„Guðrún Guðmundsdóttir (Ofanleiti)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Guðrún Sesselja Guðmundsdóttir''' frá Ofanleiti, húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 16. september 1927 á Suðureyri í Súgandafirði.<br> Foreldrar hennar voru Guðmu...) |
m (Verndaði „Guðrún Guðmundsdóttir (Ofanleiti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 24. nóvember 2020 kl. 11:22
Guðrún Sesselja Guðmundsdóttir frá Ofanleiti, húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 16. september 1927 á Suðureyri í Súgandafirði.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Þorleifur Geirmundsson sjómaður, f. 24. október 1883 á Kirkjubóli í Önundarfirði, d. 24. október 1948, og kona hans Valgerður Friðrika Hallbjarnardóttir húsfreyja, f. 30. júní 1889 á Laugabóli í Arnarfirði, d. 8. mars 1932.
Fósturforeldrar Guðrúnar Sesselju voru séra Halldór Kristján Eyjólfsson Kolbeins prestur, f. 16. febrúar 1893, d. 29. nóvember 1964, og kona hans og föðursystir Ólafs Lára Ágústa Ólafsdóttir Kolbeins húsfreyja, f. 26. mars 1898, d. 18. mars 1973.
Börn Láru og Halldórs:
1. Ingveldur Aðalheiður Kolbeins, f. 23. desember 1924, d. 28. október 2015. Maður hennar Sæmundur Jón Kristjánsson, látinn.
2. Gísli H. Kolbeins, f. 30. maí 1926, d. 10. júní 2017. Kona hans Sigríður Ingibjörg Bjarnadóttir Kolbeins, látin.
3. Eyjólfur Kolbeins, f. 14. október 1929, d. 16. október 2017. Fyrrum kona hans Ragnhildur Lára Hannesdóttir.
4. Þórey Mjallhvít Kolbeins, f. 31. ágúst 1932. Maður hennar Baldur Sigurþór Ragnarsson, látinn.
5. Lára Ágúst Halldórsdóttir Kolbeins, f. 31. janúar 1938. Maður hennar Snorri Gunnlaugsson, látinn.
Fósturbörn Láru og Halldórs:
6. Guðrún Sesselja Guðmundsdóttir, f. 16. september 1927. Fyrrum maður hennar Jón G. Scheving. Maður hennar Jón Hjalti Þorvaldsson, látinn.
7. Ólafur Valdimar Valdimarsson, f. 28. september 1935, d. 9. febrúar 2017. Kona hans Anna Jörgensdóttir, látin.
Guðrún missti móður sína, er hún var á fjórða árinu.
Hún fór í fóstur til prestshjónanna á Stað í Súgandafirði og fylgdi þeim til fullorðinsára, var með þeim á Stað til 1941, á Mælifelli í Skagafirði til 1945, er hún flutti með þeim að Ofanleiti í Eyjum og var hjá þeim til giftingar 1948.
Þau Jón Scheving giftu sig 1948, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Langholti við Vestmannabraut 48 í byrjun árs 1949, en á Hásteinsvegi 37 í lok árs 1949, fluttu á Land 1954 og bjuggu á Bjarghólastíg 1 í Kópavogi 1956. Þau skildu.
Þau Jón Hjalti giftu sig 1978, bjuggu lengst í Holtagerði í Kópavogi, en síðustu árin í Reykjavík. Þau voru barnlaus saman.
I. Fyrri maður hennar, (24. júlí 1948, skildu 1975), var Jón G. Scheving bankastarfsmaður, starfsmaður Eimskipafélagsins, sjómaður, rekandi þvottahúss, f. 1. mars 1924 á Sólbergi, d. 19. desember 1992.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Óli Scheving vélstjóri, meindýareyðir, f. 7. janúar 1949 í Eyjum. Kona Hans Jónína Stefánsdóttir.
2. Ómar Scheving bifvélavirki, vélstjóri, f. 17. ágúst 1953 á Hásteinsvegi 37. Barnsmæður hans Björg Kristjánsdóttir, Jóhanna María Kristjánsdóttir, Gunnhildur Valdís Hlöðversdóttir Jónssonar.
3. Viðar Scheving múrarameistari, f. 11. nóvember 1956 á Sólvangi, Hafnarfirði. Kona hans Elín Guðjónsdóttir.
4. Hrafnhildur Scheving húsfreyja, bóndi, skrifstofumaður, matráður, ræstitæknir, f. 3. júlí 1961, d. 24. júlí 2014. Barnsfaðir hennar Guðmundur Guðnason. Fyrrum maður hennar Páll Óskarsson. Maður hennar Símon Grétar Ingvaldsson.
I. Síðari maður Guðrúnar Sesselju, (17. júní 1978), var Jón II. Hjalti Þorvaldsson byggingameistari, húsvörður, f. 2. ágúst 1918 á Ytri-Reistará í Eyjafirði, d. 13. september 1994. Foreldrar hans voru Þorvaldur Jónsson frá Kúgili í Þorvaldsdal á Tröllaskaga austanverðum, f. þar 23. september 1876, síðar á Akureyri, d. 28. apríl 1937, og Signý Friðriksdóttir ráðskona, f. 26. janúar 1891 á Galmarsstöðum á Galmarsströnd í Eyjafirði, síðar á Akureyri, d. 22. janúar 1962
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 23. september 1994. Minning Jóns Hjalta
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.