Ólína Bjarna Guðlaugsdóttir
Ólína Bjarna Guðlaugsdóttir húsfreyja fæddist 26. júní 1925 í Hjarðarholti og lést 1. nóvember 1979.
Foreldrar hennar voru Guðlaugur Gíslason úrsmiður, f. 20. maí 1896 í Stykkishólmi, d. 5. apríl 1972, og kona hans Kristín Ólafsdóttir húsfreyja, verkalýðsleiðtogi, f. 18. febrúar 1901 í Ólafsvík, d. 5. ágúst 1959.
Börn Kristínar og Guðlaugs:
1. Gísli Gunnar Guðlaugsson fulltrúi, síðast í Reykjavík, f. 17. febrúar 1923 í Skógum, d. 22. desember 1992. Kona hans Guðrún Guðmundsdóttir, látin.
2. Elsa Kristín Guðlaugsdóttir húsfreyja, starfsmaður í mötuneyti, f. 26. mars 1924 í Nikhól, d. 28. júlí 2005. Maður hennar Birgir Helgason, látinn.
3. Ólína Bjarna Guðlaugsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. júní 1925 í Hjarðarholti, d. 1. nóvember 1979. Fyrri maður hennar Hilmar Emil Jóhannesson, látinn. Síðari maður hennar Helgi Arnlaugsson, látinn.
4. Karl Ólafur Guðlaugsson úrsmiður, kaupmaður, vann við stöðumælaviðgerðir hjá Reykjavíkurborg, f. 3. september 1926 í Langa-Hvammi, d. 22. apríl 1999. Kona hans Sigurdís Halldóra Erlendsdóttir.
Ólína var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Reykjavíkur 1941.
Þau Hilmar giftu sig, eignuðust eitt barn, en hann fórst með togaranum Max Pemperton áður en barnið fæddist.
Þau Helgi giftu sig 1946, eignuðust fjögur börn.
Ólína lést 1979 og Helgi 2019.
I. Maður Ólínu var Hilmar Emil Jóhannesson sjómaður, kyndari, f. 4. mars 1924, fórst með togaranum Max Pemperton 11. janúar 1944. Foreldrar hans voru Jóhannes Gísli Brynjólfsson, f. 25. september 1896, d. 12. apríl 1988, og Gestfríður Ingveldur Ólafsdóttir, f. 29. maí 1895, d. 22. september 1947.
Barn þeirra:
1. Hildur Emilía Hilmarsdóttir, f. 13. febrúar 1944.
II. Maður Ólínu, (1946), var Helgi Arnlaugsson skipasmiður, f. 17. mars 1923 á Akurgerði í Reykjavík, d. 15. september 2019. Foreldrar hans voru Arnlaugur Ólafsson bóndi í Haga við Hofsvallagötu í Reykjavík, f. 8. ágúst 1888 á Gerðum í Flóa, d. 2. september 1971, og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 6. september 1884 á Múlastöðum í Flókadal, Borg., d. 6. ágúst 1943.
Börn þeirra:
2. Kristinn Helgason múrarameistari, býr í Thailandi, f. 5. mars 1947. Fyrrum kona hans Birna Björnsdóttir. Kona hans Maneerat Anutai.
3. Arnlaugur Helgason markaðsstjóri, f. 2. september 1955. Kona hans Anna Birgitta Bóasdóttir.
4. Guðrún Helgadóttir skrifstofumaður, f. 2. september 1955. Maður hennar Ómar Garðarsson.
5. Elsa Kristín Helgadóttir skrifstofumaður, f. 20. mars 1964. Maður hennar Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 23. september 2019. Minning Helga Arnlaugssonar.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.