Guðjón Jónsson (vélstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Guðjón Jónsson


Guðjón

Guðjón Jónsson fæddist 1. september 1905 og lést 4. mars 1994. Hann var sonur hjónanna Árnýjar Oddsdóttur og Jóns Vigfússonar frá Stóru-Hildisey, Landeyjum. Hann flutti til Vestmannaeyja árið 1927 og byrjaði þá til sjós. Fyrst var hann háseti en síðan vélstjóri og varð vélgæsla hans ævistarf. Hann var vélstjóri á Skaftfellingi. Um tíma vann hann í Vélsmiðjunni Magna. Í mörg ár vann Guðjón í Vinnslustöðinni og hætti þar að lokum vegna aldurs.

Árið 1959 keyptu Guðjón bát með syni sínum Jóni Valgarði. Þeir nefndu bátinn Hafþór Guðjónsson VE-265 og gerðu þeir hann út í fjögur ár.


Eiginkona Guðjóns hét Marta Jónsdóttir og byggðu þau sér húsið við Heiðarveg 25. Börn Mörtu og Guðjóns eru: Jón Valgarð, fæddur 8. október 1931, Addý Jóna, fædd 5. apríl 1935, og Hafþór, fæddur 26. maí 1947.

Árið 1957 lést Marta, aðeins 52 ára gömul. Guðjón kvæntist ekki aftur og bjó á Heiðarvegi 25 þar til hann flutti á Hraunbúðir árið 1991.

Sjá einnig Blik 1969/Á Grænlandsmiðum, frásögn Guðjóns Jónssonar.

Myndir


Heimildir

  • Minningargreinar um Guðjón í Morgunblaðinu.