„Guðmundur Kortsson (Vilborgarstöðum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Guðmundur Kortsson''' bóndi á Vilborgarstöðum og Gjábakka fæddist 10. ágúst 1792 í Árbæ í Holtum og lést 27. febrúar 1837 á Borg...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 28: Lína 28:
*Prestþjónustubækur.
*Prestþjónustubækur.
*Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.}}
*Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Bændur]]
[[Flokkur: Bændur]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 18. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 18. öld]]

Núverandi breyting frá og með 29. júní 2015 kl. 20:22

Guðmundur Kortsson bóndi á Vilborgarstöðum og Gjábakka fæddist 10. ágúst 1792 í Árbæ í Holtum og lést 27. febrúar 1837 á Borgareyrum u. Eyjafjöllum.
Faðir hans var Kort bóndi í Árbæ í Holtum 1801, f. 1758, d. 27. desember 1834, Þorsteinsson bónda í Árbæ, f. (1706), d. 18. júní 1794, Kortssonar bónda og lögréttumanns í Árbæ, f. 1675 í Árbæ, drukknaði um áttrætt, Magnússonar, og fyrri konu Korts Solveigar húsfreyju, f. 1678 í Forsæti í V- Landeyjum, d. fyrir 1729, Gísladóttur.
Móðir Korts í Árbæ og kona Þorsteins bónda þar var Elín húsfreyja frá Brekkum í Holtum, f. 1714, d. 18. mars 1797, Grímsdóttir bónda, lögréttumanns og hreppstjóra þar, f. 1689 á Brekkum, d. í janúar 1750, Jónssonar og fyrri konu Gríms, Guðfinnu húsfreyju, f. 1683, á lífi 1718, Ísleifsdóttur.
Móðir Guðmundar Kortssonar og kona Korts í Árbæ var Þorgerður húsfreyja, f. 14. september 1760, d. 10. nóvember 1819, Hannesdóttir bónda á Stóru-Borg u. Eyjafjöllum, f. 1703, Árnasonar, og konu Hannesar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1720, á lífi 1784, Hávarðsdóttur.

Guðmundur Kortsson og Þórdís voru bændur á Vilborgarstöðum og Gjábakka. Þau Þórdís fluttu til lands 1828. Þau bjuggu í Stóru-Hildisey í A-Landeyjum 1828-1834, en síðan á Borgareyrum u. Eyjafjöllum. Eftir lát Guðmundar bjó Þórdís áfram á Borgareyrum og með Höskuldi Erlendssyni síðari manni sínum meðan hann lifði, en síðan ein til 1853.

Guðmundur Kortsson var bróðir Þórelfar Kortsdóttur húsfreyju í Görðum við Kirkjubæ, f. 9. janúar 1787, d. 15. febrúar 1869. Hún var móðir Þorgerðar Gísladóttur móður Högna Sigurðssonar í Vatnsdal.

Kona Guðmundar Kortssonar, (15. janúar 1819), var Þórdís Magnúsdóttir húsfreyja, skírð 21. ágúst 1800, d. 29. nóvember 1855. Guðmundur var fyrri maður hennar. Síðari maður hennar var Erlendur Höskuldsson bóndi á Borgareyrum.

Börn þeirra hér nefnd:
1. Sveinn Guðmundsson, f. 10. desember 1818, d. 20. desember 1818.
2. Guðmundur Guðmundsson, f. 16. nóvember 1819, d. 27. nóvember 1819.
3. Guðmundur Guðmundsson, f. 8. október 1822, d. 15. október 1822.
4. Jón Guðmundsson, f. 10. febrúar 1823, d. 16. mars 1823.
5. Þorsteinn Guðmundsson tómthúsmaður í Fagurlyst, f. 11. apríl 1824, drukknaði í Höfninni 14. maí 1857. Hann var kvæntur Hólmfríði Guðmundsdóttur húsfreyju í Fagurlyst.
6. Guðríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Grímshjalli kona Hannesar Gíslasonar tómthúsmanns. Þau voru m.a. foreldrar Andríu móður Jóns Hjámarssonar í Sætúni og þeirra systkina.
7. Magnús Guðmundsson, f. 29. október 1826, d. 3. nóvember 1826.
8. Herborg Guðmundsdóttir, f. 2. janúar 1828, d. 15. október 1828.
9. Þorgerður Guðmundsdóttir, f. 24. apríl 1836, d. 2. maí 1836.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.is.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Lögréttumannatal. Sögurit. Einar Bjarnason. Sögufélag gaf út. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1952-1955.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.