„Kristín Ólafsdóttir (Sandi)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Kristín Ólafsdóttir''' á Sandi við Strandveg 63 og víðar, húsfreyja, verkalýðsforingi fæddist 18. febrúar 1901 í Ólafsvík og lést 5. ágúst 1959. <br>Foreldrar hennar voru Ólafur Árni Bjarnason bóndi, sjómaður, f. 30. mars 1858 í Ólafsvík, d. 12. maí 1930, og kona hans Katrín Hjálmarsdóttir húsfreyja, f. 19. ágúst 1868 í Tungu við Stykkishólm, d. 24. mars 1928.<br> Kristín var með foreldrum sínum í æsku.<br> Hún var í f...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 2: | Lína 2: | ||
Kristín var með foreldrum sínum í æsku.<br> | Kristín var með foreldrum sínum í æsku.<br> | ||
Hún var í fylkingarbrjósti í verkalýðsbaráttunni í Vestmannaeyjum, var ein af stofnendum Verkakvennafélagsins Snótar og fyrsti formaður félagsins. Eftir að fjölskyldan flutti til Reykjavíkur hélt Kristín áfram að starfa fyrir Alþýðuflokkinn og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á vegum hans.<br> | Hún var í fylkingarbrjósti í verkalýðsbaráttunni í Vestmannaeyjum, var ein af stofnendum [[Verkakvennafélagið Snót|Verkakvennafélagsins Snótar]] og fyrsti formaður félagsins. Eftir að fjölskyldan flutti til Reykjavíkur hélt Kristín áfram að starfa fyrir Alþýðuflokkinn og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á vegum hans.<br> | ||
Þau Guðlaugur giftu sig 1922, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í [[Skógar|Skógum við Bessastíg 8]], í [[Nikhóll|Nikhól við Hásteinsveg 38]], í [[Langi-Hvammur|Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41]], á [[Sandur|Sandi við Strandveg 63]], á [[Breiðablik]]i, í [[Hjarðarholt|Hjarðarholti við Vestmannabraut 69]], fóru þaðan 1941, fluttu til Reykjavíkur.<br> | Þau Guðlaugur giftu sig 1922, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í [[Skógar|Skógum við Bessastíg 8]], í [[Nikhóll|Nikhól við Hásteinsveg 38]], í [[Langi-Hvammur|Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41]], á [[Sandur|Sandi við Strandveg 63]], á [[Breiðablik]]i, í [[Hjarðarholt|Hjarðarholti við Vestmannabraut 69]], fóru þaðan 1941, fluttu til Reykjavíkur.<br> | ||
Kristín lést 1959 og Guðlaugur 1972. | Kristín lést 1959 og Guðlaugur 1972. |
Útgáfa síðunnar 4. mars 2023 kl. 17:06
Kristín Ólafsdóttir á Sandi við Strandveg 63 og víðar, húsfreyja, verkalýðsforingi fæddist 18. febrúar 1901 í Ólafsvík og lést 5. ágúst 1959.
Foreldrar hennar voru Ólafur Árni Bjarnason bóndi, sjómaður, f. 30. mars 1858 í Ólafsvík, d. 12. maí 1930, og kona hans Katrín Hjálmarsdóttir húsfreyja, f. 19. ágúst 1868 í Tungu við Stykkishólm, d. 24. mars 1928.
Kristín var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var í fylkingarbrjósti í verkalýðsbaráttunni í Vestmannaeyjum, var ein af stofnendum Verkakvennafélagsins Snótar og fyrsti formaður félagsins. Eftir að fjölskyldan flutti til Reykjavíkur hélt Kristín áfram að starfa fyrir Alþýðuflokkinn og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á vegum hans.
Þau Guðlaugur giftu sig 1922, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Skógum við Bessastíg 8, í Nikhól við Hásteinsveg 38, í Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41, á Sandi við Strandveg 63, á Breiðabliki, í Hjarðarholti við Vestmannabraut 69, fóru þaðan 1941, fluttu til Reykjavíkur.
Kristín lést 1959 og Guðlaugur 1972.
I. Maður Kristínar, (1922), var Guðlaugur Gíslason frá Stykkishólmi, úrsmiður, f. 20. maí 1896, d. 5. apríl 1972.
Börn þeirra:
1. Gísli Gunnar Guðlaugsson fulltrúi, síðast í Reykjavík, f. 17. febrúar 1923 í Skógum, d. 22. desember 1992. Kona hans Guðrún Guðmundsdóttir, látin.
2. Elsa Kristín Guðlaugsdóttir húsfreyja, starfsmaður í mötuneyti, f. 26. mars 1924 í Nikhól, d. 28. júlí 2005. Maður hennar Birgir Helgason, látinn.
3. Ólína Bjarna Guðlaugsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. júní 1925 í Hjarðarholti, d. 1. nóvember 1979. Fyrri maður hennar Hilmar Emil Jóhannesson, látinn. Síðari maður hennar Helgi Arnlaugsson, látinn.
4. Karl Ólafur Guðlaugsson úrsmiður, kaupmaður, vann við stöðumælaviðgerðir hjá Reykjavíkurborg, f. 3. september 1926 í Langa-Hvammi, d. 22. apríl 1999. Kona hans Sigurdís Halldóra Erlendsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Gullsmiðatal 1991. Félag íslenskra gullsmiða. Ritstjóri Stefán B. Stefánsson o.fl.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.