Ólafur Hjálmarsson (hagfræðingur)
Ólafur Hjálmarsson, hagfræðingur, hagstofustjóri fæddist 6. febrúar 1957 í Bólstaðarhlíð.
Foreldrar hans Hjálmar Þorleifsson, rafvirkjameistari, f. 15. desember 1927, d. 22. janúar 2011, og kona hans Kristín Björnsdóttir, húsfreyja, f. 22. maí 1925, d. 24. apríl 2022.
Börn Kristínar og Hjálmars:
1. Hjálmfríður Ingibjörg Hjálmarsdóttir (Inga Fríða), Áshamri 16, húsfreyja, bæjarstarfsmaður, f. 2. apríl 1955 í Bólstaðarhlíð. Maður hennar Júlíus Valdimar Óskarsson.
2. Ólafur Hjálmarsson hagfræðingur, hagstofustjóri, f. 6. febrúar 1957 í Bólstaðarhlíð. Kona hans Sigríður Anna Einarsdóttir.
3. Þorleifur Dolli Hjálmarsson rafiðnfræðingur í Reykjavík, f. 27. desember 1961. Kona hans Sigurdís Harpa Arnarsdóttir.
4. Soffía Birna Hjálmarsdóttir húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 10. desember 1966. Fyrrum maður hennar Þorvaldur Tolli Ásgeirsson. Fyrrum sambúðarmaður hennar Sigurður Steinar Konráðsson.
Ólafur varð stúdent í Menntaskólanum á Laugarvatni 1978.
Hann lauk cand oecon-prófi frá viðskiptadeild Háskóla Íslands, þjóðhagskjarna, hagrannsóknasviði 1984, lauk mastersprófi (MA) í þjóðhagfræði með áherslu á fjármálamarkaði við York University í Toronto í Kanada 1986.
Hann var skrifstofustjóri Fjármálaráðs, sem er ætlað að leggja hlutlægt mat á stefnumörkun í ríkisfjármálum frá haustinu 2022 til 2024, er hann fór á eftirlaun.
Ólafur var Hagstofustjóri frá árinu 2008 til haustsins 2022, bar ábyrgð á rekstri og árangri stofnunarinnar, rannsókna- og spádeild, sem gerir þjóðhagsspár, mannauðsmál, áætlanagerð, stefnumótun og fjármál.
Hann var skrifstofustjóri fjárlagaskrifstofu í fjármálaráðuneytinu frá árinu 1999 til 2008, bar ábyrgð á gerð fjárlaga og tengdra mála.
Fulltrúi Íslands í stjórn Norræna fjárfestingabankans (NIB) 2006 til 2008.
Formaður stjórnar Nýja-Kaupþings tímabundið í nokkra mánuði eftir fall fjármálakerfisins haustið 2008.
Sérfræðingur og staðgengill skrifstofustjóra hjá fjármálaráðuneytinu 1992-1999.
Hagfræðingur hjá Vinnuveitendasambandi Íslands (nú Samtök atvinnulífsins) 1988-1992, þegar svonefndir Þjóðarsáttarsamningar voru gerðir.
Hagfræðingur hjá Fjárlaga- og hagsýslustofnun 1987-1988.
Sérfræðingur í byggingadeild menntamálaráðuneytis 1984 -1985.
Vann að sjálfstæðum verkefnum og rannsóknum 1983-1984, samhliða námi, m.a. á vegum Norræna hagrannsóknaráðsins.
Hefur verið í fjölda nefnda og starfshópa um efnahags- og ríkisfjármál á undanförnum áratugum, samninganefndum og stjórnum, svo sem í nefnd, sem undirbjó frumvarp til laga um opinber fjármál og í reikningsskilaráði. Hefur víðtæka reynslu af stjórnun, fjármálastjórn, stefnumótun, áætlanagerð og innleiðingu breytinga. Hefur borið ábyrgð á og fylgt eftir umbreytingarverkefnum við stjórnun stofnunar og verkefna, meðal annars upplýsingatæknikerfa.
Hann hefur tekið þátt í fjölda funda með alþjóðlegum matsfyrirtækjum og alþjóðastofnunum, sem fylgjast með íslenskum efnahagamálum. Hefur tekið virkan þátt í samstarfi Evrópusambandsins í hagskýrslugerð og í norrænu samstarfi hagstofa. Hefur verið fulltrúi Íslands í nefndum á vegum OECD um stjórn ríkisfjármála og tekið þátt í reglulegu samstarfi Norðurlanda í efnahags- og ríkisfjármálum.
Þau Sigríður Anna giftu sig, eignuðust tvö börn.
I. Kona Ólafs er Sigríður Anna Einarsdóttir, ættuð frá Ysta-Skála undir Eyjafjöllum, húsfreyja, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur, f. 19. september 1960. Foreldrar hennar Einar Sveinbjörnsson, f. 11. nóvember 1928, d. 11. júní 2004, og Vigdís Pálsdóttir, f. 15. desember 1934, d. 25. maí 1983.
Börn þeirra:
1. Vigdís Ólafsdóttir, efnaverkfræðingur BS, f. 19. júlí 1994. Sambúðarmaður hennar Sveinn Henrik Kristinsson.
2. Bjarni Ólafsson, hjúkrunarfræðingur, f. 11. apríl 1997.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Ólafur og Sigríður Anna.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.