„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1958/ Gamlar minningar“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
<big><center>[[Eyjólfur Gíslasson|EYJÓLFUR GÍSLASON]]:</center></big><br>
<big><center>[[Eyjólfur Gíslason (Bessastöðum)|EYJÓLFUR GÍSLASON]]:</center></big><br>
<big><big><center>GAMLAR MINNINGAR</center></big></big><br>
<big><big><center>GAMLAR MINNINGAR</center></big></big><br>
   
   
Lína 48: Lína 48:
<small>upp á líf og dauða.“</small><br>
<small>upp á líf og dauða.“</small><br>


Einhverju sinni stóð Ólafur á förnum vegi, og komu þeir Sigurður Sigurfinns-son hreppstjóri á Heiði, sem var mikill sjómaður, og Þorsteinn Jónsson læknir sinn úr hvorri áttinni og mættust þar sem Olafur stóð. Varð Þorsteini þá að orði, að Olafur ætti að yrkja eitthvað um þá.
Einhverju sinni stóð Ólafur á förnum vegi, og komu þeir [[Sigurður Sigurfinnsson (hreppstjóri)|Sigurður Sigurfinnsson]] hreppstjóri á [[Stóra-Heiði|Heiði]], sem var mikill sjómaður, og [[Þorsteinn Jónsson (héraðslæknir)|Þorsteinn Jónsson]] læknir sinn úr hvorri áttinni og mættust þar sem Ólafur stóð. Varð Þorsteini þá að orði, að Ólafur ætti að yrkja eitthvað um þá.<br>
Ólafur kvað þá:
Ólafur kvað þá:<br>
„Til glötunar cr gatan brcið', þó garpar hana labbi. Mætast þar á miðri lcið marflúin og krabbi."
Ólafur var vinnumaður hjá Sigurði Sveinssyni í Nýborg frá 1883, og hjá hon-um var hann til dauðadags, 4. okt. 1927.


Jón Jónsson var fæddur í Prcsthúsum 28. júlí 1854. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, frá Brattlandi á Síðu, og kona hans Ingibjörg Stefánsdóttir, frá Hörg-Iandskoti úr sömu sveit. Þau fluttu hing-að til Eyja um miðja nítjándu öld og bjuggu allan sinn búskap í Presthúsurn, en sá bær stóð þá í vestustu bæjarröð Kirkjubæjanna.
<small>„Til glötunar er gatan breið,</small><br>
Sonur þeirra var einnig Guðlaugur, er bjó allan sinn búskap í Gerði og gcrði þar garðinn frægan, því hann var niikill dugnaðar- og atorkumaður til Iands og sjávar.
<small>þó garpar hana labbi.</small><br>
Jón byrjaði ungur að róa mcð föður sínuin, sem var formaður með sexæring-inn „Halkion", og hefur hann snemma þótt efnilegur sjómaður, því 16 ára að aldri tók hann við formennsku á „Hal-kion", eftir áskorun allrar skipshafnar-innar, í veikindaforföllum föður síns. Var hann svo formaður með það skip fram undir síðustu aldamót, cða nær 30 árum. Hætti hann þá formennsku á vetrarver-tíðum, cn reri eftir það sem háseti. Var hann jafnan bitamaður hjá yngri for¬mönnum og þeirra lciðbeinandi, ef með þurfti. Jón hætti sjóniennsku, er vélbát-arnir komu.
<small>Mætast þar á miðri leið</small><br>
Sennilegt er, að Jón hafi hér yngstur manna byrjað formcnnsku á vetrarvertíð.
<small>marflóin og krabbi.“</small><br>
Það var ætlun samtíðarmanna Jóns, að ekki mundu aðrir hafa drearið fleiri flak-
 
O
Ólafur var vinnumaður hjá [[Sigurður Sveinsson í Nýborg|Sigurði Sveinssyni]] í [[Nýborg]] frá 1883, og hjá honum var hann til dauðadags, 4. okt. 1927.<br>
andi lúður hér í kringum Eyjarnar en hann.
 
Jón í Gerði reykti mikið úr pípu, en það var fremur fátítt, því flestir samtíð-armenn Jóns tuggðu skrotóbak. Haft var cftir Jóni, „að ekki vildi hann vera á sjó í því veðri, sem hann gæti ekki kveikt í pípunni með annarri hendi en stýrt með hinni."
[[Ritverk Árna Árnasonar/Jón Jónsson (Norður-Gerði)|Jón Jónsson]] var fæddur í [[Presthús|Presthúsum]] 28. júlí 1854. Foreldrar hans voru [[Jón Jónsson (Presthúsum)|Jón Jónsson]], frá Brattlandi á Síðu, og kona hans [[Ingibjörg Stefánsdóttir (Presthúsum)|Ingibjörg Stefánsdóttir]], frá HörgIandskoti úr sömu sveit. Þau fluttu hingað til Eyja um miðja nítjándu öld og bjuggu allan sinn búskap í Presthúsum, en sá bær stóð þá í vestustu bæjarröð [[Kirkjubær|Kirkjubæjanna]].<br>
(Jón kveikti alltaf í pípu sinni á mjög sérkennilegan hátt, notaði aðeins aðra höndina).
Sonur þeirra var einnig [[Guðlaugur Jóhann Jónsson|Guðlaugur]], er bjó allan sinn búskap í Gerði og gerði þar garðinn frægan, því hann var mikill dugnaðar- og atorkumaður til Iands og sjávar.<br>
Guðjón bóndi á Oddsstöðum reri margar vertíðir mcð Jóni á „Halkion" og minnist hans ávallt fyrir hans snillistjórn og miklu sjómannshæfilcika og sem hins mætasta manns.
Jón byrjaði ungur að róa með föður sínum, sem var formaður með sexæringinn „[[Halkion]]“, og hefur hann snemma þótt efnilegur sjómaður, því 16 ára að aldri tók hann við formennsku á „Halkion“, eftir áskorun allrar skipshafnarinnar, í veikindaforföllum föður síns. Var hann svo formaður með það skip fram undir síðustu aldamót, eða nær 30 árum. Hætti hann þá formennsku á vetrarvertíðum, en reri eftir það sem háseti. Var hann jafnan bitamaður hjá yngri formönnum og þeirra leiðbeinandi, ef með þurfti. Jón hætti sjómennsku, er vélbátarnir komu.<br>
Eitt sinn sem oftar hrepptu þeir storm á sjónum. Sagði þá Guðjón: Nú held ég, að þú hafir ckki að kveikja í píjumni, Jón."
Sennilegt er, að Jón hafi hér yngstur manna byrjað formennsku á vetrarvertíð.<br>
En Jón svaraði: „Þá liöfum við heldur ckki heim."
Það var ætlun samtíðarmanna Jóns, að ekki mundu aðrir hafa dregið fleiri flakandi lúður hér í kringum Eyjarnar en hann.<br>
Þó Jón sækti sjóinn ekki minna en aðr-ir og þætti djarfur að hlaða, þegar fiskur bauðst, fékk hann aldrei austursmál, sem kallað var, — þ. e. mikla ágjöf — alla sína formannstíð.
Jón í Gerði reykti mikið úr pípu, en það var fremur fátítt, því flestir samtíðarmenn Jóns tuggðu skrotóbak. Haft var eftir Jóni, „að ekki vildi hann vera á sjó í því veðri, sem hann gæti ekki kveikt í pípunni með annarri hendi en stýrt með hinni.“<br>
Flciri sumur voru þeir saman sókn-ingsmenn í Elliðaey, Jón í Gcrði og Hannes lóðs. Venja var að fara tvisvar í viku, miðvikudaga og laugardaga, í allar úteyjar, þar scm legið var við lunda. Voru það kallaðir sókningsdagar. Var lunda-veiðimönnum þá færður matur, en fugl-inn fluttur heim. í þessar ferðir voru not-
(Jón kveikti alltaf í pípu sinni á mjög sérkennilegan hátt, notaði aðeins aðra höndina).<br>
[[Guðjón Jónsson (Oddsstöðum)|Guðjón]] bóndi á [[Oddsstaðir|Oddsstöðum]] reri margar vertíðir með Jóni á „Halkion“ og minnist hans ávallt fyrir hans snillistjórn og miklu sjómannshæfileika og sem hins mætasta manns.<br>
aðar smáferjur, þriggja og fjögra manna för, er sótt var á til liskveiða alla virka daga, er gaf á sjó, utan vetrarvertíðar.
Eitt sinn sem oftar hrepptu þeir storm á sjónum. Sagði þá Guðjón: Nú held ég, að þú hafir ekki að kveikja í pípunni, Jón.“<br>
Eitt sinn er þeir Jón og Hannes voru í sókningsferð og búnir að þrauthlaða ferjuna af lundakippum (100 lundar í kippu), brást snögglega á austanstormur. Þeim félögum varð það fyrst til ráða að hlaða kippunum sem bezt með báðum borðstokkum og gera þannig nokkurs-konar skjólborð. Því næst .seglbjuggu þeir, og spurði þá Hannes Jón, hvort hann kysi heldur að stýra eða gæta segl-anna. En Jón svaraði, að hann væri orð-inn stirður og \>ví bezt að hann sæti kyrr. Stjórnin hjá Jóni var svo aðdáanleg alla leið til hafnar, að ekki kom sletta inn i bátinn, eltir sögn Hannesar.
En Jón svaraði: „Þá höfum við heldur ekki heim.“<br>
(Ágjöf hefðu þeir ekki heldur þolað, því sjórinn hefði ekki komið til austurs, heldur gengið í fiður fuglsin.s, og þá þyngt hann Jjannig, að orðið hefði að ryðja einhverju af hinum dýrmæta farmi fyrir borð),
Þó Jón sækti sjóinn ekki minna en aðrir og þætti djarfur að hlaða, þegar fiskur bauðst, fékk hann aldrei austursmál, sem kallað var, — þ. e. mikla ágjöf — alla sína formannstíð.<br>
A vor- og haustvertíðum var Jón lengi formaður með smáferju, er þeir bræður áttu saman. Með Jóni frænda sínum byrj-aði Stefán Guðlaugsson í Gerði sína löngu og farsælu sjómannstíð.
Fleiri sumur voru þeir saman sókningsmenn í Elliðaey, Jón í Gerði og [[Hannes Jónsson|Hannes lóðs]]. Venja var að fara tvisvar í viku, miðvikudaga og laugardaga, í allar úteyjar, þar sem legið var við lunda. Voru það kallaðir sókningsdagar. Var lundaveiðimönnum þá færður matur, en fuglinn fluttur heim. Í þessar ferðir voru notaðar smáferjur, þriggja og fjögurra manna för, er sótt var á til fiskveiða alla virka daga, er gaf á sjó, utan vetrarvertíðar.<br>
Stelán var formaður með mótorbátana ,,Halkion"# yfir 40 vertíðir, og er ,,Hal-kions"-bátsnafnið nú búið að fylgja hér sömu ættinni á aðra öld. Er ánægjulegt til þess að vita, að útlit er fyrir að svo verði  álrainhaldandi,   þar sem Stelán^. Stefánsson í Gerði, fjórði ættliðurinn, er tekinn við skipstjórn á m.b. „Halkion", og farnast vel.
Eitt sinn er þeir Jón og Hannes voru í sókningsferð og búnir að þrauthlaða ferjuna af lundakippum (100 lundar í kippu), brást snögglega á austanstormur. Þeim félögum varð það fyrst til ráða að hlaða kippunum sem bezt með báðum borðstokkum og gera þannig nokkurskonar skjólborð. Því næst seglbjuggu þeir, og spurði þá Hannes Jón, hvort hann kysi heldur að stýra eða gæta seglanna. En Jón svaraði, að hann væri orðinn stirður og því bezt að hann sæti kyrr. Stjórnin hjá Jóni var svo aðdáanleg alla leið til hafnar, að ekki kom ''sletta'' inn í bátinn, eftir sögn Hannesar.<br>
Kona Jóns var Guðbjörg Björnsdóttir, Einarssonar á Kirkjubæ, systir Finnboga í Norðurgarði og Guðjóns á Kirkjubóli.
(Ágjöf hefðu þeir ekki heldur þolað, því sjórinn hefði ekki komið til austurs, heldur gengið í fiður fuglsins, og þá þyngt hann þannig, að orðið hefði að ryðja einhverju af hinum dýrmæta farmi fyrir borð).<br>
Björn á Kirkjubæ þótti mikill sjómað-ur og var lengi formaður með áttæring-inn „Eolus".
Á vor- og haustvertíðum var Jón lengi formaður með smáferju, er þeir bræður áttu saman. Með Jóni frænda sínum byrjaði [[Stefán Guðlaugsson]] í Gerði sína löngu og farsælu sjómannstíð.<br>
Jón og Guðbjörg bjuggu allan sinn bú-skap í Gerði, á hálfri jörðinni, móti Guð-laugi, bróður Jóns.
Stefán var formaður með mótorbátana „Halkion“* yfir 40 vertíðir, og er „Halkions“-bátsnafnið nú búið að fylgja hér sömu ættinni á aðra öld. Er ánægjulegt til þess að vita, að útlit er fyrir að svo verði  áframhaldandi, þar sem [[Stefán Stefánsson (Gerði)|Stefán Stefánsson]] í Gerði, fjórði ættliðurinn, er tekinn við skipstjórn á m.b. „Halkion“, og farnast vel.<br>
Börn þeirra eru Björn og Jónína, er bæði búa í Gerði.
Kona Jóns var [[Guðbjörg Björnsdóttir (Norður-Gerði)|Guðbjörg Björnsdóttir]], Einarssonar á Kirkjubæ, systir [[Finnbogi Björnsson|Finnboga]] í [[Norðurgarður|Norðurgarði]] og [[Guðjón Björnsson (Kirkjubóli)|Guðjóns]] á [[Kirkjuból|Kirkjubóli]].<br>
Jón í Gerði var sérlega rólyndur og geðspakur maður, sem allir báru fyllsta traust til. Hann andaðist að heimili sínu 1. apríl 1925.
[[Björn Einarsson (Kirkjubæ)|Björn]] á Kirkjubæ þótti mikill sjómaður og var lengi formaður með áttæringinn „[[Eolus, áraskip|Eolus]]“.<br>
Jón og Guðbjörg bjuggu allan sinn búskap í Gerði, á hálfri jörðinni, móti Guðlaugi, bróður Jóns.<br>
Börn þeirra eru Björn og Jónína, er bæði búa í Gerði.<br>
Jón í Gerði var sérlega rólyndur og geðspakur maður, sem allir báru fyllsta traust til. Hann andaðist að heimili sínu 1. apríl 1925.<br>
 
<small>*) Bátsnafnið „Halkion“ þykir mörgum einkennilegt, en það mun vera latneska nafnið á sjófuglinum haftyrðill. Hann er íshafsfugl, líkur álku, nema mikið minni, enda minnstur íslenzkra bjargfugla.</small><br>
 
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Útgáfa síðunnar 23. nóvember 2016 kl. 13:53

EYJÓLFUR GÍSLASON:


GAMLAR MINNINGAR


Allt fram að síðustu aldamótum var það algeng venja hér, þar sem menn voru samankomnir, að tala um sjó- og fjallaferðir, og þá margar sögur sagðar, og þá helzt af þeim, sem þóttu skara fram úr á þeim sviðum.
Á seinni hluta 19. aldar voru þeir taldir beztir stjórnarar Ólafur Magnússon í Nýborg og Jón Jónsson bóndi í Gerði, og ætla ég að skrifa hér stutta þætti af þeim.

Ólafur Magnússon var fæddur að Vilborgarstöðum í Vestmannaeyjum árið 1845. Foreldrar hans voru Magnús Ólafsson (f. 1803), bóndi þar, og kona hans Guðbjörg Daníelsdóttir (f. 1803). Sonur þeirra var einnig Bergur, sem hrapaði til bana úr Hákollagili í Heimakletti í fýlaferðum árið 1866; var hann þá þrítugur að aldri. Bergur var langafi Björns Bergmundssonar í Nýborg og þeirra systkina.
Ólafur þótti snemma efnilegur og var í sérstöku áliti hjá kapt. Kohl sýslumanni og var í Herfylkingu hans. Kapt. Kohl iðkaði skylmingar við Ólaf, og var aðalæfingarsvæðið inni í Botni. Eitt sinn er þeir voru að skylmingum, gætti Kohl sín ekki sem skyldi, en rak korða sinn í brjóst Ólafi, og bar hann þess menjar til dauðadags.
Sagt var, að kapt. Kohl hefði ætlað að koma Ólafi til Danmerkur, þar sent hann næmi hermennsku, svo hann gæti tekið við Herfylkingunni, en kapt. Kohl andaðist snögglega áður það yrði, árið 1860.
„Í árslok 1857, er Ólafur (þá 12 ára) flokksforingi 1. flokks í Drengjaflokki Herfylkingarinnar, en árin 1858 og 1859 er hann liðsmaður í III. fI. 3. d. Herfylkingarinnar.“
Ungur byrjaði Ólafur sjómennsku, eins og altítt var um drengi er ólust hér upp, meðan ekki voru notuð önnur veiðarfæri en handfæri. Formaður fyrir vertíðarskipi varð hann rúmlega tvítugur. Var hann lengst af með sexæringinn „Blíðu“, er Gísli Stefánsson í Hlíðarhúsum átti, og var með það skip til 1892, að hann hætti formennsku á vetrarvertíðum. Ólafur reri eftir það sem háseti á hverri vetrarvertíð, þar til mótorbátarnir komu og tóku við af áraskipunum.
Fram að 1920 reri Ólafur á fjórrónu „juli“, sumar, vor og haust, með handfæri, og var formaður með það. Voru hásetar hans oftast gamalmenni og stundum einn unglingur, um og innan við fermingu. T. d. Guðm. Vigfússon frá Holti, Ársæll Sveinsson á Fögrubrekku o. fl.
Á yngri árum og fram eftir ævinni þótti Ólafur um of ölkær, en aflamaður með afburðum og mjög léttlyndur. Læt ég hér eina sögu fylgja því til sönnunar:
Eitt sinn á vetrarvertíð, 1. apríl, varð Ólafur síðbúinn á sjóinn, og hefur sennilega verið kominn fótaferðatímí. Er hann kom í Hrófin, að skipi sínu „Blíðu“, voru þar mættir allir hásetar hans skinnklæddir, hver við sinn keip og því tilbúnir til róðurs, og hafði verið þykkja í mönnum, því öll skip voru löngu róin. Ekki lét Ólafur það á sig fá, en brá á leik og sagði einum manna sinna, að faktorinn í Austurbúðinni vildi fá að tala við hann og biði hans í búðinni.
Maðurinn fór, en kom fljótlega aftur og sagði sínar farir ekki sléttar. Minntust þá allir hvaða dagur var, og varð það ekki til að bæta skaplyndi manna. Var síðan ýtt úr vör og haldið til miða. Er þeir komu norður fyrir Faxasker sáu þeir sílatorfu og renndu þar færum og drekkhlóðu skipið í þessari einu torfu. Enginn maður hafði talað orð meðan á fiskidrættinum stóð, þar til formaðurinn kallaði að „hanka uppi“. „Nóg væri komið á.“ — Var slík fámælgi víst óvenjuleg, þegar hittist í handóðan fisk á áraskipunum, því þá hafði margt spaugyrðið verið Iátið Ijúka. — Síðan var róið til hafnar.
Fiskurinn var seilaður úr skipinu strax og lent var, en skipinn haldið á floti á meðan. Einn maður var skilinn eftir til að annast seilarnar og skipta aflanum í hluti, eins og því var siður. Var síðan haldið út aftur, og stýrði nú Ólafur skipi sínu að Elliðaey og renndi færum vestan undir eynni, „undir Nálinni“.
Var þar strax fiskur fyrir, svo að þeir hlóðu skipið, án þess að kippa. Var nú farið að glaðna yfir mönnum og komin austangola, svo seglin léttu þeim róðurinn til lands. Ekkert skip var komið að, þegar „Blíða“ hafði losað annan farminn og hélt úr höfn í þriðja róðurinn. Kominn var austan kaldi og var haldið fyrir Klettinn og leitað vestur og inn af Erni. Þar hittu þeir í fisk, svo að þeir létthlóðu skipið og lentu með þann farm á Eiðinu.
Settu þeir skipið yfir Eiðið, sem oft var gert í austanáttum. Þennan umrædda dag fengu þeir eina hleðslu, sem bezt fiskuðu, næst „Blíðu“, en margir ekki nema 10— 12 fiska hlut.
Þessu líkt hafði ekkert einsdæmi verið hjá Ólafi, meðan hann stóð upp á sitt bezta.
Þá ætla ég að skrifa hér eina sögu af stjórnarhæfileikum Ólafs, sem Bjarni heitinn Þorsteinsson í Gvendarhúsi sagði mér, en hann var þá háseti hjá Ólafi.
Það var í hákarlatúr á áttæringnum „Enok“, því ekki var farið á minni skipum í hákarlalegur, enda voru þær oft stundaðar á versta tíma árs, í svartasta skammdeginu. Lágu þeir út af Pétursey og hittu þar í óðan hákarl og þrauthlóðn skipið af hákarlslifur, cn hún þótti mjög vondur farmur, sem skiljanlegt er, þar sem ekkert var afhólfað í þessum skipum fyrir lifrina.
Það var föst venja hér áður fyrr að taka 8 potta af brennivíni með í hvern hákarlatúr, og átti það að skiptast milli manna til hýrgunar og hressingar, því venjulega var víst verið í þessum túrum 1—2 sólarhringa, en um svefn var ekki að ræða á áraskipunum.
Í þessum túr hafði Ólafur mynnzt fullmikið við kútinn. Þegar þeir höfðu létt stjóranum og haldið var heimleiðis, sat hann í tóhringniun (legufærinu), sem var ofan á lifrinni, í skutnum, og hafði kútinn í fanginu, en lét einn sinn bezta háseta stýra.
Ekki höfðu þeir lengi siglt heimleiðis, er ágjöf varð það mikil, að varla hafðist við að ausa með fjórum trogum, tveimur í Austurrúmi og tveimur í Barkarúmi. Kominn var steitingsstormur af haf-land-suðri (S) og vaxandi kvika.
Þegar hér var komið sögu, reis Ólafur upp, tók við stjórninni og sagði: „Skip og menn eru í minni ábyrgð.“ „Og svo snilldarlega stýrði hann,“ sagði Bjarni, „að ekki þurfti að snerta austurtrog það sem eftir var leiðarinnar heim.“
Ólafur var snjall hagyrðingur og lét fjúka í kviðlingum við ýmis tækifæri, bæði til sjós og lands, og er alkunn þessi hákarlavísa hans:

„Hákarlsgreyið, heyrðu mér,
hérna niðri sértu,
matinn teygi ég móti þér,
mikið feginn vertu.“

Á eina sjóferð Ólafs ætla ég enn að minnast, sem sannar bezt, hver snillingssjómaður hann hefur verið. Sagðist honum svo sjálfum frá í ellinni, að þá hefði hann hálfkviðið fyrir að taka land.
Hann var að koma úr hákarlatúr austan úr Fjallasjó. Komið var kvöld, austanstormur og sortasnjóbylur. Enginn var áttavitinn til að vísa stefnuna, því þeir munu ekki hafa komið í notkun hér fyrr en um eða eftir 1890.
Svo var myrkrið mikið, að ekki sáu þeir Bjarnarey, þegar þeir fóru fram hjá henni, en af sjólaginu þóttist Ólafur kenna, að nærri henni hefðu þeir farið. Landið, sem þeir sáu fyrst, var Berggangur, og komu því rétt í miðja Leið. „Og þá varð ég feginn,“ sagði gamli maðurinn og yppti öxlum.
Eitt sinn er Ólafur kom að Leiðinni ófærri, en var kominn of innarlega til þess að geta snúið við, enda sá hann í opnar dyr Austurbúðarinnar gömlu, sem voru á miðri norðurhlið, kastaði hann fram þessari vísu:

„Við skulum ekki hafa hátt,
hér þótt aukist vandinn.
Opin stendur upp á gátt
Austurhúðar fjandinn.“

Einhverju sinni var Ólafur í sumardagsveizlu þar sem vínföng þrutu, er leið á nóttina. Fór Ólafur, ásamt nokkrum öðrum, til að reyna að fá úr því bætt. Fóru þeir til Jóhanns Jörgens Johnsen í Frydendal, en veitingamaður var tregur til, því öll sala var bönnuð um nætur. Þó fór svo, að hann hleypti einum inn til að taka við víninu. Þá kvað Ólafur, í orðastað veitingamanns:

„Efnið rara eg það finn
eftir skemmtun trauða.
Ég hleypi hara einum inn
upp á líf og dauða.“

Einhverju sinni stóð Ólafur á förnum vegi, og komu þeir Sigurður Sigurfinnsson hreppstjóri á Heiði, sem var mikill sjómaður, og Þorsteinn Jónsson læknir sinn úr hvorri áttinni og mættust þar sem Ólafur stóð. Varð Þorsteini þá að orði, að Ólafur ætti að yrkja eitthvað um þá.
Ólafur kvað þá:

„Til glötunar er gatan breið,
þó garpar hana labbi.
Mætast þar á miðri leið
marflóin og krabbi.“

Ólafur var vinnumaður hjá Sigurði Sveinssyni í Nýborg frá 1883, og hjá honum var hann til dauðadags, 4. okt. 1927.

Jón Jónsson var fæddur í Presthúsum 28. júlí 1854. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, frá Brattlandi á Síðu, og kona hans Ingibjörg Stefánsdóttir, frá HörgIandskoti úr sömu sveit. Þau fluttu hingað til Eyja um miðja nítjándu öld og bjuggu allan sinn búskap í Presthúsum, en sá bær stóð þá í vestustu bæjarröð Kirkjubæjanna.
Sonur þeirra var einnig Guðlaugur, er bjó allan sinn búskap í Gerði og gerði þar garðinn frægan, því hann var mikill dugnaðar- og atorkumaður til Iands og sjávar.
Jón byrjaði ungur að róa með föður sínum, sem var formaður með sexæringinn „Halkion“, og hefur hann snemma þótt efnilegur sjómaður, því 16 ára að aldri tók hann við formennsku á „Halkion“, eftir áskorun allrar skipshafnarinnar, í veikindaforföllum föður síns. Var hann svo formaður með það skip fram undir síðustu aldamót, eða nær 30 árum. Hætti hann þá formennsku á vetrarvertíðum, en reri eftir það sem háseti. Var hann jafnan bitamaður hjá yngri formönnum og þeirra leiðbeinandi, ef með þurfti. Jón hætti sjómennsku, er vélbátarnir komu.
Sennilegt er, að Jón hafi hér yngstur manna byrjað formennsku á vetrarvertíð.
Það var ætlun samtíðarmanna Jóns, að ekki mundu aðrir hafa dregið fleiri flakandi lúður hér í kringum Eyjarnar en hann.
Jón í Gerði reykti mikið úr pípu, en það var fremur fátítt, því flestir samtíðarmenn Jóns tuggðu skrotóbak. Haft var eftir Jóni, „að ekki vildi hann vera á sjó í því veðri, sem hann gæti ekki kveikt í pípunni með annarri hendi en stýrt með hinni.“
(Jón kveikti alltaf í pípu sinni á mjög sérkennilegan hátt, notaði aðeins aðra höndina).
Guðjón bóndi á Oddsstöðum reri margar vertíðir með Jóni á „Halkion“ og minnist hans ávallt fyrir hans snillistjórn og miklu sjómannshæfileika og sem hins mætasta manns.
Eitt sinn sem oftar hrepptu þeir storm á sjónum. Sagði þá Guðjón: Nú held ég, að þú hafir ekki að kveikja í pípunni, Jón.“
En Jón svaraði: „Þá höfum við heldur ekki heim.“
Þó Jón sækti sjóinn ekki minna en aðrir og þætti djarfur að hlaða, þegar fiskur bauðst, fékk hann aldrei austursmál, sem kallað var, — þ. e. mikla ágjöf — alla sína formannstíð.
Fleiri sumur voru þeir saman sókningsmenn í Elliðaey, Jón í Gerði og Hannes lóðs. Venja var að fara tvisvar í viku, miðvikudaga og laugardaga, í allar úteyjar, þar sem legið var við lunda. Voru það kallaðir sókningsdagar. Var lundaveiðimönnum þá færður matur, en fuglinn fluttur heim. Í þessar ferðir voru notaðar smáferjur, þriggja og fjögurra manna för, er sótt var á til fiskveiða alla virka daga, er gaf á sjó, utan vetrarvertíðar.
Eitt sinn er þeir Jón og Hannes voru í sókningsferð og búnir að þrauthlaða ferjuna af lundakippum (100 lundar í kippu), brást snögglega á austanstormur. Þeim félögum varð það fyrst til ráða að hlaða kippunum sem bezt með báðum borðstokkum og gera þannig nokkurskonar skjólborð. Því næst seglbjuggu þeir, og spurði þá Hannes Jón, hvort hann kysi heldur að stýra eða gæta seglanna. En Jón svaraði, að hann væri orðinn stirður og því bezt að hann sæti kyrr. Stjórnin hjá Jóni var svo aðdáanleg alla leið til hafnar, að ekki kom sletta inn í bátinn, eftir sögn Hannesar.
(Ágjöf hefðu þeir ekki heldur þolað, því sjórinn hefði ekki komið til austurs, heldur gengið í fiður fuglsins, og þá þyngt hann þannig, að orðið hefði að ryðja einhverju af hinum dýrmæta farmi fyrir borð).
Á vor- og haustvertíðum var Jón lengi formaður með smáferju, er þeir bræður áttu saman. Með Jóni frænda sínum byrjaði Stefán Guðlaugsson í Gerði sína löngu og farsælu sjómannstíð.
Stefán var formaður með mótorbátana „Halkion“* yfir 40 vertíðir, og er „Halkions“-bátsnafnið nú búið að fylgja hér sömu ættinni á aðra öld. Er ánægjulegt til þess að vita, að útlit er fyrir að svo verði áframhaldandi, þar sem Stefán Stefánsson í Gerði, fjórði ættliðurinn, er tekinn við skipstjórn á m.b. „Halkion“, og farnast vel.
Kona Jóns var Guðbjörg Björnsdóttir, Einarssonar á Kirkjubæ, systir Finnboga í Norðurgarði og Guðjóns á Kirkjubóli.
Björn á Kirkjubæ þótti mikill sjómaður og var lengi formaður með áttæringinn „Eolus“.
Jón og Guðbjörg bjuggu allan sinn búskap í Gerði, á hálfri jörðinni, móti Guðlaugi, bróður Jóns.
Börn þeirra eru Björn og Jónína, er bæði búa í Gerði.
Jón í Gerði var sérlega rólyndur og geðspakur maður, sem allir báru fyllsta traust til. Hann andaðist að heimili sínu 1. apríl 1925.

*) Bátsnafnið „Halkion“ þykir mörgum einkennilegt, en það mun vera latneska nafnið á sjófuglinum haftyrðill. Hann er íshafsfugl, líkur álku, nema mikið minni, enda minnstur íslenzkra bjargfugla.