„Þorleifur Dolli Hjálmarsson (rafiðnfræðingur)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Þorleifur Dolli Hjálmarsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 29. júlí 2023 kl. 14:46

Þorleifur Dolli Hjálmarsson.

Þorleifur Hjálmarsson (Dolli) frá Grænuhlíð 2, rafvirki, rafiðnfræðingur fæddist 27. desember 1961 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Þorleifur Hjálmarsson frá Kúvíkum við Reykjarfjörð, Strandas., rafvirkjameistari, f. þar 15. desember 1927, d. 22. janúar 2011, og kona hans Kristín Björnsdóttir frá Bólstaðarhlíð, húsfreyja, f. 22. maí 1925, d. 24. apríl 2022.

Börn þeirra:
1. Hjálmfríður Ingibjörg Hjálmarsdóttir (Inga Fríða), Áshamri 16, húsfreyja, bæjarstarfsmaður, f. 2. apríl 1955 í Bólstaðarhlíð. Maður hennar Júlíus Valdimar Óskarsson.
2. Ólafur Hjálmarsson hagfræðingur, hagstofustjóri, f. 6. febrúar 1957 í Bólstaðarhlíð. Kona hans Sigríður Anna Einarsdóttir.
3. Þorleifur Dolli Hjálmarsson rafiðnfræðingur í Reykjavík, f. 27. desember 1961. Fyrrum sambúðarkona hans Ágústa Hulda Árnadóttir. Kona hans Sigurdís Harpa Arnarsdóttir.
4. Soffía Birna Hjálmarsdóttir húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 10. desember 1966. Sambúðarmaður hennar Sigurður Steinar Konráðsson.

Þorleifur lærði rafvirkjun í Iðnskólanum í Eyjum, lauk sveinsprófi 1983. Meistari hans var Brynjúlfur Jónatansson. Hann varð rafiðnfræðingur í Tækniskóla Íslands 1987.
Hann vann áður hjá Neista og Fiskimjölsverksmiðju Einars Sigurðssonar (FES), Haraldi og Sigurði sf., Rafteikningu hf., við hönnun og umsjón rafdreifikerfa. Hann stofnaði útibú frá Rafteikningu hf. í Eyjum 1992. Þorleifur hefur unnið að hönnun rafvirkja í margar stofnanir víða, í Eyjum og á fasta landinu.
Þau Ágústa Hulda hófu sambúð, eignuðust þrjú börn. Þau skildu.
Þau Sigurdís giftu sig 2009, eignuðust ekki börn saman

I. Sambúðarkona Þorleifs, (slitu), er Ágústa Hulda Árnadóttir matráðskona, f. 16. janúar 1962 í Eyjum.
Börn þeirra:
1. Hjálmar Þorleifsson rafvirki, f. 7. janúar 1995. Kona hans Bára Viðarsdóttir.
2. Árni Þorleifsson sundlaugarstarfsmaður, f. 7. janúar 1995. Sambúðarkona hans Agnes Sveinsdóttir.
3. Goði Þorleifsson í Miðstöðinni, f. 16. janúar 1997.

II. Kona Þorleifs, (25. september 2009), er Sigurdís Harpa Arnarsdóttir myndlistarmaður, f. 3. maí 1964.
Barn hennar Gunnar Ingi Eysteinsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.
  • Þorleifur Dolli.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.