Þórunn Ólý Óskarsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Þórunn Ólý Óskarsdóttir.

Þórunn Ólý Óskarsdóttir frá Sólhlíð 6, húsfreyja, félagsráðgjafi fæddist þar 11. nóvember 1947.
Foreldrar hennar voru Óskar Jónsson sjómaður, útgerðarmaður, útgerðarstjóri, f. 4. desember 1906 í Hallgeirsey í A.-Landeyjum, d. 8. desember 1988, og kona hans Ásta Jónsdóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1911 í Hlíð, d. 12. febrúar 1986.

Börn Ástu og Óskars:
1. Guðrún Lísa Óskarsdóttir kennari, f. 1. janúar 1936 í Hlíð.
2. Þórunn Ólý Óskarsdóttir félagsráðgjafi, f. 11. nóvember 1947 í Sólhlíð 6.

Þórunn var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1963, varð stúdent í Menntaskólanum á Laugarvatni 1967, nam félagsráðgjöf í Stavanger í Noregi og lauk náminu 1977.
Þórunn var forstöðumaður unglingasmiðjunnar Tröð í Reykjavík í 25 ár.
Þau Hafþór giftu sig 1967, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau bjuggu á Heiðarvegi 25 við Gos 1973, bjuggu í Noregi í nokkur ár. Þau skildu. Þórunn býr í Reykjavík.

1. Maður Þórunnar, (26. maí 1967, skildu), er Hafþór Guðjónsson lífefnafræðingur, kennari f. 26. maí 1947.
Barn þeirra:
1. Ásta Hafþórsdóttir gervahönnður við kvikmyndir í Ósló, f. 5. desember 1967, ógift.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.