Ásta Margrét Sigurðardóttir (Norðurgarði)
Ásta Margrét Sigurðardóttir húsfreyja, ræstitæknir í Reykjavík fæddist 26. september 1924 á Seljalandi og lést 19. nóvember 1995.
Foreldrar hennar voru Sigurður Einarsson frá Norðurgarði, f. 6. júlí 1895, d. 1. júní 1929, og kona hans Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. 23. ágúst 1894, d. 3. júní 1934.
Móðursystir Ástu var
1. Kristín Jónsdóttir í Gíslholti, húsfreyja f. 24. mars 1898, d. 19. apríl 1969.
Ásta var með foreldrum sínum, en faðir hennar lést, er hún var á fimmta árinu. Hún var með móður sinni í Gíslholti 1930, en hún lést 1934, er Ásta var tæpra átta ára.
Hún ólst upp hjá föðursystur sinni í Norðurgarði, Guðbjörgu Einarsdóttur og Gísla Kristni Aðalsteinssyni manni hennar.
Ásta var í Norðurgarði 1940, en fluttist úr Eyjum um 1941.
Hún eignaðist Sigurð Grétar Eggertsson 1946.
Þau Ágúst giftu sig 1947, bjuggu í Reykjavík, eignuðust þrjú börn.
Ásta Margrét vann við ræstingar, lengst við Borgarbókasafnið í Reykjavík. Hún lést árið 1995 og Ágúst Vilberg árið 2000.
I. Barnsfaðir Ástu Margrétar var Eggert Ólafsson matsveinn, f. 3. september 1924, d. 7. febrúar 2008.
Barn þeirra:
1. Sigurður Grétar Eggertsson trésmiður í Danmörku, f. 6. mars 1946. Kona hans var, (skildu), Mattea Katrín Pétursdóttir húsfreyja, f. 2. ágúst 1948, d. 22. janúar 2006. Kona hans er Rós Ellertsdóttir.
II. Maður Ástu Margrétar, (27. september 1947), var Ágúst Vilberg Guðjónsson starfsmaður Vegagerðar Ríkisins, f. 26. ágúst 1914, d. 27. júlí 2000.
Börn þeirra:
1. Guðjón Vilberg Ágústsson verkstjóri, f. 1. september 1948. Kona hans er Sigurbjörg Ágústsdóttir.
2. Erna Kristín Ágústsdóttir húsfreyja, starfsmaður Isavia, f. 20. nóvember 1952. Fyrri maður hennar, (skildu), var Valdimar Jónsson. Maður hennar er Ólafur Már Magnússon.
3. Þuríður Jóna Ágústsdóttir húsfreyja, kennari, f. 2. ágúst 1962. Maður hennar er Valdimar Karl Guðlaugsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Erna Kristín Ágústsdóttir.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 30. nóvember 1995. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.