„Sigurður Högnason (Vatnsdal)“: Munur á milli breytinga
Fara í flakk
Fara í leit
Ekkert breytingarágrip |
m (Viglundur færði Sigurður Högnason á Sigurður Högnason (Vatnsdal)) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 3. janúar 2020 kl. 17:33
Sigurður Högnason fæddist 4. október 1897 og lést 31. ágúst 1951. Hann var sonur hjónanna Högna Sigurðssonar og Sigríðar Brynjólfsdóttur. Sigurður var elstur í systkinahópnum. Systkini Sigurðar voru Ágústa Þorgerður, Hildur Ísfold, Guðmundur, Haukur, Elín Esther og Hilmir.
Jónas Þorsteinsson skáldi orti þessar vísur um Sigurð veturinn 1907. Þá var Sigurður Högnason 10 ára gamall:
- Sonur Högna Sigurður,
- sem með þögn er auðkenndur,
- hljóti fögnuð hugljúfur,
- hvers manns sögnum lofaður.
- Sá hinn sami Sigurður,
- sem um pallinn gengur,
- han er bæði hugljúfur
- og hermannlegur drengur.