Aðalheiður Árnadóttir (Stóra-Hvammi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Salgerður Arngrímsdóttir og Aðalheiður Árný Árnadóttir Finnbogasonar.

Aðalheiður Árný Árnadóttir frá Stóra-Hvammi, húsfreyja fæddist 5. desember 1925 í Bræðraborg og lést 20. september 1989.
Foreldrar hennar voru Árni Sigurjón Finnbogason skipstjóri, f. 5. desember 1893 í Norðurgarði, d. 22. júní 1992, og kona hans Guðbjörg Aðalheiður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 15. febrúar 1896 á Fögruvöllum, d. 30. janúar 1958,

Börn Guðbjargar Aðalheiðar og Árna:
1. Rósa húsfreyja, f. 25. júní 1916, d. 12. mars 1983, fyrr gift Þórarni Bernótussyni, síðar Birni Arnórssyni.
2. Ráðhildur húsfreyja, f. 24. júní 1917, d. 14. janúar 1997, gift Gísla Þorsteinssyni.
3. Ágústa Kristín Árnadóttir, f. 15. janúar 1919, d. 24. júní 1919.
4. Sigurbjörn verkamaður, sjómaður, bifreiðastjóri, f. 6. mars 1920, d. 31. desember 1998, fyrr kvæntur Maríu Björgvinsdóttur, síðar Ester S. Snæbjörnsdóttur.
5. Ágústa Kristín Árnadóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1921, gift Emil Jóhanni Magnússyni kaupmanni í Grundarfirði.
6. Aðalheiður Árný Árnadóttir húsfreyja, f. 5. desember 1925, d. 20. september 1989, fyrrum gift Pálma Péturssyni kennara.
7. Áslaug Árnadóttir húsfreyja, fædd 20. janúar 1928, d. 18. júlí 2007, gift Pétri Sveinssyni bifreiðastjóra.
8. Finnbogi Árnason rafvirkjameistari, fæddur 5. maí 1930, d. 1. nóvember 2019, kvæntur Guðbjörgu Þóru Steinsdóttur.
9. Borgþór Árnason vélstjóri, fæddur 27. september 1932, d. 14. febrúar 2008, kvæntur (skildu) Guðrúnu Andersen.

Aðalheiður var með foreldrum sínum í fyrstu, var fósturbarn hjá Arngrími og Guðrúnu á Kirkjubæ 1931-1938, hjá Jóni Nikulássyni og Salgerði þar 1939, hjá Guðrúnu og Pétri Guðjónssyni á Kirkjubæ 1940, en hjá foreldrum sínum 1941 og næstu ár.
Þau Pálmi giftu sig 1947, eignuðust sex börn. Þau bjuggu á Heimagötu 30, en fluttu til Reykjavíkur 1947. Þau skildu.
Aðalheiður Árný lést 1989 og Pálmi 1993.

I. Maður Aðalheiðar Árnýjar, (17. júní 1947, skildu 1966), var Pálmi Pétursson frá Hofi í Svarfaðardal, f. 20. nóvember 1923, d. 8. nóvember 1993.
Börn þeirra:
1. Þórunn Pálmadóttir húsfreyja, bókhaldsfulltrúi í Reykjavík, f. 12. febrúar 1947 í Eyjum. Maður hennar Aðalsteinn Ásgeirsson.
2. Gerður Pálmadóttir kaupmaður í Reykjavík, f. 24. febrúar 1948. Fyrrum eiginmaður Gunnar Pálsson.
3. Jón Arnar Pálmason, rekur byggingafyrirtæki, býr í Mosfellsbæ, f. 6. október 1950. Kona hans Elsa Baldvinsdóttir.
4. Aðalheiður Árný Pálmadóttir öryrki á Ísafirði, f. 27. ágúst 1954.
5. Bergljót Pálmadóttir húsfreyja, ritari við sjúkrahúsið á Ísafirði, f. 21. desember 1955. Maður hennar Gestur Benediktsson.
6. Hildigunnur Pálmadóttir, öryrki á Reykjalundi, f. 14. maí 1958.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.