Árný Einarsdóttir (Norðurgarði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Árný Einarsdóttir húsfreyja í Norðurgarði.

Árný Einarsdóttir húsfreyja í Norðurgarði fæddist 22. apríl 1865 að Hlíð undir Eyjafjöllum og lést 9. ágúst 1938.

Faðir Árnýjar var Einar bóndi á Minniborg undir Eyjafjöllum 1835, f. 3. júní 1796 í Dalskoti í Stóra-Dalssókn, d. 30. janúar 1869, Pétursson bónda á Hjáleigusöndum og Lambhúshól undir Eyjafjöllum, f. 1759, d. 7. júlí 1841, Erlendssonar bónda á Barkarstöðum í Fljótshlíð, f. 1713, Eiríkssonar og konu Erlendar á Barkarstöðum, Ingveldar húsfreyju, f. 1716, Nikulásdóttur.
Móðir Einars Péturssonar á Minniborg og kona Péturs var Margrét húsfreyja, f. 1769 í Rimakoti í A-Landeyjum, d. 24. september 1825, Jónsdóttir bónda á Söndum, f. 1741, Einarssonar og konu Jóns, Guðrúnar húsfreyju Jónsdóttur, f. 1740.

Kona Einars á Minniborg og móðir Árnýjar í Norðurgarði var Margrét húsfreyja í Bakkakoti 1860, f. 1830 í Pétursey í Mýrdal, d. 16. ágúst 1868, Loftsdóttir bónda í Holti í Mýrdal, f. 22. febrúar 1791 í Keldudal í Mýrdal, d. 19. apríl 1856 í Hjörleifshöfða, Guðmundssonar bónda á Meðalfelli í Kjós 1781, en síðan í Holti og víðar í V-Skaft., f. 1744, d. 15. september 1805 í Holti, Loftssonar, og seinni konu Guðmundar Loftssonar, Ástríðar húsfreyju, f. 1762 á Breiðabólsstöðum í Reykholtsdal, d. 30. ágúst 1833 í Holti í Mýrdal, Pálsdóttur.
Móðir Margrétar í Bakkakoti og barnsmóðir Lofts í Holti var Bjarghildur vinnukona víða í Mýrdal, síðast niðursetningur í Ytri-Skógum þar, f. 1800, d. 10. júlí 1856, Oddsdóttir.

Árný fluttist til Eyja 1888 frá Hlíð undir Eyjafjöllum.
Maður hennar (1892) var Einar Jónsson bóndi og sjómaður í Norðurgarði, f. 12. júní 1859, d. 8. ágúst 1973.

Börn Einars og Árnýjar voru:
1. Einar, f. 15. september 1892, d. 21. mars 1967.
2. Sigurður, f. 16. júní 1895, hrapaði til bana í Geirfuglaskeri 1. júní 1929.
3. Þórarinn Einarsson, f. 20. júlí 1900, d. 17. desember 1903.
4. Ingiríður, f. 6. febrúar 1902, d. 30. ágúst 1981.
5. Guðbjörg, f. 21. desember 1905, d. 12. ágúst 1972.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.