„Georg Skæringsson (Vegbergi)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 32: | Lína 32: | ||
1. [[Kristín Georgsdóttir (Vegbergi)|Kristín Georgsdóttir]] húsfreyja, umboðsmaður, f. 14. nóvember 1939. Maður hennar [[Ólafur Oddur Sveinbjörnsson]], látinn.<br> | 1. [[Kristín Georgsdóttir (Vegbergi)|Kristín Georgsdóttir]] húsfreyja, umboðsmaður, f. 14. nóvember 1939. Maður hennar [[Ólafur Oddur Sveinbjörnsson]], látinn.<br> | ||
2. [[Sigurður Georgsson (skipstjóri)|Sigurður Georgsson]] skipstjóri, f. 1. mars 1941. Kona hans [[Guðný Fríða Einarsdóttir]].<br> | 2. [[Sigurður Georgsson (skipstjóri)|Sigurður Georgsson]] skipstjóri, f. 1. mars 1941. Kona hans [[Guðný Fríða Einarsdóttir]].<br> | ||
3. [[Þráinn Einarsson]] skrifstofustjóri, f. 20. nóvember 1942. Kona hans [[Svava Jónsdóttir (Látrum)|Svava Sigríður Jónsdóttir]]. Hann varð kjörsonur Einars Skæringssonar og Guðríðar Konráðsdóttur.<br> | 3. [[Þráinn Einarsson (Baldurshaga)|Þráinn Einarsson]] skrifstofustjóri, f. 20. nóvember 1942. Kona hans [[Svava Sigríður Jónsdóttir (Látrum)|Svava Sigríður Jónsdóttir]]. Hann varð kjörsonur [[Einar Skæringsson|Einars Skæringssonar]] og [[Guðríður Konráðsdóttir|Guðríðar Konráðsdóttur]].<br> | ||
4. [[Skæringur Georgsson]] húsasmiður, skrifstofumaður, f. 2. maí 1944. Kona hans [[Sigrún Óskarsdóttir]].<br> | 4. [[Skæringur Georgsson]] húsasmiður, skrifstofumaður, f. 2. maí 1944. Kona hans [[Sigrún Óskarsdóttir]].<br> | ||
5. [[Vignir Georgsson]] stúdent, f. 6. maí 1946, d. 25. apríl 1968.<br> | 5. [[Vignir Georgsson]] stúdent, f. 6. maí 1946, d. 25. apríl 1968.<br> |
Útgáfa síðunnar 10. desember 2022 kl. 10:57
Georg Skæringsson frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, verkamaður, síðar húsvörður fæddist þar 30. ágúst 1915 og lést 16. mars 1988 á Vífilsstöðum.
Foreldrar hans voru Skæringur Sigurðsson bóndi, f. þar 14. mars 1886, d. 27. febrúar 1973, og kona hans Kristín Ámundadóttir frá Bjólu í Djúpárhreppi, Rang., húsfreyja, f. þar 13. apríl 1886, d. 26. september 1932.
Börn Kristínar og Skærings:
1. Sigríður Skæringsdóttir, f. 31. mars 1907, d. 26. janúar 1908.
2. Sigurþór Skæringsson bóndi á Rauðafelli, síðar verkamaður í Þorlákshöfn, f. 6. júlí 1909, d. 1. desember 2001. Kona hans Bergþóra Auðunsdóttir.
3. Aðalbjörg Skæringsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 23. mars 1911, d. 28. maí 1997. Maður hennar Hermann Guðjónsson.
4. Einar Skæringsson verkamaður í Eyjum, síðar í Reykjavík, f. 16. júní 1912, d. 10. mars 2004. Kona hans Guðríður Konráðsdóttir.
5. Ásta Ragnheiður Skæringsdóttir verkakona, síðar í Reykjavík, f. 3. nóvember 1913, síðast í Reykjavík, d. 4. október 1994. Barnsfaðir hennar Gestur Auðunsson.
6. Baldvin Skæringsson smiður, síðar í Mosfellsbæ, f. 30. ágúst 1915, d. 24. febrúar 2006. Kona hans Þórunn Elíasdóttir.
7. Georg Skæringsson verkamaður, síðar húsvörður, f. 30. ágúst 1915, d. 16. mars 1988. Kona hans Sigurbára Júlía Sigurðardóttir.
8. Jakob Skæringsson verkamaður í Reykjavík, f. 2. febrúar 1917, d. 30. ágúst 1965. Kona hans Rósa Þorsteinsdóttir, látin.
9. Sveinborg Anna Skæringsdóttir saumakona, síðar í Reykjavík, f. 15. júní 1919, d. 21. nóvember 1982.
10. Rútur Skæringsson smiður í Vík í Mýrdal, f. 29. apríl 1921, d. 7. ágúst 1997. Kona hans Guðríður Jónsdóttir.
11. Guðfinna Skæringsdóttir, f. 26. október 1922, d. 18. apríl 1925.
12. Guðmann Skæringsson smiður, síðar starfsmaður ÍSALS, f. 29. nóvember 1925, d. 13. mars 2006. Kona hans Bjarnfríður Ósk Alfreðsdóttir.
13. Andvana stúlka, f. 4. ágúst 1927.
14. Kristinn Skæringsson skógfræðingur í Kópavogi, f. 25. apríl 1932. Kona hans Þorbjörg Jóhannesdóttir.
Georg var með foreldrum sínum, en móðir hans lést, er hann var 17 ára.
Hann var á Stóruborg, A-Eyjafjöllum um skeið, sótti vertíðir í Eyjum, en var kaupamaður á sumrin undir Eyjafjöllum.
Georg sóttist eftir trésmíðanámi í Reykjavík 1937, en tókst það ekki, varð þá vinnumaður á Bala í Djúpárhreppi, á Háarima og Borgartúni þar til 1939.
Hann var aðgerðarmaður í Eyjum, en síðar vann hann við báta- og húsasmíðar.
Eftir Gosið varð hann húsvörður við Barnaskólann og gegndi því starfi í 23 ár.
Georg stundaði einnig frístundabúskap með sauðfé.
Þau Sigurbára giftu sig 1939, eignuðust átta börn. Þau fluttu til Eyja 1939, bjuggu í fyrstu á Reykjum við Vestmannabraut 54, þá í Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41, síðan í Steinholti við Kirkjuveg 9a , en keyptu hluta af
Vegberg við Skólaveg 32 árið 1945, allt húsið síðar og bjuggu þar síðan.
Georg lést 1988 og Sigurbára 2017.
I. Kona Georgs, (19. maí 1939), var Sigurbára Júlía Sigurðardóttir frá Háarima í Djúpárhreppi, Rang., húsfreyja, f. 31. júlí 1921, d. 3. september 2017.
Börn þeirra:
1. Kristín Georgsdóttir húsfreyja, umboðsmaður, f. 14. nóvember 1939. Maður hennar Ólafur Oddur Sveinbjörnsson, látinn.
2. Sigurður Georgsson skipstjóri, f. 1. mars 1941. Kona hans Guðný Fríða Einarsdóttir.
3. Þráinn Einarsson skrifstofustjóri, f. 20. nóvember 1942. Kona hans Svava Sigríður Jónsdóttir. Hann varð kjörsonur Einars Skæringssonar og Guðríðar Konráðsdóttur.
4. Skæringur Georgsson húsasmiður, skrifstofumaður, f. 2. maí 1944. Kona hans Sigrún Óskarsdóttir.
5. Vignir Georgsson stúdent, f. 6. maí 1946, d. 25. apríl 1968.
6. Guðfinna Georgsdóttir húsfreyja, f. 1. apríl 1950. Fyrrum
maður hennar Óskar Kristinsson.
7. Sigmar Georgsson verslunarstjóri, f. 1. apríl 1950. Kona hans Edda Angantýsdóttir.
8. Ingimar Heiðar Georgsson bifreiðastjóri, kaupmaður, f. 12. maí 1960. Kona hans Hjördís Inga Arnarsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1979.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 26. mars 1988. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.