„Margrét Sighvatsdóttir (Ási)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Margrét Sighvatsdóttir. '''Margrét Sighvatsdóttir''' frá Ási, húsfreyja, verslunarmaður fæddist þar 28. júlí 1931 o...) |
m (Verndaði „Margrét Sighvatsdóttir (Ási)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 16. október 2020 kl. 12:08
Margrét Sighvatsdóttir frá Ási, húsfreyja, verslunarmaður fæddist þar 28. júlí 1931 og lést 15. nóvemer 2009.
Foreldrar hennar voru Sighvatur Bjarnason frá Stokkseyri, skipstjóri, útgerðarmaður, forstjóri, f. 27. október 1903 í Útgörðum þar, d. 15. nóvember 1975, og kona hans Guðmunda Torfadóttir frá Hnífsdal, húsfreyja, f. þar 22. apríl 1905, d. 27. september 1983.
Börn Guðmundu fyrir hjónaband:
1. Kristjana Valgerður Jónsdóttir, f. 2. október 1926 á Ísafirði, d. 20. október 2011.
2. Guðríður Gilsdóttir Kinloch, f. 31. desember 1927 í Reykjavík, d. 19. maí 2011.
3. Haukur Guðmundsson, f. 25. október 1929 í Reykjavík, d. 3. september 1991.
Börn Guðmundu og Sighvats:
4. Margrét Sighvatsdóttir, f. 28. júlí 1931 í Ási, d. 15. nóvemer 2009.
5. Bjarni Sighvatsson, f. 2. desember 1932 í Ási, d. 9. október 2018.
6. Sigurður Arnar Sighvatsson, f. 6. ágúst 1934 í Ási.
7. Guðbjartur Richarð Sighvatsson, f. 10. janúar 1937 í Ási.
8. Hrefna Sighvatsdóttir, f. 23. júlí 1939 í Ási.
9. Sighvatur Sighvatsson, f. 30. júní 1942 í Ási, d. 26. mars 1955.
10. Magnús Torfi Sighvatsson, f. 19. ágúst 1944 í Ási, d. 20. mars 2002.
11. Jón Sighvatsson, f. 25. maí 1946 í Ási.
Margrét var með foreldrum sínum í æsku.
Hún nam við Húsmæðraskólann á Ísafirði 1949-1950.
Síðar meir vann hún hjá Speglabúð Lúðvíks Storr og hjá Íslenskum heimilisiðnaði
Þau Friðrik giftu sig 1951, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Ási, byggðu á Breiðabliksvegi 4 og bjuggu þar til Goss.
Þau fluttu til Lands, bjuggu síðast á Strikinu 10 í Garðabæ.
Margrét lést 2009 og Erlendur 2012.
I. Maður Margrétar, (24. mars 1951), var Friðrik Erlendur Ólafsson vélstjóri, framkvæmdastjóri, f. 5. júní 1928, d. 19. júlí 2012.
Börn þeirra:
1. Erna Friðriksdóttir húsfreyja, bókhaldari í Eyjum, f. 9. maí 1951. Maður hennar Stefán Anton Halldórsson, látinn.
2. Ólafur Friðriksson skipatæknifræðingur, býr í Eyjum, f. 13. september 1952. Kona hans Þuríður Guðjónsdóttir.
3. Sighvatur Friðriksson véltæknifræðingur, býr í Garðabæ, f. 13. apríl 1959. Kona hans Hjördís Hjálmarsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 26. nóvember 2009. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.