Sigurbjörn Árnason (Stóra-Hvammi)
Sigurbjörn Árnason frá Bræðraborg, sjómaður, verkamaður, bifreiðastjóri fæddist 6. mars 1920 og lést 31. desember 1998.
Foreldrar hans voru Árni Finnbogason frá Norðurgarði, f. 6. desember 1893, d. 22. júní 1992, og kona hans Guðbjörg Aðalheiður Sigurðardóttir húsfreyja frá Brekkuhúsi, f. 15. febrúar 1896, d. 30. janúar 1958.
Börn Guðbjargar Aðalheiðar og Árna:
1. Rósa húsfreyja, f. 25. júní 1916, d. 12. mars 1983, fyrr gift Þórarni Bernótussyni, síðar Birni Arnórssyni.
2. Ráðhildur húsfreyja, f. 24. júní 1917, d. 14. janúar 1997, gift Gísla Þorsteinssyni.
3. Ágústa Kristín Árnadóttir, f. 15. janúar 1919, d. 24. júní 1919.
4. Sigurbjörn verkamaður, sjómaður, bifreiðastjóri, f. 6. mars 1920, d. 31. desember 1998, fyrr kvæntur Maríu Björgvinsdóttur, síðar Ester S. Snæbjörnsdóttur.
5. Ágústa Kristín Árnadóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1921, gift Emil Jóhanni Magnússyni kaupmanni í Grundarfirði.
6. Aðalheiður Árný Árnadóttir húsfreyja, f. 5. desember 1925, d. 20. september 1989, fyrrum gift Pálma Péturssyni kennara.
7. Áslaug Árnadóttir húsfreyja, fædd 20. janúar 1928, d. 18. júlí 2007, gift Pétri Sveinssyni bifreiðastjóra.
8. Finnbogi Árnason rafvirkjameistari, fæddur 5. maí 1930, d. 1. nóvember 2019, kvæntur Guðbjörgu Þóru Steinsdóttur.
9. Borgþór Árnason vélstjóri, fæddur 27. september 1932, d. 14. febrúar 2008, kvæntur (skildu)
Guðrúnu Andersen.
Sigurbjörn var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var sjómaður á Faxastíg 8A 1940, flutti til Reykjavíkur giftist Maríu 1944, eignaðist eitt barn með henni, en þau skildu. Hann giftist Ester. Þau eignuðust tíu börn. Þau fluttust til Eyja með fyrsta barn sitt, voru leigjendur í Nýjahúsi við Heimagötu 3 B 1949, bjuggu á Brekastíg 31 1950, í Hraundal 1951 og á Hólagötu 31 1953.
Þau Ester fluttu til Hafnarfjarðar 1954, á Álftanes 1955, í Ægiskamp í Reykjavík 1956 og bjuggu þar í tvö ár, en þá í Gnoðarvog, þar sem þau bjuggu á meðan þau héldu saman, en þau skildu 1959. Ester bjó þar til 1980.
Sigurbjörn eignaðist barn með Erlu 1965.
Hann lést 1998.
I. Kona Sigurbjarnar, (8. júlí 1944, skildu), var María Einhildur Björgvinsdóttir húsfreyja, f. 29. janúar 1923, d. 9. mars 1988. Foreldrar hennar voru Björgvin Guðmundsson frá Álftavík í Húsavíkursókn, N.-Múl, trésmiður, f. 24. nóvember 1885, d. 20. febrúar 1971, og Kristín Jóhannesdóttir, f. 17. maí 1891, d. 26. desember 1984.
Barn þeirra:
1. Kristín Birna Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, f. 15. september 1944.
II. Kona Sigurbjarnar, (skildu 1959), var Ester Snæbirna Snæbjörnsdóttir húsfreyja, f. 7. september 1923, d. 31. júlí 2016. Foreldrar hennar voru Snæbjörn Guðmundsson járnsmiður, f. 6. desember 1901, d. 29. október 1936, og Elín Sigríður Pétursdóttir Blöndal, f. 13. júní 1895, d. 10. október 1969.
Börn þeirra:
2. Snæbjörn Sigurbjörnsson verkamaður, f. 2. apríl 1947 í Kamp Knox í Reykjavík, d. 27. mars 2000, ókvæntur.
3. Hafþór Sigurbjörnsson skipstjóri, verslunarmaður, innkaupastjóri, f. 31. júlí 1949 í Nýjahúsi við Heimagötu 3B. Hann býr í Svíþjóð. Kona hans Erla Björg Magnúsdóttir.
4. Sigurður Rósant Sigurbjörnsson kennari, f. 21. júní 1950 á Brekastíg 31. Barnsmóðir hans Guðríður Guðmundsdóttir. Fyrri kona hans var Guðbjörg Óskarsdóttir, látin. Síðari kona hans Hafdís Hrönn Ingimundardóttir.
5. Sigmar Ágúst Sigurbjörnsson sjúklingur, f. 12. sept. 1951 í Eyjum, d. 24. mars 1972, ókvæntur .
6. Ingibjörg Elín Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 11. sept. 1952 í Eyjum. Maður hennar Sigurður Eyþórsson.
7. Árni Sigurbjörnsson verkamaður, f. 22. nóv. 1953 í Eyjum, d. 10. mars 1983. Barnsmæður hans Anna Bjarndís Gísladóttir og Soffía Ragnarsdóttir.
8. Páll Ingimundur Blöndal Sigurbjörnsson tölvunarfræðingur, f. 15. apríl 1955. Kona Elfa Dís Austmann Jóhannsdóttir.
9. Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, f. 2. júní 1956. Barnsfaðir hennar Helgi Valur Helgason.
10. Finnbogi Sigurbjörnsson verkamaður, f. 22. sept. 1957, d. 27. okt. 2001.
11. Sigurbjörn Blöndal Sigurbjörnsson, f. 3. nóv. 1958, d. 21. september 2021. Barnsmóðir hans Lilja Sigurðardóttir og Sandra Dögg Einarsdóttir. Barnsmóðir hans Hafdís Erla Baldvinsdóttir. Fyrrum kona hans Elín Magnea Hafsteinsdóttir
III. Barnsmóðir Sigurbjörns er Erla Kristjánsdóttir í Reykjavík, f. 3. júní 1929. Foreldrar hennar voru Kristján Einarsson múrarameistari í Reykjavík, f. 25. ágúst 1893, d. 6. apríl 1950, og kona hans Guðríður Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 22. febrúar 1900, d. 3. mars 1984.
Erla bjó síðar með Árna Finnbogasyni, föður Sigurbjarnar Árnasonar.
Barn Sigurbjarnar og Erlu:
12. Svanur Sigurbjörnsson læknir, f. 13. febrúar 1965 í Reykjavík. Fyrrum sambýliskona hans Hanna Þórunn Skúladóttir. Fyrrum eiginkona hans Sólveig Halldórsdóttir. Kona hans Soffía Lárusdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hvammsætt. Handrit. Svanur Sigurbjörnsson.
- Íslendingabók.is.
- Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Ættingjar.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.