Langholt

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Langholt við Vestmannabraut.

Húsið Langholt við Vestmannabraut 48a. Einar Pálsson, vélamaður, reisti húsið árið 1911. Árið 1951 var húsið stækkað verulega. Auk þess að vera íbúðarhús var einnig verslun í því um tíma.

Í húsinu hafa ýmsir kunnir aðilar búið í gegnum tíðina. Má þar nefna Guðjón Scheving og dótturson hans Hrein Loftsson lögmann. Árið 2006 bjó Tómas Sveinsson ásamt fjölskyldu sinni í húsinu.


Heimildir

  • Vestmannabraut. Verkefni unnið af þátttakendum á námskeiðinu Húsin í götunni. Vestmannaeyjar, 2004.