„Ritverk Árna Árnasonar/Sigurður Einarsson (Norðurgarði)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 8: | Lína 8: | ||
Kona Sigurðar var [[Margrét Jónsdóttir (Norðurgarði vestri)|Margrét Jónsdóttir]], f. 23. ágúst 1894, d. 3. júní 1934.<br> | Kona Sigurðar var [[Margrét Jónsdóttir (Norðurgarði vestri)|Margrét Jónsdóttir]], f. 23. ágúst 1894, d. 3. júní 1934.<br> | ||
Börn Sigurðar og Margrétar:<br> | Börn Sigurðar og Margrétar:<br> | ||
1. [[Ásta Margrét Sigurðardóttir (Norðurgarði)|Ásta Margrét]], | 1. Andvana stúlka, f. 6. nóvember 1922.<br> | ||
2. [[Ásta Margrét Sigurðardóttir (Norðurgarði)|Ásta Margrét Sigurðardóttir]], fædd 25. september 1924, d. 19. nóvember 1995, síðast ræstitæknir í Reykjavík.<br> | |||
3. [[Einar Sigurðsson (Norðurgarði)|Einar ''Árni'' Sigurðsson]], f. 5. september 1927 í [[Gíslholt]]i, d. 27. janúar 2003. | |||
'''''<big>Úr fórum [[Árni Árnason (símritari)|Árna Árnasonar]] símritara: <br>Bjargveiðimannatal.</big>'''''<br> | '''''<big>Úr fórum [[Árni Árnason (símritari)|Árna Árnasonar]] símritara: <br>Bjargveiðimannatal.</big>'''''<br> | ||
Sigurður var hár vexti og þrekinn, dálítið lotinn í herðum, rauðbirkinn, fremur breiðleitur og andlit karlmannlegt.<br> | Sigurður var hár vexti og þrekinn, dálítið lotinn í herðum, rauðbirkinn, fremur breiðleitur og andlit karlmannlegt.<br> |
Útgáfa síðunnar 17. febrúar 2018 kl. 14:29
Kynning.
Sigurður Einarsson, Norðurgarði vestri, fæddist 6. júlí 1895 og lést 1. júní 1929, hrapaði í Geldungi.
Faðir hans var Einar Jónsson bóndi í Norðurgarði, f. 12. júní 1859, d. 8. ágúst 1937.
Móðir Sigurðar var Árný Einarsdóttir húsfreyja, f. 24. apríl 1863, d. 9. ágúst 1938.
Kona Sigurðar var Margrét Jónsdóttir, f. 23. ágúst 1894, d. 3. júní 1934.
Börn Sigurðar og Margrétar:
1. Andvana stúlka, f. 6. nóvember 1922.
2. Ásta Margrét Sigurðardóttir, fædd 25. september 1924, d. 19. nóvember 1995, síðast ræstitæknir í Reykjavík.
3. Einar Árni Sigurðsson, f. 5. september 1927 í Gíslholti, d. 27. janúar 2003.
Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.
Sigurður var hár vexti og þrekinn, dálítið lotinn í herðum, rauðbirkinn, fremur breiðleitur og andlit karlmannlegt.
Hann var allvel styrkur, en stirður í hreyfingum og heldur þunglamalegur á velli. Heldur var hann hlédrægur, en í sínum hóp gat hann brugðið fyrir sig glettni og var oft orðheppinn í viðræðum, þótt hins vegar hafi hann þótt yfirleitt þungur í lund.
Veiðimaður var Sigurður í meðallagi, en iðinn og þrautseigur og töluvert kappsfullur. Hann var og mikið við bjargferðir, duglegur liðsmaður, en enginn afburðamaður; til þess vantaði lipurðina. Sigamaður var hann nokkur, þótt aldrei næði hann sérlegri leikni í fjallaferðum.
Sigurður var mest við lundaveiðar í Elliðaey, en fór um margar úteyjanna til fugla og eggja. Hann hrapaði til dauðs í Geirfuglaskeri við eggjatöku 1. júní 1929.
Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
- Garður.is.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.is
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.