Lára Kolbeins (Ofanleiti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Lára Ágústa og séra Halldór Kolbeins.

Lára Ágústa Ólafsdóttir Kolbeins, húsfreyja fæddist 26. mars 1898 að Hvallátrum á Breiðafirði og lést 18. mars 1973 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Ólafur Aðalsteinn Bergsveinsson bóndi, bátasmiður, f. 23. júní 1867, d. 11. ágúst 1939, og kona hans Ólína Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja, f. 1. október 1872, d. 12. maí 1929.

Lára var með foreldrum sínum í Hvallátrum í æsku og til fullorðinsára að undanskildri dvöl í skólum.
Hún nam við Rjómabústýruskólann að Hvítárvöllum um vetrartíma, lauk prófi í Kvennaskólanum í Reykjavík 1921 og fékkst nokkuð við kennslu, var m.a. handavinnukennari í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1946-1947.
Þau Halldór giftu sig 1924, eignuðust sex börn og ólu upp tvö fósturbörn. Þau bjuggu í fyrstu í Flatey til 1926, þá á Stað í Súgandafirði til 1941, að Mælifelli í Skagafirði 1941-1945, er þau fluttu til Eyja. Þau bjuggu að Ofanleiti 1945-1961. Þau dvöldu í Neskaupstað í átta mánuði 1962.
Lára átti gildan þátt í menningarlífi í Eyjum, í góðtemplarareglunni og kvenfélögum og víðar.
Halldór lést 1964. Lára bjó síðast í Skeiðarvogi 157 í Reykjavík. Hún lést 1973.
ctr
Fjölskylda prestshjónanna

I. Maður Láru Ágústu, (26. júlí 1924), var séra Halldór Kristján Eyjólfsson Kolbeins prestur, f. 16. febrúar 1893 að Staðarbakka í Miðfirði, V.-Hún., d. 29. nóvember 1964 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Ingveldur Aðalheiður Kolbeins, f. 23. desember 1924, d. 28. október 2015. Maður hennar Sæmundur Jón Kristjánsson, látinn.
2. Gísli H. Kolbeins prestur, f. 30. maí 1926, d. 10. júní 2017. Kona hans Sigríður Ingibjörg Bjarnadóttir Kolbeins, látin.
3. Erna H. Kolbeins, f. 21. janúar 1928, d. 5. september 2007. Maður hennar Torfi Magnússon.
4. Eyjólfur Kolbeins, f. 14. október 1929, d. 16. október 2017. Fyrrum kona hans Ragnhildur Lára Hannesdóttir.
5. Þórey Mjallhvít Kolbeins kennari, f. 31. ágúst 1932, d. 17. júlí 2021. Maður hennar Baldur Ragnarsson, látinn.
6. Lára Ágústa Halldórsdóttir Kolbeins, f. 31. janúar 1938. Maður hennar Snorri Gunnlaugsson, látinn.
Fósturbörn Láru og Halldórs:
7. Guðrún Sesselja Guðmundsdóttir, f. 16. september 1927. Fyrrum maður hennar Jón G. Scheving. Maður hennar Jón Hjalti Þorvaldsson, látinn.
8. Ólafur Valdimar Valdimarsson, f. 28. september 1935, d. 9. febrúar 2017. Kona hans Anna Jörgensdóttir, látin.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.