Eyjólfur Kolbeins (Ofanleiti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Eyjólfur H. Kolbeins.

Eyjólfur Halldórsson Kolbeins frá Ofanleiti, kennari fæddist 14. október 1929 á Stað í Súgandafirði og lést 16. október 2017.
Foreldrar hennar voru séra Halldór Kristján Eyjólfsson Kolbeins prestur, f. 16. febrúar 1893, d. 29. nóvember 1964, og k.h. Lára Ágústa Ólafsdóttir Kolbeins húsfreyja, f. 26. mars 1898, d. 18. mars 1973.

Börn Láru og Halldórs:
1. Ingveldur Aðalheiður Kolbeins, f. 23. desember 1924, d. 28. október 2015. Maður hennar Sæmundur Jón Kristjánsson, látinn.
2. Gísli H. Kolbeins prestur, f. 30. maí 1926, d. 10. júní 2017. Kona hans Sigríður Ingibjörg Bjarnadóttir Kolbeins, látin.
3. Erna H. Kolbeins, f. 21. janúar 1928, d. 5. september 2007. Maður hennar Torfi Magnússon.
4. Eyjólfur Kolbeins, f. 14. október 1929, d. 16. október 2017. Fyrrum kona hans Ragnhildur Lára Hannesdóttir.
5. Þórey Mjallhvít Kolbeins, f. 31. ágúst 1932, d. 17. júlí 2021. Maður hennar Baldur Ragnarsson, látinn.
6. Lára Ágústa Halldórsdóttir Kolbeins, f. 31. janúar 1938. Maður hennar Snorri Gunnlaugsson, látinn.
Fósturbörn Láru og Halldórs:
7. Guðrún Sesselja Guðmundsdóttir, f. 16. september 1927. Fyrrum maður hennar Jón G. Scheving. Maður hennar Jón Hjalti Þorvaldsson, látinn.
8. Ólafur Valdimar Valdimarsson, f. 28. september 1935, d. 9. febrúar 2017. Kona hans Anna Jörgensdóttir, látin.

Eyjólfur var með foreldrum sínum í æsku, með þeim á Stað í Súgandafirði til 1941, á Mælifelli í Skagafirði 1941-1945 og í Eyjum frá 1945.
Hann varð stúdent í Menntaskólanum á Akureyri um 1950 stundaði nám í guðfræði við Háskóla Íslands 1950-1951, varð cand. phil. þar í desember 1950. Eyjólfur innritaðist í Kaupmannahafnarháskóla í janúar 1951, lagði stund á klassisk fræði (klassisk filologi). Hann lauk viðaukaprófi í grísku í janúar 1952, en gerði hlé á námi frá mars 1952-janúar 1955, lauk svo fyrri hluta prófi í klassiskum fræðum í háskólanum í Kaupmannahöfn í júní 1955.
Eyjólfur dvaldi í Beograd í Júgóslavíu fyrri hluta árs 1961, tók undirbúningspróf í serbísku við Institut za eksperimentalnu fonetiku í júní sama ár. – Cand. mag. í klassiskum fræðum í háskólanum í Kaupmannahöfn í júlí 1976.
Eyjólfur stundaði ýmis störf til sjávar og sveita jafnhliða námi og námshléi.
Hann var settur kennari í latínu og dönsku við Menntaskólann á Akureyri 1958-1959 og 1963-1965, stundakennari þar 1965-1966.
Eyjólfur var settur kennari við Menntaskólann á Laugarvatni 1977-1978, stundakennari í latínu og dönsku við Menntaskólann í Reykjavík 1978-1988 og settur leiðbeinandi þar 1988. Þá var hann stundakennari í latínu við Háskóla Íslands frá 1978 og fatsráðinn kennari við Menntaskólann í Reykjavík til sjötugs.
Hann var formaður Félags íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn 1954-1955.

I. Kona hans, (13. júní 1963, skildu 1993), er Ragnhildur Lára Hannesdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur í Kaupmannahöfn og Reykjavík, f. 5. nóvember 1926. Foreldrar hennar voru Hannes Vilhjálmsson bóndi í Efstabæ og Sarpi í Skorradal, Borg., f. 17. júní 1903 í Tungufelli í Lundarreykjadal, d. 2. október 1971, og kona hans Hanna Ingibjörg Lárusdóttir frá Saurbæ í V-Hún., húsfreyja, f. þar 28. maí 1909, síðast í Reykjavík, d. 24. janúar 1999.
Barn þeirra:
1. Ingibjörg Kolbeins húsfreyja, f. 19. október 1965. Maður hennar Ómar Sævar Harðarson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Ingibjörg.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Æviskrár MA-stúdenta. Reykjavík: Steinholt 1988-1990. Ritstjóri Gunnlaugur Haraldsson.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.