„Þorsteinn Guðjónsson (Lögbergi)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Þorsteinn Guðjónsson. '''Þorsteinn Guðjónsson''' frá Lögbergi, sjómaður, matsveinn, verkamaður fæddist 11. september 1932 í Mörk við Hásteinsveg 13 og lést 20. september 2013 á Sjúkrahúsinu.<br> Foreldrar hans voru Guðjón Þorsteinsson verkamaður, síðar á Lögbergi, f. 15. júní 1889, d. 25. júní 1980, og kona hans Pálína Pálsdótt...) |
m (Verndaði „Þorsteinn Guðjónsson (Lögbergi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 27. maí 2022 kl. 11:40
Þorsteinn Guðjónsson frá Lögbergi, sjómaður, matsveinn, verkamaður fæddist 11. september 1932 í Mörk við Hásteinsveg 13 og lést 20. september 2013 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Guðjón Þorsteinsson verkamaður, síðar á Lögbergi, f. 15. júní 1889, d. 25. júní 1980, og kona hans Pálína Geirlaug Pálsdóttir húsfreyja, f. 20. júní 1901, d. 11. mars 1992.
Börn Guðjóns og Pálínu:
1. Páll Magnús Guðjónsson sjómaður, f. 12. desember 1926 í Hlíð u. Eyjafjöllum. Kona hans Guðbjörg Amelíe Þorkelsdóttir.
2. Andvana f. drengur 6. júní 1929.
3. Ingibjörg Lovísa Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 5. ágúst 1930 á Vestmannabraut 74. Maður hennar Ágúst Helgason.
4. Þorsteinn Guðjónsson sjómaður, matsveinn, verkamaður, f. 11. september 1932 í Mörk, d. 20. september 2013.
Fóstursonur þeirra
5. Magnús Gísli Magnússon íþróttakennari, þjálfari, f. 5. september 1947 í Keflavík. Barnsmæður hans Erla Adolfsdóttir og Gíslína Magnúsdóttir. Fyrrum kona hans Lilja Albertsdóttir. Kona hans Lilja Garðarsdóttir.
Þorsteinn var með foreldrum sínum, bjó með þeim og síðar móður sinni.
Hann lærði matreiðslu.
Þorsteinn gerðist sjómaður, var á flutningaskipinu Þyrli, síðan var hann matsveinn á matstofu Vinnslustöðvarinnar . Hann vann síðan hjá Flekamótum, sem sá um báta- og húsasmíðar. Síðan vann hann hjá Fiskiðjunni og Vinnslustöðinni.
Þorsteinn var ókvæntur og barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 8. október 2013. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.