„Guðmundur Helgason (Heiðardal)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 15: | Lína 15: | ||
Guðmundur var með foreldrum sínum í frumbernsku. Móðir hans lést, er hann var á 6. árinu.<br> | Guðmundur var með foreldrum sínum í frumbernsku. Móðir hans lést, er hann var á 6. árinu.<br> | ||
Hann var með föður sínum og systkinum á Grímsstöðum 1890, var með stjúpmóður sinni og systkinum þar 1901. <br> | Hann var með föður sínum og systkinum á Grímsstöðum 1890, var með stjúpmóður sinni og systkinum þar 1901. <br> | ||
Guðmundur var sjómaður í Reykjavík, var í Litlu-Hildisey 1910, dvaldi þar vinnumaður hjá Arnleifi systur sinni og Guðmundi.<br> | Guðmundur var steinsmiður og sjómaður í Reykjavík, var í Litlu-Hildisey 1910, dvaldi þar vinnumaður hjá Arnleifi systur sinni og Guðmundi.<br> | ||
Hann eignaðis Friðrik með Ólöfu Magnúsdóttur 1906.<br> | Hann eignaðis Friðrik með Ólöfu Magnúsdóttur 1906.<br> | ||
Til Eyja fluttist hann árið 1911 og gerðist háseti á [[Höfrungur|Höfrung]] hjá [[Stefán Björnsson (Skuld)|Stefáni Björnssyni]] í [[Skuld]]. <br> | Til Eyja fluttist hann árið 1911 og gerðist háseti á [[Höfrungur|Höfrung]] hjá [[Stefán Björnsson (Skuld)|Stefáni Björnssyni]] í [[Skuld]]. <br> |
Útgáfa síðunnar 7. október 2015 kl. 13:43
Guðmundur Helgason í Heiðardal fæddist 5. febrúar 1884 og lést 15. desember 1977. Hann fluttist til Vestmannaeyja árið 1911 og gerðist háseti á Höfrung hjá Stefáni Björnssyni.
Formennsku byrjaði Guðmundur árið 1912 með m/b Geysi, síðan var hann formaður með Trausta, Helgu, Kára og Sigríði árið 1924.
Heimildir
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
Frekari umfjöllun
Guðmundur Helgason formaður, vigtarmaður í Heiðardal fæddist 5. febrúar 1884 og lést 15. desember 1977.
Foreldrar hans voru Helgi Árnason bóndi á Grímsstöðum í V-Landeyjum, f. 21. desember 1851, d. 5. apríl 1901, og fyrri kona hans Sigríður Eiríksdóttir húsfreyja, f. 22. desember 1841, d. 26. júní 1889.
Systir Guðmundar var Arnleif Helgadóttir húsfreyja í Heiðardal.
Guðmundur var með foreldrum sínum í frumbernsku. Móðir hans lést, er hann var á 6. árinu.
Hann var með föður sínum og systkinum á Grímsstöðum 1890, var með stjúpmóður sinni og systkinum þar 1901.
Guðmundur var steinsmiður og sjómaður í Reykjavík, var í Litlu-Hildisey 1910, dvaldi þar vinnumaður hjá Arnleifi systur sinni og Guðmundi.
Hann eignaðis Friðrik með Ólöfu Magnúsdóttur 1906.
Til Eyja fluttist hann árið 1911 og gerðist háseti á Höfrung hjá Stefáni Björnssyni í Skuld.
Formennsku byrjaði Guðmundur árið 1912 með m/bGeysi, síðan var hann formaður með Trausta, Helgu, Kára og Sigríði árið 1924.
Þau Guðrún voru í Lambhaga 1912, fóru í Landeyjar til að giftast, bjuggu í Lambhaga 1913.
Þau voru í Fagurhól 1915 munu hafa slitið sambúð upp úr því og Guðrún búið með Ágústi Ingvarssyni.
Guðmundur tók virkan þátt í verkalýðsbaráttunni í Eyjum, var m.a. í stjórn Verkamannafélagsins Drífanda, (sjá Blik 1980, Andstæðingar Stalinismans í Vestmannaeyjum).
Hann var sjómaður í Reykjavík 1930, en sneri til Eyja og var vigtarmaður.
Hann lést 1977.
Kona Guðmundar, (2. nóvember 1912 í Landeyjum, skildu), var Guðrún Kristjánsdóttir húsfreyja, saumakona, f. 23. júní 1889, d. 8. júní 1960.
Börn þeirra voru:
1. Hafsteinn Guðmundsson prentsmiðjustjóri og bókaútgefandi, f. 7. apríl 1912, d. 1. september 1999.
2. Ágúst Kristmann Guðmundsson prentari, prentsmiðjustjóri í Reykjavík, f. 26. ágúst 1913, d. 26. apríl 1980.
3. Ásta Guðbjörg Guðmundsdóttir hárgreiðslukona, skrifstofukona, vann við bókaútgáfu Helgafells, f. 18. desember 1915, d. 4. júlí 1999. Hún var ógift og barnlaus.
Sonur Guðmundar með Ólöfu Magnúsdóttur frá Miðhúsum í Garði.
4. Friðrik Guðmundsson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 15. september 1906, d. 20. apríð 1988.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.