„Hafþór Guðjónsson (kennari)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Hafþór Guðjónsson''' frá Heiðarvegi 25, lífefnafræðingur, kennari fæddist þar 26. maí 1947.<br> Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson frá Stóru-Hildisey í A.-Landeyjum, vélstjóri, f. 1. september 1905, d. 4. mars 1994 og kona hans Marta Jónsdóttir frá Búðarhóls-Austurhjáleigu í A.-Landeyjum, húsfreyja, f. 6. maí 1905, d. 27. ágúst 1957. Börn Mörtu og Guðjóns:<br> 1. [...)
 
m (Verndaði „Hafþór Guðjónsson (kennari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 3. júní 2023 kl. 18:15

Hafþór Guðjónsson frá Heiðarvegi 25, lífefnafræðingur, kennari fæddist þar 26. maí 1947.
Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson frá Stóru-Hildisey í A.-Landeyjum, vélstjóri, f. 1. september 1905, d. 4. mars 1994 og kona hans Marta Jónsdóttir frá Búðarhóls-Austurhjáleigu í A.-Landeyjum, húsfreyja, f. 6. maí 1905, d. 27. ágúst 1957.

Börn Mörtu og Guðjóns:
1. Jón Valgarð Guðjónsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 8. október 1931, d. 28. nóvember 2005. Kona hans Guðlaug Sigríður Gunnarsdóttir.
2. Addý Jóna Guðjónsdóttir húsfreyja, starfsmaður Hollustuverndar, f. 5. apríl 1935, d. 12. ágúst 2010. Maður hennar Hallgrímur Garðarsson.
3. Hafþór Guðjónsson lífefnafræðingur, kennari, f. 26. maí 1947. Fyrrum kona hans Þórunn Ólý Óskarsdóttir. Kona hans Þorgerður Hlöðversdóttir.

Hafþór var með foreldrum sínum, á Heiðarvegi 25.
Hann lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1963, varð stúdent í menntaskólanum í Reykjavík 1967. Hann lærði efnafræði í Ósló, lauk B.Sc.-prófi þar 1974, lauk M.Sc.-prófi í lífefnafræði í Tromsö 1976, lauk námi í kennslufræðum og doktorsprófi í Vancouver í Bresku Columbíu í Kanada 2002.
Hafþór kenndi í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1967-1968. Hann vann ýmis störf í Stavanger í Noregi 1976 -1977, vann á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands til sumars 1979, kenndi efnafræði í Menntaskólanum við Sund til 1997. Hann kenndi í Kennaraháskóla Íslands (á menntavísindasviði H.Í.) 2000-2020.
Þau Þórunn giftu sig 1967, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Þau Þorgerður giftu sig 1986, eignuðust ekki börn saman, en Hafþór fóstraði barn hennar.

I. Kona Hafþórs, (26. maí 1967, skildu), er Þórunn Ólý Óskarsdóttir frá Sólhlíð 6 félagsráðgjafi, f. 11. nóvember 1947.
Barn þeirra:
1. Ásta Hafþórsdóttir gervahönnður við kvikmyndir í Ósló, f. 5. desember 1967, ógift.

II. Kona Hafþórs, (6. júní 1986), er Þorgerður Hlöðversdóttir frá Siglufirði, f. 3. ágúst 1955.
Barn hennar og fósturbarn Hafþórs er
2. Kjartan Orri Jónsson trésmiður, rafeindafræðingur, f. 21. júní 1977. Kona hans Sigrún Ásgeirsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.