Ólafur V. Valdimarsson (Ofanleiti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ólafur Valdimar Valdimarsson.

Ólafur Valdimar Valdimarsson frá Ofanleiti, bóndi, verkamaður fæddist 28. febrúar 1935 í Hvallátrum á Beiðafirði og lést 9. febrúar 2017 í Reykjavík.
Foreldar hans voru Valdimar Ólafsson bóndi, bátasmiður í Hvallátrum, f. 20. febrúar 1906, d. 28. maí 1939 og kona hans Fjóla Borgfjörð Oddsdóttir húsfreyja, f. 2. júlí 1911, d. 6. október 1985.
Fósturforeldrar Ólafs voru séra Halldór Kristján Eyjólfsson Kolbeins prestur, f. 16. febrúar 1893, d. 29. nóvember 1964, og kona hans og föðursystir Ólafs Lára Ágústa Ólafsdóttir Kolbeins húsfreyja, f. 26. mars 1898, d. 18. mars 1973.

Börn Láru og Halldórs:
1. Ingveldur Aðalheiður Kolbeins, f. 23. desember 1924, d. 28. október 2015. Maður hennar Sæmundur Jón Kristjánsson, látinn.
2. Gísli H. Kolbeins prestur, f. 30. maí 1926, d. 10. júní 2017. Kona hans Sigríður Ingibjörg Bjarnadóttir Kolbeins, látin.
3. Erna H. Kolbeins, f. 21. janúar 1928, d. 5. september 2007. Maður hennar Torfi Magnússon.
4. Eyjólfur Kolbeins, f. 14. október 1929, d. 16. október 2017. Fyrrum kona hans Ragnhildur Lára Hannesdóttir.
5. Þórey Mjallhvít Kolbeins, f. 31. ágúst 1932, d. 17. júlí 2021. Maður hennar Baldur Ragnarsson, látinn.
6. Lára Ágústa Halldórsdóttir Kolbeins, f. 31. janúar 1938. Maður hennar Snorri Gunnlaugsson, látinn.
Fósturbörn Láru og Halldórs:
7. Guðrún Sesselja Guðmundsdóttir, f. 16. september 1927. Fyrrum maður hennar Jón G. Scheving. Maður hennar Jón Hjalti Þorvaldsson, látinn.
8. Ólafur Valdimar Valdimarsson, f. 28. september 1935, d. 9. febrúar 2017. Kona hans Anna Jörgensdóttir, látin.

Ólafur átti sex alsystkini og eitt hálfsystkini.
Hann missti föður sinn, er hann var á fjórða árinu. Hann fór í fóstur til prestshjónanna á Stað í Súgandafirði, var með þeim á Stað til 1941, á Mælifelli í Skagafirði 1941-1945 og í Eyjum frá 1945.
Hann lauk gagnfæðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1952, prófi í Bændaskólanum á Hvanneyri 1955.
Þau Anna giftu sig 1958, eignuðust fjögur börn, en misstu yngsta barnið á fyrsta ári þess.
Þau bjuggu í fyrstu í Reykjavík, en fluttu að Melstað í Miðfirði 1959 og hófu búskap þar 1960. Síðar fluttu þau að Stóra-Ósi þar og að síðustu að Uppsölum í Miðfirði 1965. Þau brugðu búi þar 1983 og fluttu til Hvammstanga, og þar vann Ólafur í áhaldahúsi hreppsins til starfsloka 2005.
Ólafur sat í hreppsnefnd Fremri-Torfustaðahrepps 1966-1978. Einnig sat hann í skólanefnd Laugarbakkaskóla og var formaður um skeið.
Anna lést 2011 og Ólafur 2017.

I. Kona Ólafs, (23. desember 1958) var Anna Jörgensdóttir frá Víðivöllum fremri í Fljótsdal, S.-Múl., húsfreyja, saumakona, sjúkrahússstarfsmaður á Hvammstanga, f. 23. maí 1937 á Víðivöllum fremri, d. 16. maí 2011. Foreldrar hennar voru Jörgen Sigurðsson bóndi, f. 4. septemer 1906 á Úlfstöðum á Völlum á Héraði, d. 25. október 1965, og kona hans Lára Ísey Hallgrímdóttir frá Þorgerðarstöðum í Fljótsdal, húsfreyja, síðar á Reyðarfirði, f. 6. júní 1909 á Víðivöllum, d. 28. september 1994.
Börn þeirra:
1. Valdimar Ólafsson húsasmíðameistari í Gaðabæ, f. 17. maí 1959. Fyrrum kona hans Linda Emilía Karlsdóttir. Kona hans Hlédís Þorbjörnsdóttir.
2. Jörundur Ólafsson félagsráðgjafi í Hamborg, f. 20. ágúst 1960. Maki hans Jan Ólafsson.
3. Lára Ágústa Ólafsdóttir skjalavörður, f. 12. janúar 1963. Maður hennar Jóhannes Sigfússon.
4. Kristín Sylvía Ólafsdóttir, f. 18. október 1973, d. 8. ágúst 1974.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.