Sighvatur Friðriksson
Sighvatur Friðriksson véltæknifræðingur fæddist 13. apríl 1959.
Foreldrar hans Friðrik Erlendur Ólafsson frá Gilsbakka við Heimagötu 14, vélstjóri, framkvæmdastjóri, f. 5. júní 1928, d. 19. júlí 2012, og kona hans Margrét Sighvatsdóttir, frá Ási við Kirkjuveg 49, húsfreyja, verslunarmaður, f. 28. júlí 1931, d. 15. nóvember 2009.
Börn Margrétar og Friðriks:
1. Erna Friðriksdóttir húsfreyja, bókhaldari í Eyjum, f. 9. maí 1951. Maður hennar Stefán Anton Halldórsson, látinn.
2. Ólafur Erlendur Friðriksson skipatæknifræðingur, býr í Eyjum, f. 13. september 1952. Kona hans Þuríður Guðjónsdóttir.
3. Sighvatur Friðriksson véltæknifræðingur, býr í Garðabæ, f. 13. apríl 1959. Kona hans Hjördís Hjálmarsdóttir.
Þau Hjördís giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Garðabæ.
I. Kona Sighvats er Hjördís Hjálmarsdóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari, verslunarmaður, f. 21. apríl 1961.
Börn þeirra:
1. Helga Margrét Sighvatsdóttir, f. 3. febrúar 1983.
2. Erlendur Þór Sighvatsson, f. 22. febrúar 1987.
3. Katrín Björg Sighvatsdóttir, f. 3. ágúst 1989.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Hjördís og Sighvatur.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.