Hjálmfríður Ingibjörg Hjálmarsdóttir (Inga Fríða)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hjálmfríður Ingibjörg Hjálmarsdóttir (Inga Fríða), húsfreyja, bæjarstarfsmaður fæddist 2. apríl 1955.
Foreldrar hennar Hjálmar Þorleifsson, rafvirkjameistari, f. 15. desember 1927, d. 22. janúar 2011, og kona hans Kristín Björnsdóttir, húsfreyja, f. 22. maí 1925, d. 24. apríl 2022.

Börn Kristínar og Hjálmars:
1. Hjálmfríður Ingibjörg Hjálmarsdóttir (Inga Fríða), Áshamri 16, húsfreyja, bæjarstarfsmaður, f. 2. apríl 1955 í Bólstaðarhlíð. Maður hennar Júlíus Valdimar Óskarsson.
2. Ólafur Hjálmarsson hagfræðingur, hagstofustjóri, f. 6. febrúar 1957 í Bólstaðarhlíð. Kona hans Sigríður Anna Einarsdóttir.
3. Þorleifur Dolli Hjálmarsson rafiðnfræðingur í Reykjavík, f. 27. desember 1961. Kona hans Sigurdís Harpa Arnarsdóttir.
4. Soffía Birna Hjálmarsdóttir húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 10. desember 1966. Fyrrum maður hennar Þorvaldur Tolli Ásgeirsson. Fyrrum sambúðarmaður hennar Sigurður Steinar Konráðsson.

Þau Júlíus Valdimar giftu sig, eignuðust tvö börn og Júlíus átti þrjú börn áður. Þau búa við Áshamar 16

I. Sambúðarmaður Ingu Fríðu er Júlíus Valdimar Óskarsson, sjómaður, f. 5. nóvember 1953. Foreldrar hans Óskar Margeir Beck Jónsson, verkstjóri, járnsmiður, f. 2. mars 1922, d. 20. júlí 1997, og Ásta Sigrún Hannesdóttir, húsfreyja, verkakona, f. 16. júlí 1920.
Börn þeirra:
1. Daði Júlíusson, f. 22. maí 1984.
2. Hjálmar Júlíusson, f. 27. maí 1992.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.