Þorsteinn Guðmundsson (Fagurlyst)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þorsteinn Guðmundsson tómthúsmaður fæddist 11. apríl 1824 og drukknaði 14. maí 1857.
Faðir Þorsteins var Guðmundur bóndi á Borgareyrum u. Eyjafjöllum 1835, f. 10. ágúst 1792, d. 27. febrúar 1837, Kortsson bónda á Árbæ í Holtum 1801, f. 1758, d. 27. desember 1834, Þorsteinssonar bónda á Árbæ, f. (1706), d. 18. júní 1794, Kortssonar, og konu Þorsteins, Elínar húsfreyju, f. 1714, d. 18. mars 1797, Grímsdóttur.
Móðir Guðmundar á Borgareyrum og kona Korts á Árbæ var Þorgerður húsfreyja, f. 14. september 1760, d. 10. nóvember 1819, Hannesdóttir bónda á Stóru-Borg u. Eyjafjöllum, f. 1703, og konu Hannesar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1720, á lífi 1784, Hávarðsdóttur.

Móðir Þorsteins og kona Guðmundar á Borgareyrum var Þórdís húsfreyja á Borgareyrum, skírð 21. ágúst 1800, d. 29. nóvember 1855, Magnúsdóttir bónda á Vilborgarstöðum 1801, f. 1771, d. 2. ágúst 1846, Jónssonar bónda í Gvendarhúsi, f. (1735), d. fyrir mt 1801, Einarssonar, og konu Jóns í Gvendarhúsi, Margrétar húsfreyju, f. um 1740, d. 27. desember 1802, Brandsdóttur.
Móðir Þórdísar á Borgareyrum og síðari kona Magnúsar á Vilborgarstöðum var Herborg húsfreyja, f. 1762, d. 18. nóvember 1828, Helgadóttir (ókunnur), og móður Herborgar, Guðríðar, f. 1733, d. 19. apríl 1808, Sveinsdóttur.

Börn Þórdísar og Guðmundar:
1. Þorsteinn Guðmundsson tómthúsmaður, f. 11. apríl 1824 og drukknaði 14. maí 1857.
2. Guðríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Grímshjalli, f. 21. júní 1825, d. 10. febrúar 1891. Maður hennar Hannes Gíslason tómthúsmaður.
Hálfsystkini, börn Þórdísar og Erlendar Höskuldssonar, voru:
3. Guðmundur Erlendsson lóðs í London, f. 27. júní 1839, d. 20. júní 1875. Kona hans var Una Guðmundsdóttir húsfreyja.
4. Guðrún Erlendsdóttir húsfreyja á Vesturhúsum, f. 1. febrúar 1841, d. 14. júní 1921. Maður hennar var Guðmundur Þórarinsson útvegsbóndi á Vesturhúsum.
5. Þorgerður Erlendsdóttir húsfreyja á Fögruvöllum, f. 24. október 1842, d. 6. janúar 1936. Maður hennar Sigurður Vigfússon sjómaður, trésmiður, sagnamaður og fjárbóndi.

Þorsteinn var með foreldrum sínum á Borgareyrum í æsku.
Hann fluttist til Eyja 1841, vinnumaður á Miðhúsum til 1845, Presthúsum 1847 og 1848.
Þau Steinunn eignuðust tvö börn, en þau dóu bæði nýfædd.
Þorsteinn var dæmdur og vistaður í Danmörku. Hann kom þaðan 1853.
Hann var lausamaður hjá Guðríðir systur sinni í Grímshjalli 1855.
Þorsteinn kvæntist Hólmfríði 1856, en drukknaði í Höfninni 1857.

I. Barnsmóðir Þorsteins að tveim börnum var Steinunn Jónsdóttir, f. í desember 1823.
Börn þeirra voru:
1. Kristný Þorsteinsdóttir, f. 6. janúar 1848, d. 8. mars 1848 úr „Barnaveikin“.
2. Þorsteinn Þorsteinsson, f. 4. september 1849, d. 21. september 1849 „af Barnaveikleika“.

II. Kona Þorsteins, (22. október 1856), var Hólmfríður Guðmundsdóttir í Fagurlyst, f. 1828, d. 6. júlí 1866.
Þau voru barnlaus .


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.