Marta Jónsdóttir (Heiðarvegi 25)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Marta Jónsdóttir frá Búðarhóls-Austurhjáleigu í A.-Landeyjum (Hólavatni), húsfreyja fæddist 6. maí 1905 og lést 27. ágúst 1957.
Foreldrar hennar voru Jón Guðmundsson bóndi, síðar í Eyjum, f. 18. október 1878 í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum, d. 24. júlí 1953, og kona hans Valgerður Gestsdóttir húsfreyja, síðar í Eyjum, f. 17. september 1870 í Króki í Meðallamdi, d. 20. janúar 1955.

Börn Valgerðar og Jóns í Eyjum voru:
1. Marta Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. maí 1905, d. 27. ágúst 1957. Maður hennar var Guðjón Jónsson vélstjóri.
2. Magnea Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. mars 1911, d. 31. desember 1991. Maður hennar Hans Pétur Andersen vélstjóri, útgerðarmaður.

Marta var með foreldrum sínum í æsku.
Hún fluttist til Eyja 1930, bjó með Guðjóni á Hallormsstað við Brekastíg 11A í lok árs 1930. Þau eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Hjalteyri við Vesturveg 13B 1940, í Drífanda við Bárustíg 2 1945. Þau byggðu húsið við Heiðarveg 25 og bjuggu þar síðast.
Marta lést 1957 og Guðjón 1994.

I. Maður Mörtu var Guðjón Jónsson vélstjóri, f. 1. september 1905 í Stóru-Hildisey í A.-Landeyjum, d. 4. mars 1994.
Börn þeirra:
1. Jón Valgarð Guðjónsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 8. október 1931, d. 28. nóvember 2005. Kona hans Guðlaug Sigríður Gunnarsdóttir.
2. Addý Jóna Guðjónsdóttir húsfreyja, starfsmaður Hollustuverndar, f. 5. apríl 1935, d. 12. ágúst 2010. Maður hennar Hallgrímur Garðarsson.
3. Hafþór Guðjónsson lífefnafræðingur, kennari, f. 26. maí 1947. Fyrrum kona hans Þórunn Ólý Óskarsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.