„Jónas Hermannsson (vélvirkjameistari)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|150px|''Jónas Hermannsson. '''Jónas Hermannsson''' vélvirkjameistari, járnsmiður fæddist 7. mars 1946 í Reykjavík og lést 4. september 2...) |
m (Verndaði „Jónas Hermannsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 22. mars 2021 kl. 13:48
Jónas Hermannsson vélvirkjameistari, járnsmiður fæddist 7. mars 1946 í Reykjavík og lést 4. september 2004.
Foreldrar hans voru Hermann Magnússon símvirki, póst- og símstöðvarstjóri, f. 12. júlí 1921, d. 4. ágúst 1996, og kona hans Gyða Arnórsdóttir húsfreyja, f. 25. mars 1922, d. 26. janúar 2021.
Börn Gyðu og Hermanns:
1. Jónas Hermannsson sjómaður, vélvirkjameistari, f. 7. mars 1946, d. 4. september 2004. Kona hans Dagbjört Theodórsdóttir.
2. Helgi Hermannsson tónlistarkennari á Hvolsvelli, f. 27. febrúar 1948. Kona hans Þórdís Bjarney Jóhannsdóttir Sigurðssonar.
3. Hermann Ingi Hermannsson tónlistarmaður, bakari, matsveinn, f. 26. 1949. Fyrrum kona hans Guðfinna Sigurgeirsdóttir Ólafssonar. Sambúðarkona Elísabet Nönnudóttir.
4. Arnór Hermannsson bakarameistari í Arnórsbakaríi í Eyjum, f. 23. nóvember 1954. Kona hans Helga Jónsdóttir Kjartanssonar.
5. Magnús Hermannsson símvirki á Gufuskálum, síðan tölvutæknir á Selfossi, f. 9. júlí 1959. Kona hans Anna Linda Sigurðardóttir Ögmundssonar.
Jónas var með foreldrum sínum í æsku, í Reykjavík, flutti með þeim til Eyja 1962, bjó með þeim í Vík, en síðan á Vestmannabraut 22B.
Hann nam vélvirkjun í Eyjum og náði meistararéttindum. Einnig stundaði hann myndlistarnám í Myndlistarskólanum í Reykjavík.
Jónas var sjómaður um skeið, auk þess vann hann við ýmsar stórvirkjanir og í Skipasmíðastöðinni Stálvík. Jafnframt vann hann við járnsmíðar og rak eigin smiðju í 30 ár.
Eftir hann eru fjölmörg listaverk úr málmi og myndverk.
Þau Dagbjört giftu sig 1972, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu um skeið í Öldugerði 4 í Hvolhreppi, síðar á Tjarnarstíg 1 á Seltjarnarnesi.
Jónas lést 2004.
I. Kona Jónasar, (3. september 1972), er Dagbjört Theodórsdóttir húsfreyja, þroskaþjálfi, f. 12. apríl 1951. Foreldrar hennar voru Theodór Jónasson skósmíðameistari, f. 18. febrúar 1921, d. 10. júní 2013, og kona hans Lára Dagbjört Sigurðardóttir húsfreyja, f. 12. apríl 1929.
Börn þeirra:
1. Theodór Jónasson læknir, f. 14. desember 1971, d. 22. desember 2001. Sambúðarkona hans Anna Guðný Hermannsdóttir.
2. Margrét Jónasdóttir myndlistarmaður, f. 6. apríl 1976. Sambúðarmaður hennar Pétur Fannar Sævarsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 13. september 2004. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.