„Baldvin Skæringsson (Steinholti)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 23: Lína 23:
2. [[Elías Baldvinsson]] slökkviliðsstjóri, f. 1. júní 1938 á Háarima í Djúpárhreppi, d. 16. september 2003. Kona hans [[Halla Guðmundsdóttir (Presthúsum)|Halla Guðmundsdóttir]], látin.<br>
2. [[Elías Baldvinsson]] slökkviliðsstjóri, f. 1. júní 1938 á Háarima í Djúpárhreppi, d. 16. september 2003. Kona hans [[Halla Guðmundsdóttir (Presthúsum)|Halla Guðmundsdóttir]], látin.<br>
3. [[Baldur Þór Baldvinsson]] húsasmíðameistari í Kópavogi, f. 19. júní 1941 á [[Staðarfell]]i. Fyrrum kona hans  Arndís Ármann Steinþórsdóttir. Kona hans [[Hugrún Hlín Ingólfsdóttir]], látin. <br>
3. [[Baldur Þór Baldvinsson]] húsasmíðameistari í Kópavogi, f. 19. júní 1941 á [[Staðarfell]]i. Fyrrum kona hans  Arndís Ármann Steinþórsdóttir. Kona hans [[Hugrún Hlín Ingólfsdóttir]], látin. <br>
4. [[Kristinn Skæringur Baldvinsson]] húsasmíðameistari í Eyjum, f. 29. júní 1942 . Kona hans [[Sigríður Mínerva Jensdóttir]].<br>
4. [[Kristinn Skæringur Baldvinsson]] húsasmíðameistari í Eyjum og Kópavogi, f. 29. júní 1942 . Kona hans [[Sigríður Mínerva Jensdóttir]].<br>
5. [[Ragnar Þór Baldvinsson]] bifvélavirki, slökkviliðsstjóri í Eyjum, f. 31. desember 1945  í Steinholti. Kona hans [[Anna Jóhannsdóttir]].<br>  
5. [[Ragnar Þór Baldvinsson]] bifvélavirki, slökkviliðsstjóri í Eyjum, f. 31. desember 1945  í Steinholti. Kona hans [[Anna Jóhannsdóttir]].<br>  
6. [[Birgir Þór Baldvinsson]] grunnskólakennari í Reykjavík, f. 15. janúar 1952 í Steinholti. Kona hans Halldóra N. Björnsdóttir.<br>
6. [[Birgir Þór Baldvinsson]] grunnskólakennari í Reykjavík, f. 15. janúar 1952 í Steinholti. Kona hans Halldóra N. Björnsdóttir.<br>

Útgáfa síðunnar 13. mars 2021 kl. 15:01

Baldvin Skæringsson.

Baldvin Skæringsson frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, sjómaður, matsvein, stýrimaður, skipstjóri, smiður fæddist þar 30. ágúst 1915 og lést 2. febrúar 2006 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Skæringur Sigurðsson bóndi, f. þar 14. mars 1886, d. 27. febrúar 1973, og kona hans Kristín Ásmundsdóttir frá Bjólu í Djúpárhreppi, Rang., húsfreyja, f. þar 13. apríl 1886, d. 26. september 1932.

Systkini Baldvins í Eyjum:
1. Einar Skæringsson verkamaður í Baldurshaga, f. 16. júní 1912, d. 10. mars 2004.
2. Ásta Ragnheiður Skæringsdóttir verkakona í Baldurshaga, f. 3. nóvember 1914, síðast í Reykjavík, d. 4. október 1994.
3. Georg Skæringsson verkamaður á Vegbergi, f. 30. ágúst 1915, d. 16. mars 1988.

Baldvin var með foreldrum sínum í æsku, skráður hjá þeim til 1934.
Hann tók hið minna fiskimannapróf í Stýrimannaskólanum á sjöunda áratugnum.
Baldvin sótti fyrst til Eyja fjórtán ára gamall, var beitningamaður, síðar sjómaður á ýmsum bátum, háseti, vélstjóri, matsveinn, stýrimaður, skipstjóri og bátasmiður utan vertíðar. Hann var á síldveiðum fyrir Norðurlandi, sigldi til Bretlands á styrjaldarárunum. (Sjá Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2006)
Baldvin var í og með fjárbóndi, var með kindur í Ystakletti.
Hann vann í áhaldahúsi Mosfellsbæjar og síðar við íþróttahúsið að Varmá, þar til hann lét af störfum kominn á áttræðisaldur.
Baldvin eignaðist barn með Þórunni á Bala í Djúpárhreppi, Rang. 1936 og í Háarima þar 1938. Hann var þar vinnumaður. Þau giftu sig 1937, eignuðust níu börn, voru á Háarima 1937 og 1938.
Þau fluttu til Eyja, voru á Staðarfelli 1940, fluttu að Steinholti 1943. Þar bjuggu þau, en byggðu Illugagötu 7 í lok sjötta áratugarins og bjuggu þar við Gos 1973.
Þau fluttu til Lands, byggðu Arnartanga 4 í Mosfellsbæ og bjuggu þar.
Þórunn lést 1990 og Baldvin 2006.

I. Kona Baldvins, (16. maí 1937), var Þórunn Elíasdóttir húsfreyja, f. 1. desember 1916 í Reykjavík, d. 29. júlí 1990 á Vífilsstöðum.
Börn þeirra:
1. Kristín Elísa Baldvinsdóttir húsfreyja, starfsmaður Íslandspósts, f. 19. ágúst 1936 á Bala í Djúpárhreppi, d. 19. júlí 2003. Maður hennar Hörður Runólfsson.
2. Elías Baldvinsson slökkviliðsstjóri, f. 1. júní 1938 á Háarima í Djúpárhreppi, d. 16. september 2003. Kona hans Halla Guðmundsdóttir, látin.
3. Baldur Þór Baldvinsson húsasmíðameistari í Kópavogi, f. 19. júní 1941 á Staðarfelli. Fyrrum kona hans Arndís Ármann Steinþórsdóttir. Kona hans Hugrún Hlín Ingólfsdóttir, látin.
4. Kristinn Skæringur Baldvinsson húsasmíðameistari í Eyjum og Kópavogi, f. 29. júní 1942 . Kona hans Sigríður Mínerva Jensdóttir.
5. Ragnar Þór Baldvinsson bifvélavirki, slökkviliðsstjóri í Eyjum, f. 31. desember 1945 í Steinholti. Kona hans Anna Jóhannsdóttir.
6. Birgir Þór Baldvinsson grunnskólakennari í Reykjavík, f. 15. janúar 1952 í Steinholti. Kona hans Halldóra N. Björnsdóttir.
7. Hrefna Baldvinsdóttir húsfreyja, launafulltrúi hjá Vestmannaeyjabæ, f. 23. janúar 1954. Maður hennar Snorri Þ. Rútsson.
8. Baldvin Gústaf Baldvinsson sagnfræðingur, framkvæmdastjóri hjá Sea Food, dótturfyrirtæki Samherja í Hull, f. 30. ágúst 1957. Kona hans Anna Gunnlaugsdóttir.
9. Hörður Baldvinsson safnstjóri Byggðasafns Vestmannaeyja, f. 25. nóvember 1961. Kona hans Bjarney Magnúsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.