Guðmundur Óli Scheving

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Óli Scheving, vélstjóri, meindýraeyðir fæddist 7. janúar 1949.
Foreldrar hans voru Jón G. Scheving frá Langholti, skrifstofumaður, þvottahússrekandi, f. 1. mars 1924, d. 19. desember 1992, og kona hans Guðrún Sesselja Guðmundsdóttir frá Ofanleiti, húsfreyja, skrifstofumaður, f. 16. september 1927 á Suðureyri í Súgandafirði.

Börn Guðrúnar og Jóns:
1. Guðmundur Óli Scheving vélstjóri, meindýareyðir, f. 7. janúar 1949 í Eyjum. Kona Hans Jónína Stefánsdóttir.
2. Ómar Scheving bifvélavirki, vélstjóri, f. 17. ágúst 1953 á Hásteinsvegi 37. Fyrrum sambúðarkonur hans Björg Kristjánsdóttir, Jóhanna María Kristjánsdóttir, Gunnhildur Valdís Hlöðversdóttir Jónssonar.
3. Viðar Scheving múrarameistari, f. 11. nóvember 1956 á Sólvangi, Hafnarfirði. Kona hans Elín Guðjónsdóttir.
4. Hrafnhildur Scheving húsfreyja, bóndi, skrifstofumaður, matráður, ræstitæknir, f. 3. júlí 1961, d. 24. júlí 2014. Barnsfaðir hennar Guðmundur Guðnason. Fyrrum maður hennar Páll Óskarsson. Maður hennar Símon Grétar Ingvaldsson.
Barn Jóns og Önnu Guðjónsdóttur:
5. Helena Önnudóttir, bjó í Ástralíu, f. 16. nóvember 1961. Maki hennar Mary Hawkins.

Þau Jónína giftu sig 1972, eignuðust fjögur börn. Þau búa í Rvk.

I. Kona Guðmundar Óla, (7. október 1972), er Jónína Stefánsdóttir frá Skyggni í Hrunamannahreppi, Árn., húsfreyja, f. 15. ágúst 1950. Foreldrar hennar Jón Stefán Guðmundsson, bóndi, f. 12. október 1904 á Álftamýri í Arnarfirði, d. 1. janúar 1984, og kona hans Kristín Steinþórsdóttir húsfreyja, klæðskeri, f. 19. maí 1914 í Ási í Gnúpverjahreppi, Árn., d. 5. janúar 2012.
Börn þeirra:
1. Kristín Guðmundsdóttir Scheving, f. 9. mars 1973 í Rvk.
2. Jón Stefán Guðmundsson Scheving, f. 10. desember 1974 í Rvk.
3. Guðrún Sesselja Guðmundsdóttir Scheving, f. 27. október 1980 í Rvk.
4. Guðmundur Óli Guðmundsson Scheving, f. 9. september 1988 í Rvk.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.