„Sigríður Magnúsdóttir (Höfn)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 22: Lína 22:
3. [[Bragi Tómasson (Höfn)|Bragi]] öryrki, f. 4. mars 1939, d. 2. ágúst 2002.<br>
3. [[Bragi Tómasson (Höfn)|Bragi]] öryrki, f. 4. mars 1939, d. 2. ágúst 2002.<br>


Sigríður var í forystusveit í félagsmálum kvenna í Eyjum árum saman. Þannig var hún formaður [[Slysavarnarfélagið Eykindill|Slysavarnarfélagsins Eykindils]], er fyrsta skóflustungan að Heilbrigðisstofnunni var tekin:<br>
Sigríður var í forystusveit í félagsmálum kvenna í Eyjum árum saman. Þannig var hún formaður [[Slysavarnafélagið Eykindill|Slysavarnafélagsins Eykindils]], er fyrsta skóflustungan að Heilbrigðisstofnunni var tekin:<br>


<center>[[Mynd: 1978 b 229 A.jpg|ctr|500px]]</center><br>
<center>[[Mynd: 1978 b 229 A.jpg|ctr|500px]]</center><br>


<center>''Þessi mynd var tekin af nokkrum forustumönnum Vestmannaeyjakaupstaðar, þegar fyrsta rekustungan var tekin að byggingu sjúkrahússins 27. okt. 1962. Tvær konur úr forustuliði kvennasamtakanna í Eyjum sjást einnig á myndinni.</center>
<center>''Þessi mynd var tekin af nokkrum forustumönnum Vestmannaeyjakaupstaðar, þegar fyrsta rekustungan var tekin að byggingu sjúkrahússins 27. okt. 1962. Tvær konur úr forustuliði kvennasamtakanna í Eyjum sjást einnig á myndinni.</center>
<center>''Frá vinstri: [[Þorvaldur Jónsson]] bæjarverkfræðingur, [[Henrik Linnet]] læknir, [[Einar Guttormsson]] sjúkrahússlæknir, [[Kristinn Sigurðsson]] verkstjóri hjá Vestmannaeyjakaupstað, [[Jóna Vilhjálmsdóttir]] formaður [[Kvenfélagið Líkn|Kvenfélagsins Líknar]], [[Jóhann Friðfinnsson]] bæjarfulltrúi,'' [[Sigríður Magnúsdóttir (Höfn)|''Sigríður Magnúsdóttir'']] ''formaður [[Slysavarnarfélagið Eykindill|Slysavarnarfélagsins Eykindils]], [[Guðlaugur Gíslason]] bæjarstjóri, [[Sveinn Tómasson]] bæjarfulltrúi, [[Karl Guðjónsson]] bæjarfulltrúi.</center>  
<center>''Frá vinstri: [[Þorvaldur Jónsson]] bæjarverkfræðingur, [[Henrik Linnet]] læknir, [[Einar Guttormsson]] sjúkrahússlæknir, [[Kristinn Sigurðsson]] verkstjóri hjá Vestmannaeyjakaupstað, [[Jóna Vilhjálmsdóttir]] formaður [[Kvenfélagið Líkn|Kvenfélagsins Líknar]], [[Jóhann Friðfinnsson]] bæjarfulltrúi,'' [[Sigríður Magnúsdóttir (Höfn)|''Sigríður Magnúsdóttir'']] ''formaður [[Slysavarnafélagið Eykindill|Slysavarnafélagsins Eykindils]], [[Guðlaugur Gíslason]] bæjarstjóri, [[Sveinn Tómasson]] bæjarfulltrúi, [[Karl Guðjónsson]] bæjarfulltrúi.</center>  
<center>''Frú Sigríður Magnúsdóttir tók skóflustunguna.</center>
<center>''Frú Sigríður Magnúsdóttir tók skóflustunguna.</center>
{{Heimildir|
{{Heimildir|

Útgáfa síðunnar 28. febrúar 2023 kl. 21:09

Sigríður Vilborg Magnúsdóttir húsfreyja í Höfn fæddist 4. október 1899 og lést 18. september 1968.
Faðir hennar var Magnús bóndi á Brekkum á Rangárvöllum 1896-1923, f. 4. nóvember 1856 í Vetleifsholtshelli í Ásahreppi í Rang., d. 17. febrúar 1923 á Brekkum, Jónsson bónda á Þóroddsstöðum í Ölfusi, Vetleifsholtshelli og Gaddstöðum á Rangárvöllum, f. 8. janúar 1828 í Krókatúni, d. 10. apríl 1860 á Gaddstöðum, Guðmundssonar bónda í Stóra-Dal undir Eyjafjöllum, Rauðnefsstöðum og Krókatúni, f. 5. nóvember 1787 að Steinum undir Eyjafjöllum, Magnússonar, og konu Guðmundar Magnússonar, (4. júní 1814), Guðrúnar húsfreyju, f. 3. júlí 1793, d. 18. janúar 1852, Pálsdóttur.
Móðir Magnúsar á Brekkum og kona Jóns Guðmundssonar á Gaddstöðum var, (3. júní 1851), Vilborg Einarsdóttir húsfreyja og yfirsetukona, síðan ekkja og bóndi á Gaddstöðum 1860-1862, húskona í Kumla á Rangárvöllum 1862-1866, síðan með sambýlismanni, Jóni Jónssyni bónda í Vetleifsholti; fædd 26. september 1832, d. 13. ágúst 1890 í Vetleifsholti. Foreldrar hennar voru Einar bóndi í Hvammi á Landi og á Reyðarvatni á Rangárvöllum, f. 30. nóvember 1790 í Hvammi, d. 28. mars 1851 á Reyðarvatni, Gunnarsson og fyrri kona hans, (18. október 1826), Guðbjörg húsfreyja, f. 28. desember 1806, d. 17. september 1847, Þorsteinsdóttir.

Móðir Sigríðar í Höfn og kona, (1. nóvember 1896), Magnúsar á Brekkum var Elín María húsfreyja á Brekkum 1896-1923, bjó þar síðan eftir mann sinn 1923-1924, en bjó síðan á Uxahrygg á Rangárvöllum 1924-1929, f. 22. ágúst 1873, d. 22. maí 1956, Sveinsdóttir bónda í Neðri-Dal, á Rauðafelli, en síðast á Raufarfelli undir Eyjafjöllum, f. 11. apríl 1801 í Hraungerði í Árn., d. 25. júní 1879, Jónssonar prests og bónda á Arnarstöðum í Hraungerðissókn, f. 9. ágúst 1772 í Hvammi í Skaftártungu, d. 8. júní 1843, Jónssonar, og fyrri konu sr. Jóns, (3. júlí 1799), Ingveldar húsfreyju, f. í september 1772, d. 2. júlí 1823, Sveinsdóttur.
Laundóttir sr. Jóns á Arnarstöðum var Guðríður Jónsdóttir kona Einars Jónssonar í Dölum og síðar Tíla Oddssonar.
Meðal barna Jóns voru
1. Guðbjörg Jónsdóttir vinnukona í Dölum.
2. Anna Jónsdóttir húsfreyja í Selkoti móðir Gísla Stefánssonar kaupmanns í Hlíðarhúsi, og
3. Sveinn bóndi á Raufarfelli, faðir
3a. Sigurðar Sveinssonar í Nýborg og
3b. Þorbjargar Sveinsdóttur húsfreyju, síðar vinnukonu í Nýborg.

Bróðir Sigríðar í Höfn var:
1. Jón Magnússon bóndi í Gerði, f. 22. október 1911 á Brekkum á Rangárvöllum, d. 19. janúar 1982.

I. Maður Sigríðar í Höfn, (23. mars 1928), var Tómas Maríus Guðjónsson útgerðarmaður og kaupmaður í Höfn, f. 13. janúar 1887, d. 14. júní 1958. Sigríður gekk börnum Tómasar frá fyrra hjónabandi hans með Hjörtrós Hannesdóttur í móðurstað.
Börn þeirra Sigríðar voru:
1. Magnea Rósa lyfjafræðingur, f. 20. september 1928.
2. Gerður Erla húsfreyja, f. 21. febrúar 1933.
3. Bragi öryrki, f. 4. mars 1939, d. 2. ágúst 2002.

Sigríður var í forystusveit í félagsmálum kvenna í Eyjum árum saman. Þannig var hún formaður Slysavarnafélagsins Eykindils, er fyrsta skóflustungan að Heilbrigðisstofnunni var tekin:

ctr


Þessi mynd var tekin af nokkrum forustumönnum Vestmannaeyjakaupstaðar, þegar fyrsta rekustungan var tekin að byggingu sjúkrahússins 27. okt. 1962. Tvær konur úr forustuliði kvennasamtakanna í Eyjum sjást einnig á myndinni.
Frá vinstri: Þorvaldur Jónsson bæjarverkfræðingur, Henrik Linnet læknir, Einar Guttormsson sjúkrahússlæknir, Kristinn Sigurðsson verkstjóri hjá Vestmannaeyjakaupstað, Jóna Vilhjálmsdóttir formaður Kvenfélagsins Líknar, Jóhann Friðfinnsson bæjarfulltrúi, Sigríður Magnúsdóttir formaður Slysavarnafélagsins Eykindils, Guðlaugur Gíslason bæjarstjóri, Sveinn Tómasson bæjarfulltrúi, Karl Guðjónsson bæjarfulltrúi.

Frú Sigríður Magnúsdóttir tók skóflustunguna.

Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.