„Þorvaldur Örn Vigfússon (Holti)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 20: Lína 20:
Þorvaldur var með foreldrum sínum í æsku, en faðir hans lést, er Þorvaldur var fjórtán ára.<br>
Þorvaldur var með foreldrum sínum í æsku, en faðir hans lést, er Þorvaldur var fjórtán ára.<br>
Hann lauk gagnfræðaprófi í [[Gagnfræðaskólinn í Vestmannaeyjum|Gagnfræðaskólanum]] 1946, varð húsgagnasmíðameistari.<br>
Hann lauk gagnfræðaprófi í [[Gagnfræðaskólinn í Vestmannaeyjum|Gagnfræðaskólanum]] 1946, varð húsgagnasmíðameistari.<br>
Þorvaldur Örn vann hjá Smið h.f., en stofnaði fyrirtækið Nýja Kompaníið með nokkrum félögum sínum 1956. Það ráku þeir til 1974, en þá stofnuðu þeir [[Einar M. Erlendsson|Einar Erlendsson]] fyrirtækið Þorvaldur og Einar og ráku verkstæði og húsgagnaverslun til 1992.<br>
Þorvaldur Örn vann hjá Smið h.f., en stofnaði fyrirtækið Nýja Kompaníið með nokkrum félögum sínum 1956. Það ráku þeir til 1974, en þá stofnuðu þeir [[Einar Erlendsson (húsgagnasmiður)|Einar Erlendsson]] fyrirtækið Þorvaldur og Einar og ráku verkstæði og húsgagnaverslun til 1992.<br>
Þorvaldur sat í byggingarnefnd um nokkurt skeið og í prófnefnd í húsgagnasmíði.<br>
Þorvaldur sat í byggingarnefnd um nokkurt skeið og í prófnefnd í húsgagnasmíði.<br>
Þau Ásta giftu sig 1953, eignuðust  sex börn. Þau byggðu húsið við [[Hólagata|Hólagötu 43]] og bjuggu þar lengi, en fluttu til Reykjavíkur á síðasta tugi síðustu aldar. Þau bjuggu þar síðast að Vættaborgum 6. <br>
Þau Ásta giftu sig 1953, eignuðust  sex börn. Þau byggðu húsið við [[Hólagata|Hólagötu 43]] og bjuggu þar lengi, en fluttu til Reykjavíkur á síðasta tugi síðustu aldar. Þau bjuggu þar síðast að Vættaborgum 6. <br>

Útgáfa síðunnar 18. nóvember 2022 kl. 16:39

Þorvaldur Örn Vigfússon.

Þorvaldur Örn Vigfússon (Bói í Holti) frá Holti, húsgagnasmíðameistari fæddist þar 24. janúar 1929.
Foreldrar hans voru Vigfús Jónsson frá Túni, formaður og útgerðarmaður í Holti, f. 14. júní 1872 í Túni, d. 26. apríl 1943, og sambýliskona hans Valgerður Jónsdóttir frá Þorgrímsstöðum í Ölfusi, húsfreyja, f. þar 6. apríl 1891, d. 17. nóvember 1969.

Börn Vigfúsar og fyrri konu hans Guðleifar Guðmundsdóttur:
1. Guðrún húsfreyja, f. 27. september 1901. Hún giftist dönskum manni og bjó í Danmörku.
2. Sigríður Dagný húsfreyja, f. 15. september 1903, d. 5. október 1994.
3. Guðmundur skipstjóri og útgerðarmaður, f. 10. febrúar 1906, d. 6. október 1997.
4. Jón vélstjóri og útgerðarmaður, f. 22. júlí 1907, d. 9. september 1999.
5. Þórdís húsfreyja, f. 29. júlí 1912, d. 15. desember 2004.
6. Guðlaugur útgerðarmaður, f. 16. júlí 1916, d. 27. apríl 1989.
7. Axel (Púlli) öryrki, f. 16. október 1918, d. 16. október 2001.
8. Barn, sem dó nokkru eftir fæðingu.
Börn Vigfúsar og síðari konu hans Valgerðar Jónsdóttur:
9. Þorvaldur Örn húsgagnasmíðameistari, f. 24. janúar 1929, d. 16. september 2002.
10. Guðleif húsfreyja, f. 13. júlí 1926, d. 27. september 2013.
Dóttir Valgerðar:
11. Þórdís Hansdóttir Erlendsson, f. 1. maí 1915, d. 9. maí 2005.

Þorvaldur var með foreldrum sínum í æsku, en faðir hans lést, er Þorvaldur var fjórtán ára.
Hann lauk gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1946, varð húsgagnasmíðameistari.
Þorvaldur Örn vann hjá Smið h.f., en stofnaði fyrirtækið Nýja Kompaníið með nokkrum félögum sínum 1956. Það ráku þeir til 1974, en þá stofnuðu þeir Einar Erlendsson fyrirtækið Þorvaldur og Einar og ráku verkstæði og húsgagnaverslun til 1992.
Þorvaldur sat í byggingarnefnd um nokkurt skeið og í prófnefnd í húsgagnasmíði.
Þau Ásta giftu sig 1953, eignuðust sex börn. Þau byggðu húsið við Hólagötu 43 og bjuggu þar lengi, en fluttu til Reykjavíkur á síðasta tugi síðustu aldar. Þau bjuggu þar síðast að Vættaborgum 6.
Þorvaldur Örn lést 2002 og Ásta 2012.

I. Kona Þorvaldar Arnar, (25. maí 1953), var Ásta Þorvarðardóttir frá Siglufirði, húsfreyja, f. 17. júlí 1929, d. 13. febrúar 2016.
Börn þeirra:
1. Guðrún Linda Þorvaldsdóttir, f. 3. janúar 1953.
2. Valgerður Þorvaldsdóttir húsfreyja, f. 10. júní 1955. Maður hennar Ola K. Nå.
3. Þorvarður Vigfús Þorvaldsson húsgagna- og húsasmíðameistari, f. 20. nóvember 1956, d. 9. janúar 2015. Kona hans Guðrún Bjarný Ragnarsdóttir.
4. Jóhanna Erla Þorvaldsdóttir, f. 25. september 1960. Sambýlismaður hennar Sigurður Guðmundsson.
5. Hannes Þorvaldsson, f. 6. júní 1969. Kona hans Anna M. Sívertsen.
6. Björk Þorvaldsdóttir, f. 31. desember 1973. Maður hennar Hjalti Erdmann Sveinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.