Aagot Emilsdóttir
Aagot Emilsdóttir frá Stóra-Hvammi, húsfreyja fæddist þar 2. mars 1945 og lést 27. júní 2012.
Foreldrar hennar voru Emil Jóhann Magnússon kaupmaður, f. 25. júlí 1921 á Búðareyri í Reyðarfirði, d. 8. febrúar 2001, og kona hans Ágústa Kristín Árnadóttir frá Stóra-Hvammi, húsfreyja, f. 6. ágúst 1921, d. 27. október 2014.Börn þeirra:
1. Aðalheiður Rósa Emilsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, flugfreyja, f. 25. mars 1942 í Stóra-Hvammi, d. 1. júní 2008. Fyrrum maður hennar Óskar Ásgeirsson. Maður hennar Baldvin Grendal Magnússon.
2. Árni Magnús Emilsson íþróttakennari, verslunarmaður, sveitarstjóri, framkvæmdastjóri, útibússtjóri, f. 14. apríl 1943 á Skólavegi 1. Kona hans Þórunn B. Sigurðardóttir.
3. Aagot Emilsdóttir húsfreyja, bóndi á Sámsstöðum í Fljótshlíð, f. 2. mars 1945 í Stóra-Hvammi, d. 27. júní 2012. Fyrrum maki hennar Ingþór Hallbjörn Ólafsson. Maður hennar var Guðmundur Freyr Halldórsson, látinn. Sambýlismaður Árni Þ. Sigurðsson.
4. Hrund Emilsdóttir, f. 22. febrúar 1946, d. 10. júní 1953.
5. Gísli Már Gíslason verkfræðingur, kjörbarn Ráðhildar og Gísla Þorsteinssonar, f. 8. janúar 1947 á Þórshöfn á Langanesi. Kona hans Sigrún Valbergsdóttir.
6. Ágústa Hrund Emilsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, kaupmaður, f. 5. janúar 1948. Fyrrum sambýlismaður Gunnar Richter. Barnsfaðir Guðmundur Svavarsson. Barnsfaðir Jón Árni Hjartarson. Sambýlismaður hennar Árni Þórólfsson.
7. Emil Emilsson viðskiptafræðingur, útibússtjóri, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækis, f. 7. febrúar 1959. Kona hans Sigríður Erla Jónsdóttir.
Aogot var með foreldrum sínum í æsku, með þeim
í Stóra-Hvammi, fluttist með þeim til Þórshafnar 1945 og til Grundarfjarðar 1952, síðan í Garðabæinn 1991 .
Hún vann við verslun föður síns í Grundarfirði og á Hellissandi og vann við verslun í Reykjavík.
Þau Ingþór giftu sig, en skildu, eignuðust tvö börn.
Síðari maður Aagotar var Guðmundur Freyr. Þau eignuðust eitt barn.
Guðmundur Freyr lést 1997.
Aagot bjó með Árna Þorsteini á V-Sámsstöðum í Fljótshlíð í 14 ár.
Hún lést 2012.
I. Fyrri maður Aagotar er Ingþór Hallbjörn Ólafsson, f. 1. janúar 1942. Foreldrar hans voru Ólafur Valdimar Ingþórsson, f. 25. október 1906, d. 31. desember 1976, og Aðalheiður Guðmundsdóttir, f. 26. október 1899, d. 24. ágúst 1984.
Börn þeirra:
1. Ágústa Elín Ingþórsdóttir húsfreyja, náms- og starfsráðgjafi, f. 18. október 1961. Maður hennar Kristján Ásgeirsson.
2. Ólafur Ingþórsson tæknifræðingur, f. 20. júní 1965. Kona hans Kristín Stefánsdóttir.
II. Síðari eiginmaður Aagotar var Guðmundur Freyr Halldórsson matsveinn, verslunarmaður, sendibílstjóri, f. 11. júní 1941, d. 1. október 1997. Foreldrar hans voru Halldór Sigurðsson matsveinn, f. 30. desember 1913, d. 6. desember 1970, og kona hans Sigrún Lína Helgadóttir húsfreyja, f. 2. ágúst 1920, d. 4. janúar 1996.
Barn þeirra:
3. Emilía Guðmundsdóttir sálfræðingur, f. 24. júlí 1977. Sambýlismaður hennar Gústav Smári Guðmundsson.
III. Sambýlismaður Aagotar er Árni Þorsteinn Sigurðsson húsasmíðameistari frá Vestri-Sámsstöðum í Fljótshlíð, f. 26. júlí 1941. Foreldrar hans voru Sigurður Árnason bóndi, f. 14. júlí 1900, d. 10. september 2000, og kona hans Oda Hildur Árnason húsfreyja, f. 25. maí 1913, d. 23. janúar 2003.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 11. júlí 2012. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.