Karl Ólafur Guðlaugsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Karl Ólafur Guðlaugsson úrsmiður fæddist 3. september 1926 í Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41 og lést 22. apríl 1999 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Guðlaugur Gíslason úrsmiður, f. 20. maí 1896 í Stykkishólmi, d. 5. apríl 1972, og kona hans Kristín Ólafsdóttir húsfreyja, verkalýðsleiðtogi, f. 18. febrúar 1901 í Ólafsvík, d. 5. ágúst 1959.

Börn Kristínar og Guðlaugs:
1. Gísli Gunnar Guðlaugsson fulltrúi, síðast í Reykjavík, f. 17. febrúar 1923 í Skógum, d. 22. desember 1992. Kona hans Guðrún Guðmundsdóttir, látin.
2. Elsa Kristín Guðlaugsdóttir húsfreyja, starfsmaður í mötuneyti, f. 26. mars 1924 í Nikhól, d. 28. júlí 2005. Maður hennar Birgir Helgason, látinn.
3. Ólína Bjarna Guðlaugsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. júní 1925 í Hjarðarholti, d. 1. nóvember 1979. Fyrri maður hennar Hilmar Emil Jóhannesson, látinn. Síðari maður hennar Helgi Arnlaugsson, látinn.
4. Karl Ólafur Guðlaugsson úrsmiður, kaupmaður, vann við stöðumælaviðgerðir hjá Reykjavíkurborg, f. 3. september 1926 í Langa-Hvammi, d. 22. apríl 1999. Kona hans Sigurdís Halldóra Erlendsdóttir.

Karl var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Reykjavíkur 1941. Hann vann ýmis fiskvinnslustörf í Eyjum, varð síðar einn af Útlagaflokki Eyjaskáta í Reykjavík .
Hann lærði úrsmiðaiðn hjá föður sínum og vann á úrsmíðavinnustofu hans, fyrst að Laugavegi 63, síðar stofnuðu þeir úra- og skartgripaverslun að Laugavegi 65. Þar vann Karl til 1966, en þá hóf hann störf verktaka hjá Reykjavíkurborg við viðgerðir stöðumæla og 1979 varð hann fastur starfsmaður hjá borgarverkfræðingi. Þar vann hann til 1995, en hætti vegna veikinda.
Þau Sigurdís giftu sig 1947, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Miðtúni og á Laugateigi 5, síðar á Langholtsvegi og á Garðaflöt 1 í Garðabæ, en að síðustu á Suðurvangi 15 í Hafnarfirði.
Karl lést 1999.

I. Kona Karls, (27. september 1947), er Sigurdís Halldóra Erlendsdóttir húsfreyja, f. 8. mars 1929. Foreldrar hennar voru Erlendur Jónsson frá Bakka á Seltjarnarnesi, verkamaður, f. 30. mars 1891, d. 7. október 1933, og Pálína Sigurðardóttir frá Grjótlæk við Stokkseyri, húsfreyja, f. 5. júní 1894, d. 18. febrúar 1981.
Börn þeirra:
1. Guðlaugur Kristinn Karlsson múrarameistari, f. 11. janúar 1947, d. 21. október 2010. Kona hans Elísabet Sigvaldadóttir.
2. Erlendur Páll Karlsson, f. 8. janúar 1950. Kona hans Helga Sigrún Sveinsdóttir.
3. Gísli Karl Karlsson, f. 10. október 1956. Barnsmóðir hans Bylgja Helgadóttir.
4. Linda Björk Karlsdóttir, f. 20. júlí 1961. Maður hennar Marcelo Eguilus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.