þegar þeir lentu, var þar fyrir Sigurður frá Brúnum undir Eyjafjöllum með skipshöfn sína til þess að hjálpa þeim við setninginn. Hafði hann ekki róið, vegna þess hve honum þótti loftsútlit ljótt og brimmikið í sjóinn. Var hann maður mjög naskur og veðurglöggur. Réri hann oft, þegar aðrir sátu í landi, og fekk gott sjóveður og sat stundum í landi, er aðrir réru, er tvísýnt þótti, og losnaði þannig var margan hrakninginn. Hann hafði sjóbúð í Grímshjalli fyrir skipshöfn sína, sem öll var af Landi, og var formaður fyrir sexæringnum Ísak. Guðmundur gekk frá Svan á Eiðinu, en Brynjólfur setti yfir það, og fór með skip sitt í Hrófin. Var veðurhæðin þá orðin svo mikil, að hann treysti sér ekki til að róa beint í Lækinn, heldur fór suður með Botni móts við Básasker, og hleypti þaðan undan vindi austur í Læk. Sogin í höfninni voru svo geysimikil, að við lá að þornaði í Læknum í útsogunum, og var sjór þó mikið aðfallinn. Þriðja skipið, sem vestur hafði farið, var komið að Lat, þegar veðrið skall á. Var það Símon Þorsteinsson frá Hólmum í Landeyjum á sexæringnum Dúfu. Snéri hann þegar við austur úr Faxasundi og leitaði skjóls í Faxabót. Hélzt hann þar skammt við og hélt austur með Yztakletti og flutti sig í Bóndabót. Lá hann þar úti um nóttina. Náði hann landi undir miðdegi næsta dag. Skipin, sem fóru austur fyrir Bjarnarey, leituðu skjóls í Haganefskróknum eða Haganefsbótinni, út af Skorunni.
Þessi tólf skip lágu þarna úti:
1. Áttæringurinn Haffrúin. Formaður á henni var Magnús Magnússon bóndi á Vilborgarstöðum.
2. Áttæringurinn Æolus, sem Bjarni Einarsson bóndi á Kirkjubæ var með.
3. Áttæringurinn Gideon. Formaður fyrir honum var Árni Diðriksson bóndi í Stakkagerði.
4. Áttæringurinn Neptúnus. Formaður á honum var Símon bóndi frá Steinum undir Eyjafjöllum.
5. Áttæringurinn Langvinnur. Árni Einnarsson bóndi á Búastöðum var formaður með hann.
6. Sexæringurinn Blíður. Formaður á honum var Jón Jónsson lóðs, bóndi á Vilborgarstöðum.
7. Áttæringurinn Mýrdælingur. Fyrir honum var Þorsteinn Jónsson hreppstjóri í Nýjabæ.
8. Áttæringurinn Najaden. Formaður á henni var Ólafur Ketilsson frá Bólstað í Mýrdal.
9. Áttæringurinn Enok. Formaður á honum var Lárus Jónsson hreppstjóri á Búastöðum.
10. Áttæringurinn Eyfellingur, sem Magnús Þorsteinsson bóndi á Rauðsbakka, bróðir Bjarna í Gvendarhúsi var með.
11. Ægir eða Farsæll, fjórróinn bátur. Formaður á honum var Jón Bjarnason bóndi á Oddsstöðum.
12. Sexæringurinn Farsæll. Formaður með hann var Oddur Pétursson, faðir Sigurðar í Skuld í Vestmannaeyjum, þá bóndi á Raufarfelli undir Eyjafjöllum, og var þetta fyrsti róður hans sem formanns.
Veðurhæðin hélzt hin sama alla nóttina og gekk með snjóhryðjum. Sátu menn undir árum og héldu skipunum í nokkurri fjarlægð frá berginu, á litlu svæði, og mundi þau hafa brotið hvert á öðru, ef ekki hefði verið tunglsljós milli hryðjanna. Brimið var svo mikið, að það gekk yfir Haganefið ofan í bótina. Var þessi nótt skelfileg fyrir alla, bæði á sjó og landi. Vissu menn ekki, hvort öll skipin hefði náð í landvar, og tvísýnt var, hvort menn mundi lifa af vosbúð útilegunnar og matarleysið. Var þá ekki venja að menn hefðu mat með sér á sjó í Vestmannaeyjum, og hélzt það enn lengi. Um nóttina yfirgaf skipshöfnin á smáferjunni Ægi bátinn og fór í eitt stórskipanna, en bátnum var sleppt. Varði hann sig ekki fyrir áföllum.
Þrír menn af þeirri skipshöfn þoldu ekki vosbúðina og kuldann, enda munu þeir hafa verið orðnir hraktir og blautir, er þeir loks yfirgáfu bátinn. Dóu þeir síðla nætur. Voru það allt menn miðaldra og meira. Voru það þeir Vigfús Magnússon tómthúsmaður í Hólshúsi, faðir Sigga Fúsasonar á Fögruvöllum, Jón Jónsson bóndi á Vilborgarstöðum, faðir Sigurðar á Löndum, en afi Kristins á Löndum, og Jón Guðmundsson vinnumaður á Kirkjubæ, ættaður undan Eyjafjöllum. Allt voru þetta giftir menn.
Daginn eftir, 26. febrúar, slotaði veðrinu nokkuð, er leið á daginn og snérist til suðvestanáttar, en frost var þá orðið fimm stig á Selsíusmæli. Undir miðdegi fór Brynjólfur Halldórsson á Áróru með þurran fatnað, mat og drykk handa útilegumönnunum. Voru frá hverju heimili búnir út bögglar með mat og fatnaði, og voru þeir merktir hverjum manni. Einnig voru sendar matvörur frá verzlununum og nokkuð af brennivíni. Hafði Brynjólfur einvalalið um borð. Valdi hann úr skipshöfnum þeim, sem landi höfðu náð, eða ekki verið á sjó. Þegar hann hafði komið öllu til skila, snéri hann heim aftur, því að landfallið var að byrja. Allmörg skipanna fóru samtímis Áróru heimleiðis, en þó munu Najaden og Neptúnus hafa legið kyrr. Sex þeirra náðu landi undir miðnætti og voru að berja allan daginn, svo var veðrið enn mikið. En þrjú, Blíður, Mýrdælingur og Langvinnur, urðu að snúa við austur fyrir Bjarnarey aftur. Höfðu þau tekið stefnu of norðarlega, svo að landfallið, sem var geysimikið, bar þau norður í strenginn norðan við Heimaey, og drógu þau ekki, þegar komið var úr misvindinu. Snéru þau þá undan og sigldu með snepli af seglinu austur úr sundinu milli Elliðaeyjar og Bjarnareyjar. Skammt frá Bjarnarey er boðinn Breki. Dýpi á honum er ekki nema um sjö faðmar. Féll hann í austur í þetta skipti, og man Hannes ekki til að það hafi komið fyrir nema einu sinni síðan. Kemur það ekki fyrir nema í óskaplegum aftökum.
Fast upp við Brekaflá, norðan á Bjarnarey, var miklu dýpra, og var venjulega farið ar, ef brim var í sjóinn og Breki uppi. Þar sigldu öll skipin og fór Jón lóðs á Blíð síðastur. Mýrdælingur og Langvinnur sluppu heilu og höldnu austur fyrir eyna, en brotið af Breka náði Blíð og hvolfdi hann umsvifalaust. Drukknaði Jón lóðs þar og öll skipshöfn hans, sem var þrettán manns. Voru það þessir menn:
1. Jón Jónsson lóðs á Vilborgarstöðum og var hann aðeins 26 ára gamall. Kona hans var Veigalín Eiríksdóttir frá Gjábakka, sem síðar giftist Jóni Guðmundssyni á Gjábakka. Jón lóðs var mesti efnismaður, en galsamikill. Hann hafði verið vinnumaður hjá Pétri Bjarnasen verzlunarstjóra í Garðinum, og fyrir áhrif frá honum mun hann hafa verið gjörður yfirlóðs, þó hann væri ungur. Hafði hann áður verið formaður með Neptúnus.
2. Eiríkur Hansson bóndi á Gjábakka, 53 ára gamall, tengdafaðir Jóns. Var hann mikill skipasmiður og hafði haustið fyrir smíðað Blíð. Var þetta önnur sjóferðin á skipinu, auk útdráttarróðursins.
Milli jóla og nýárs hafði Jón farið í eina hákarlegu á honum. Nokkru síðar (19. janúar) hafði átt að grípa til Blíðs til þess að bjarga Ellert Schram í Kokkhúsi og öðrum manni. Hvolfdi smáferju undir þeim á Leiðinni, þar sem þeir voru að ná æðarfugli, sem Ellert hafði skotið. Við setninginn brast svo í Blíð, að menn héldu að hann hefði brotnað og hurfu frá honum. Var þá hlaupið vestur í Hróf og Enok tekinn. Náðust báðir mennirnir, en annar var drukknaður í bátnum. Var það Eiríkur Runólfsson, sem nefndur var jarl. Þótti ekki einleikið og vita á illt, að Blíður varð ekki notaður við björgunina, vegna þess að hann reyndist síðar alveg óskemmdur. Fleira hafði og til komið, sem þótti vera bending um slysið. Guðmundur Björnsson í Nýjakastala, vinnumaður hjá Margréti móður Hannesar, sem róið hafði með Jóni á Neptúnusi og farið með honum í hákarlaleguna á Blíð um veturinn, sagðist ekki róa aftur með honum á því skipi. Ekki vildi hann gefa upp neinar ástæður fyrir því, en vel líkaði honum við Jón. Eiríkur Hansson hafði smíðað Blíð í Gjábakkatúninu.
Þegar hann hafði lagt kjölinn í skipið, sett stefnin við og var með fyrsta umfarið, kom Kristín, kona Sigurðar í Snarlahjalli til hans, þar sem hann var að vinnu sinni, og spurði hann, hvort hann væri að smíða líkkistu. ,,Ekki er líkkistulag á því,“ svaraði Eiríkur. „Þá ættirðu að taka kjölinn úr,“ sagði Kristín. En ekki gjörði hann það, enda tók hann ekki mark á orðum hennar.
3. Jón, sonur Eiríks Hanssonar, 21 árs.
4. Rósinkranz á Vilborgarstöðum, annar sonur Eiríks, 18 ára gamall.
5. Guðni Guðmundsson smiður í Fagurlyst, 38 ára. Var hann tengdasonur Eiríks, kvæntur Málfríði dóttur hans. Bjó hún síðar um tíma með Ólafi Magnússyni í Nýborg, og áttu þau eitt barn saman.
6. Snjólfur Þorsteinsson, vinnumaður í Görðum, 22 ára.
7. Bjarni Magnússon bóndi á Kirkjubæ, 55 ára.
8. Jósep Sveinsson vinnumaður í Háagarði, 21 árs.
9. Jón Guðmundsson, unglingur frá Núpakoti undir Eyjafjöllurn, óskilgetinn sonur Margrétar Halldórsdóttur, síðari konu Jóns Þorgeirssonar bónda á Oddsstöðum.
Hinir fjórir munu hafa verið landmenn, og er nú ókunnugt hverjir þeir voru.
Hannes var á bökkunum fyrir austan Skansinn, þegar skipin sigldu austur sundið. Þeir, sem voru á Skansinum, sáu Blíð á hvolfi. Var hann rauðmálaður á botninn, svo að vel var hægt að greina hann í löðrinu. —
Skipin, sem snúið höfðu við, og eins þau, er hvergi fóru, lágu nóttina eftir úti undir Bjarnarey. Fóru þau ekki heimleiðis fyrri en undir miðdegi 27. febrúar. Var þá komið átta stiga frost. Fór Neptúnus síðastur og fékk hann siglingu heim. Hafði áttinni breytt, en síðari hluta dagsins var enn kominn suðvestan stormur með fjúki. Að kvöldi 26. febrúar hafði skipshöfnin á Najaden yfirgefið skipið, og farið öll yfir í Neptúnus, og var Najaden sleppt. Hafði skipshöfnin verið aðframkomin af vosbúð og kulda og matarleysi. Formaðurinn á skipinu, Ólafur Ketilsson, var mesti frískleikamaður, þó að hann væri allmjög drykkfelldur, en skipshöfnin var ákaflega léleg. Voru þeir flestir óvaningar úr Austursveitum, hin fyrsta vertíð sumra þeirra, að þremur mönnum undanteknum.
Níels Nicolaj Bryde átti Najaden og var útbúnaður allur lélegur, eins og títt var um kaupmannaskipin. Á þeim skipum var áhöfn venjulega samtíningur, því að menn voru tregir til að fara á þær fleytur. Einnig var skipið orðið gamalt og fornfálegt. Hafði það staðið uppi ónotað um sex ára skeið, vegna þess að það var talið ósjófært, en eitthvað hafði þó verið gjört við það undir vertíðina. Sú viðgjörð var samt ekki stórfelldari en svo, að Skipaábyrgðarfélagið vildi ekki taka skipið til ábyrgðar þessa vertíð. Urðu málaferli út af því, en þeim lauk með þeim hætti, að félagið var sýknað með öllu af kröfum Bryde. —
Um þetta leyti gengu venjulega á vertíðum nálægt tuttugu stórskip, sem Vestmannaeyingar og Landmenn áttu, en því voru ekki fleiri skip á sjó þennan dag, að Landsskip voru ekki öll komin út, og enn vantaði nokkra Eyjaformenn skipshafnir sínar af Landi. Komu þeir menn ekki fyrri en viku eftir útileguna.
Nálega viku síðar lá Símon frá Steinum aftur úti á Neptúnusi í ofsanorðanroki. Voru þeir Símon, Árni Diðriksson og Brynjólfur Halldórsson, þann dag á sjó austur af Stórhöfða á Klökkum. Hvessti þar á þá, og komust þeir upp undir Litlahöfða. Náðu þeir Árni og Brynjólfur heim við illan leik, en Símon gafst upp og hrakti suður fyrir Stórhöfða, og lá hann þar úti um nóttina. Daginn eftir var sama rok. Fór þá Lárus Jónsson, hreppstjóri, á Enok til hjálpar Símoni. Lét hann þá Símon fá fleiri árar, og bættu þeir keipum við á Neptúnus. Með landfallinu náðu þeir fyrir Ketilssker, vestan við Stórhöfða, og komust í Víkina og settu þar.
Þessa vertíð var umhleypingasöm veðrátta og urðu hlutir aðeins milli 50—200, og þótti þó gott. Vertíðina 1868 var hin mesta ördeyða, sem komið hefur í Vestmannaeyjum, enda var þar þá hallæri og sultur fyrir hvers manns dyrum.
(Að nokkru eftir samtíma heimildum)