„Ágústa Kristín Árnadóttir (Stóra-Hvammi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Ágústa Kristín Árnadóttir. '''Ágústa Kristín Árnadóttir''' frá Stóra-Hvammi, húsfreyja fæddi...)
 
m (Verndaði „Ágústa Kristín Árnadóttir (Stóra-Hvammi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 7. maí 2020 kl. 19:44

Ágústa Kristín Árnadóttir.

Ágústa Kristín Árnadóttir frá Stóra-Hvammi, húsfreyja fæddist 6. ágúst 1921 í Bræðraborg og lést 27. október 2014 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Árni Sigurjón Finnbogason skipstjóri, f. 5. desember 1893 í Norðurgarði, d. 22. júní 1992, og kona hans Guðbjörg Aðalheiður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 15. febrúar 1896 á Fögruvöllum, d. 30. janúar 1958,

Börn Guðbjargar Aðalheiðar og Árna:
1. Rósa húsfreyja, f. 25. júní 1916, d. 12. mars 1983, fyrr gift Þórarni Bernótussyni, síðar Birni Arnórssyni.
2. Ráðhildur húsfreyja, f. 24. júní 1917, d. 14. janúar 1997, gift Gísla Þorsteinssyni.
3. Ágústa Kristín Árnadóttir, f. 15. janúar 1919, d. 24. júní 1919.
4. Sigurbjörn verkamaður, sjómaður, bifreiðastjóri, f. 6. mars 1920, d. 31. desember 1998, fyrr kvæntur Maríu Björgvinsdóttur, síðar Ester S. Snæbjörnsdóttur.
5. Ágústa Kristín Árnadóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1921, gift Emil Jóhanni Magnússyni kaupmanni í Grundarfirði.
6. Aðalheiður Árný Árnadóttir húsfreyja, f. 5. desember 1925, d. 20. september 1989, fyrrum gift Pálma Péturssyni kennara.
7. Áslaug Árnadóttir húsfreyja, fædd 20. janúar 1928, d. 18. júlí 2007, gift Pétri Sveinssyni bifreiðastjóra.
8. Finnbogi Árnason rafvirkjameistari, fæddur 5. maí 1930, d. 1. nóvember 2019, kvæntur Guðbjörgu Þóru Steinsdóttur.
9. Borgþór Árnason vélstjóri, fæddur 27. september 1932, d. 14. febrúar 2008, kvæntur (skildu) Guðrúnu Andersen.

Ágústa var með foreldrum sínum í æsku, í Bræðraborg og Stóra-Hvammi. Hún vann við fiskvinnslu og í netagerð og var í vist á Vopnafirði um skeið.
Þau Emil giftu sig 1942, eignuðust sjö börn, en misstu eitt þeirra á áttunda ári aldurs síns og eitt barn gáfu þau Ráðhildi systur Ágústu og Gísla Þorsteinssyni manni hennar til ættleiðingar.
Þau bjuggu í Eyjum, en fluttust til Þórshafnar 1945, en til Grundarfjarðar 1952, bjuggu þar til 1991, er þau fluttu í Garðabæ og bjuggu þar, síðast á Hrafnistu þar.
Emil Jóhann lést 2001 og Ágústa Kristín 2014.

I. Maður Ágústu Kristínar, (8. ágúst 1942), var Emil Jóhann Magnússon frá Reyðarfirði, verslunarmaður, kaupmaður, f. 25. júlí 1921, d. 8. febrúar 2001.
Börn þeirra:
1. Aðalheiður Rósa Emilsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, flugfreyja, f. 25. mars 1942 í Stóra-Hvammi, d. 1. júní 2008. Fyrrum maður hennar Óskar Ásgeirsson. Maður hennar Baldvin Magnússon.
2. Árni Magnús Emilsson íþróttakennari, verslunarmaður, sveitarstjóri, framkvæmdastjóri, útibússtjóri, f. 14. apríl 1943 á Skólavegi 1. Kona hans Þórunn B. Sigurðardóttir.
3. Aagot Emilsdóttir húsfreyja, bóndi á Sámsstöðum í Fljótshlíð, f. 2. mars 1945 í Stóra-Hvammi, d. 27. júní 2012. Fyrrum maki hennar Ingþór Hallbjörn Ólafsson. Maður hennar var Guðmundur Freyr Halldórsson, látinn. Sambýlismaður Árni Þ. Sigurðsson.
4. Hrund Emilsdóttir, f. 22. febrúar 1946, d. 10. júní 1953.
5. Gísli Már Gíslason, kjörbarn Ráðhildar og Gísla Þorsteinssonar, f. 8. janúar 1947 á Þórshöfn á Langanesi. Kona hans Sigrún Valbergsdóttir.
6. Ágústa Hrund Emilsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, kaupmaður, f. 5. janúar 1948. Fyrrum sambýlismaður Gunnar Richter. Barnsfaðir Guðmundur Svavarsson. Barnsfaðir Jón Árni Hjartarson. Sambýlismaður hennar Árni Þórólfsson.
7. Emil Emilsson viðskiptafræðingur, útibússtjóri, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækis, f. 7. febrúar 1959. Kona hans Sigríður Erla Jónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.