„Blik 1969/Heimahagarnir, I. hluti“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 3: | Lína 3: | ||
[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON]] | <center>[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON]]:</center> | ||
<big><big><big><big><big><center>Heimahagarnir</center> </big></big></big></big></big> | |||
<center>(1. hluti)</center> | |||
<center>I.</center> | |||
<big><big><center>'''Fræðimenn og sögugrúskarar'''</center></big> | |||
Margt hafa ýmsir merkir Vestmannaeyingar skrifað og skráð um Eyjarnar sínar á síðustu áratugum, atvinnulíf, félagslíf, viðskiptalíf og forna sögu. Einnig hafa ýmsir aðrir merkir menn, vísindamenn og fræðimenn, lagt þar orð í belg bæði fyrr og síðar. <br> | Margt hafa ýmsir merkir Vestmannaeyingar skrifað og skráð um Eyjarnar sínar á síðustu áratugum, atvinnulíf, félagslíf, viðskiptalíf og forna sögu. Einnig hafa ýmsir aðrir merkir menn, vísindamenn og fræðimenn, lagt þar orð í belg bæði fyrr og síðar. <br> | ||
Lína 18: | Lína 22: | ||
Næst ritar svo séra [[Jón Austmann|Jón J. Austmann]] um Vestmannaeyjar. Hann sat Ofanleiti á árunum l827—1858. Ritgerð hans heitir ''Úskýringartilraun yfir Vestmannaeyjar.'' Hún mun skrifuð á árunum 1839—1843. <br> | Næst ritar svo séra [[Jón Austmann|Jón J. Austmann]] um Vestmannaeyjar. Hann sat Ofanleiti á árunum l827—1858. Ritgerð hans heitir ''Úskýringartilraun yfir Vestmannaeyjar.'' Hún mun skrifuð á árunum 1839—1843. <br> | ||
[[Séra Brynjólfur Jónsson]] var sóknarprestur í Eyjum 1860—1884. Hann ritaði allítarlega lýsingu á Eyjum, landslagi og „þjóðlífi“ árið 1873, ''Lýsing Vestmannaeyjasóknar''. Hún var gefin út í Kaupmannahöfn árið 1918, og kostaði [[Gísli Brynjólfsson|Gísli læknir]], sonur hans, útgáfuna.<br> | [[Séra Brynjólfur Jónsson]] var sóknarprestur í Eyjum 1860—1884. Hann ritaði allítarlega lýsingu á Eyjum, landslagi og „þjóðlífi“ árið 1873, ''Lýsing Vestmannaeyjasóknar''. Hún var gefin út í Kaupmannahöfn árið 1918, og kostaði [[Gísli Brynjólfsson|Gísli læknir]], sonur hans, útgáfuna.<br> | ||
Fjórði presturinn kemur hér við þessa sögu. Það er séra [[Jes A. Gíslason]] frá [[Hlíðarhús]]i í Eyjum, sonur hjónanna [[Gísli Stefánsson|Gísla Stefánssonar]] og [[Soffía Andersdóttir|Soffíu Andersdóttur]]. <br> | Fjórði presturinn kemur hér við þessa sögu. Það er séra [[Jes A. Gíslason]] frá [[Hlíðarhús]]i í Eyjum, sonur hjónanna [[Gísli Stefánsson|Gísla Stefánssonar]] og [[Soffía Lisbeth Andersdóttir|Soffíu Andersdóttur]]. <br> | ||
Séra Jes var að vísu aldrei sóknarprestur í heimabyggð sinni, heldur á meginlandinu, meðan hann gegndi prestsembætti. Hér bjó hann þó um tugi ára. Fyrst var hann skrifstofustjóri hjá [[Gísli J. Johnsen|Gísla J. Johnsen]], kaupmanni, mági sínum, og síðar var séra Jes kennari um árabil við barnaskóla kaupstaðarins. Séra Jes A. Gíslason unni átthögum sínum, Eyjunum, fæðingarbyggð sinni, og ól með sér brennandi áhuga á sögu þeirra, lífi fólksins og athöfnum, menningarlífi þess og öðrum velferðarmálum. Hann hugleiddi, skráði og skrifaði margt um heimahagana að fornu og nýju. <br> | Séra Jes var að vísu aldrei sóknarprestur í heimabyggð sinni, heldur á meginlandinu, meðan hann gegndi prestsembætti. Hér bjó hann þó um tugi ára. Fyrst var hann skrifstofustjóri hjá [[Gísli J. Johnsen|Gísla J. Johnsen]], kaupmanni, mági sínum, og síðar var séra Jes kennari um árabil við barnaskóla kaupstaðarins. Séra Jes A. Gíslason unni átthögum sínum, Eyjunum, fæðingarbyggð sinni, og ól með sér brennandi áhuga á sögu þeirra, lífi fólksins og athöfnum, menningarlífi þess og öðrum velferðarmálum. Hann hugleiddi, skráði og skrifaði margt um heimahagana að fornu og nýju. <br> | ||
Brynjólfur Jónsson fræðimaður frá Minna-Núpi lét sig sögu Vestmannaeyja nokkru skipta og skrifaði í Árbók Fornleifafélagsins um ýmis söguleg atriði Eyjanna. Einnig skrifaði [[Sigurður Sigurfinnsson|Sigurður hreppstjóri Sigurfinnsson]] í sama rit um atriði í sögu byggðarlagsins, ályktaði og fullyrti. <br> | Brynjólfur Jónsson fræðimaður frá Minna-Núpi lét sig sögu Vestmannaeyja nokkru skipta og skrifaði í Árbók Fornleifafélagsins um ýmis söguleg atriði Eyjanna. Einnig skrifaði [[Sigurður Sigurfinnsson|Sigurður hreppstjóri Sigurfinnsson]] í sama rit um atriði í sögu byggðarlagsins, ályktaði og fullyrti. <br> | ||
Lína 29: | Lína 33: | ||
Ætlan mín er sú, að sumir lesendur Bliks hafi nokkra ánægju af skrifum þessum og þau auki áhuga og íhugun um ýmislegt sögulegt efni hér í Eyjum. | Ætlan mín er sú, að sumir lesendur Bliks hafi nokkra ánægju af skrifum þessum og þau auki áhuga og íhugun um ýmislegt sögulegt efni hér í Eyjum. | ||
'''Fyrir fám þúsundum ára''' | <center>II.</center> | ||
<big><center>'''Fyrir fám þúsundum ára'''</center> </big> | |||
Síðasta hraungos úr Helgafelli hefur átt sér stað fyrir fám þúsundum ára. Hraunið rann til allra átta, þó mest til norðurs og vesturs. Síðan hefur það ýmist gróið upp, fyllzt jarðvegi, eða blásið upp og tæmzt af jarðvegi. Sérstaklega á þessi fullyrðing mín við hraunið um vestanverða Heimaeyna. Þannig var það, þegar Jónas Hallgrímsson dró sínar skökku ályktanir sumarið 1837 um hraunrennslið úr Helgafelli. Þá var vesturhraunið bert og nakið, því að þá ríkti uppblásturstímabil um vestan verða Heimaey. Það villti skáldið góða og náttúrufræðinginn mæta. Þannig hafa skin og skúrir skipzt á í þessum efnum hér um aldaraðir. Uppblásturinn á [[Há]]nni hin síðari árin er glöggt dæmi um þetta. Nú klæðist bergið þar aftur grænum skrúða. <br> | Síðasta hraungos úr Helgafelli hefur átt sér stað fyrir fám þúsundum ára. Hraunið rann til allra átta, þó mest til norðurs og vesturs. Síðan hefur það ýmist gróið upp, fyllzt jarðvegi, eða blásið upp og tæmzt af jarðvegi. Sérstaklega á þessi fullyrðing mín við hraunið um vestanverða Heimaeyna. Þannig var það, þegar Jónas Hallgrímsson dró sínar skökku ályktanir sumarið 1837 um hraunrennslið úr Helgafelli. Þá var vesturhraunið bert og nakið, því að þá ríkti uppblásturstímabil um vestan verða Heimaey. Það villti skáldið góða og náttúrufræðinginn mæta. Þannig hafa skin og skúrir skipzt á í þessum efnum hér um aldaraðir. Uppblásturinn á [[Há]]nni hin síðari árin er glöggt dæmi um þetta. Nú klæðist bergið þar aftur grænum skrúða. <br> | ||
Lína 52: | Lína 57: | ||
² <small>Þegar steypa skyldi og hlaða undirstöður nyrðri hafnargarðsins, svo og garðinn sjálfan, [[Hörgeyrargarður|Hörgeyrargarðinn]], voru notaðir gufuknúnir kranar. <br> | ² <small>Þegar steypa skyldi og hlaða undirstöður nyrðri hafnargarðsins, svo og garðinn sjálfan, [[Hörgeyrargarður|Hörgeyrargarðinn]], voru notaðir gufuknúnir kranar. <br> | ||
Hinn danski verkfræðingur, sem hafði yfirstjórn þessa verks, lét afla vatns á kranana með því að safna því við bergveggi Heimakletts. Hann aflaði vatnsins á kranana undir Löngu. Þar lét hinn danski verkfræðingur grafa undirstöður að vatnsgeymum, sem bergvatnið skyldi seytla í. Þessir vatnsgeymar standa þarna enn undir berginu. Þegar grafið hafði verið niður með bergveggnum fyrir undirstöðu vatnsgeymanna nær þrjá metra, komu verkamennirnir niður á rekadrumb um tveggja metra langan. Allur var hann slepjaður utan. Slepjan virtist stafa af rotnuðu slíi og öðrum sjávargróðri, sem einhverntíma í fyrndinni hafði gróið eða þróazt utan á drumbi þessum. Í kringum sjálfan drumbinn var mikið af skeljum og kuðungum í sandinum eins og raunar í öllum sandinum, sem þeir mokuðu upp fyrir undirstöðum vatnsgeymanna.<br> | Hinn danski verkfræðingur, sem hafði yfirstjórn þessa verks, lét afla vatns á kranana með því að safna því við bergveggi Heimakletts. Hann aflaði vatnsins á kranana undir [[Langa|Löngu]]. Þar lét hinn danski verkfræðingur grafa undirstöður að vatnsgeymum, sem bergvatnið skyldi seytla í. Þessir vatnsgeymar standa þarna enn undir berginu. Þegar grafið hafði verið niður með bergveggnum fyrir undirstöðu vatnsgeymanna nær þrjá metra, komu verkamennirnir niður á rekadrumb um tveggja metra langan. Allur var hann slepjaður utan. Slepjan virtist stafa af rotnuðu slíi og öðrum sjávargróðri, sem einhverntíma í fyrndinni hafði gróið eða þróazt utan á drumbi þessum. Í kringum sjálfan drumbinn var mikið af skeljum og kuðungum í sandinum eins og raunar í öllum sandinum, sem þeir mokuðu upp fyrir undirstöðum vatnsgeymanna.<br> | ||
Heimildarmaður minn að fræðslu þessari er [[Friðrik Guðmundsson]] í [[Batavía|Batavíu]] ([[Heimagata|Heimagötu]] 8). Hann var einn af verkamönnunum, sem grófu fyrir undirstöðunum.</small> | Heimildarmaður minn að fræðslu þessari er [[Friðrik J. Guðmundsson, Batavíu|Friðrik Guðmundsson]] í [[Batavía|Batavíu]] ([[Heimagata|Heimagötu]] 8). Hann var einn af verkamönnunum, sem grófu fyrir undirstöðunum.</small> | ||
<center>III.</center> | |||
<big><center>'''Bær [[Herjólfur|Herjólfs]] landnámsmanns í Eyjum og búseta'''</center> </big> | |||
Um það virðast ekki deildar kenningar, að Herjólfur Bárðarson Bárekssonar hafi fyrstur manna reist fastan bústað í Vestmannaeyjum á 10. öldinni eða um það bil hálfri öld síðar en Ingólfur Arnarson í Reykjavík. Herjólfur byggði bæ sinn í dalnum eða dalskvompunni, sem síðar er við hann kenndur, og þó öllu heldur suður af mynni hans. <br> | Um það virðast ekki deildar kenningar, að Herjólfur Bárðarson Bárekssonar hafi fyrstur manna reist fastan bústað í Vestmannaeyjum á 10. öldinni eða um það bil hálfri öld síðar en Ingólfur Arnarson í Reykjavík. Herjólfur byggði bæ sinn í dalnum eða dalskvompunni, sem síðar er við hann kenndur, og þó öllu heldur suður af mynni hans. <br> | ||
Ýmislegt vekur þá hugmynd, að Herjólfur | Ýmislegt vekur þá hugmynd, að Herjólfur landnámsmaður Eyjanna hafi komið frá Bretlandseyjum til Íslands og haft þar kynni af kristinni trú, þrátt fyrir hörgana austur við sjávarströndina, ef hann hefur þá nokkurn tíma blótað goðin þar eða annars staðar. Trúað gæti ég því persónulega, að Herjólfur Bárðarson hefði tekið við prímsigningu á Bretlandseyjum og síðan aðlaðast hinn kristna sið með tímanum og kennt síðan börnum sínum, Ormi og Vilborgu, deili á honum. Kem ég að þeirri hugmynd minni síðar í greinarkorni þessu. <br> | ||
Áður en Herjólfur Bárðarson byggði sér bæ til fastrar búsetu í Vestmannaeyjum og gerðist bóndi þar, höfðu bændur og búaliðar úr suðurðveitum landsins ''vetursetu'' á Heimaey. Þeir munu hafa stundað þar fiskveiðar síðari hluta vetrar og aflað fæðu til heimila sinna. Þá hafa þeir notað voginn inn með hraunjaðrinum að lendingarstað og fundið meira öryggi í þeirri eilitlu höfn en við sanda og hafnleysi Suðurstrandarinnar. Ekki er það heldur ólíklegt, að bændur úr Rangárvalla- og Skaftafellssýslu hinni vestari a.m.k. hafi stundað vorfiski í Eyjum og fuglaveiði á sumrum með vinnumönnum sínum eða húskörlum og svo þrælum á þrælaöldinni. <br> | Áður en Herjólfur Bárðarson byggði sér bæ til fastrar búsetu í Vestmannaeyjum og gerðist bóndi þar, höfðu bændur og búaliðar úr suðurðveitum landsins ''vetursetu'' á Heimaey. Þeir munu hafa stundað þar fiskveiðar síðari hluta vetrar og aflað fæðu til heimila sinna. Þá hafa þeir notað voginn inn með hraunjaðrinum að lendingarstað og fundið meira öryggi í þeirri eilitlu höfn en við sanda og hafnleysi Suðurstrandarinnar. Ekki er það heldur ólíklegt, að bændur úr Rangárvalla- og Skaftafellssýslu hinni vestari a.m.k. hafi stundað vorfiski í Eyjum og fuglaveiði á sumrum með vinnumönnum sínum eða húskörlum og svo þrælum á þrælaöldinni. <br> | ||
Tvenn voru að minnsta kosti aðalskilyrðin fyrir búsetu Herjólfs bónda í Herjólfsdal: Neyzluvatn og nægilegt beitiland. Herjólfsdalur fullnægði vel báðum þessum búsetuskilyrðum. Í dalnum var og er ágæt vatnslind, sem veitir ríkulega, og mikið og gott beitiland var suður og austur um alla Eyju (Heimaey). Ef til vill hefur hraunið um vestanverða eyju verið gróið upp á búskaparárum Herjólfs á Heimaey, fyrir og eftir miðja 10. öldina. <br> | Tvenn voru að minnsta kosti aðalskilyrðin fyrir búsetu Herjólfs bónda í Herjólfsdal: Neyzluvatn og nægilegt beitiland. Herjólfsdalur fullnægði vel báðum þessum búsetuskilyrðum. Í dalnum var og er ágæt vatnslind, sem veitir ríkulega, og mikið og gott beitiland var suður og austur um alla Eyju (Heimaey). Ef til vill hefur hraunið um vestanverða eyju verið gróið upp á búskaparárum Herjólfs á Heimaey, fyrir og eftir miðja 10. öldina. <br> | ||
Túnstæði nokkurt var í dalnum. Ef til vill hefur Herjólfur bóndi kunnað „að aka skarni á hóla“, eins og sagt er um Njál bónda á Bergþórshvoli og aflað sér þannig nokkurrar töðu af grundunum kringum tjörnina í Dalnum. <br> | Túnstæði nokkurt var í dalnum. Ef til vill hefur Herjólfur bóndi kunnað „að aka skarni á hóla“, eins og sagt er um Njál bónda á Bergþórshvoli og aflað sér þannig nokkurrar töðu af grundunum kringum tjörnina í Dalnum. <br> | ||
Þjóðsagan segir bæ Herjólfs bónda hafa staðið að vestanverðu í dalnum undir tindinum háa. Þar á skriðan að hafa hlaupið á bæinn og kaffært hann. Allt heimilisfólkið á að hafa farizt þar nema Vilborg Herjólfsdóttir, heimasætan hjartaprúða og líknsama. Þó þykir sannað, að Herjólfur sjálfur hafi byggt bæ sinn á lágri hæð sunnan við mynni dalsins, þar sem bæjarrústirnar voru grafnar upp árið 1924. Fórst þá ekki bóndinn sjálfur undir skriðunni? Hvar fæst svar við þeirri spurningu? Er þjóðsagan uppspuni einn og helber? Hefur hún ekki við neitt að styðjast eða sáralítið? <br> | Þjóðsagan segir bæ Herjólfs bónda hafa staðið að vestanverðu í dalnum undir tindinum háa. Þar á skriðan að hafa hlaupið á bæinn og kaffært hann. Allt heimilisfólkið á að hafa farizt þar nema [[Vilborg Herjólfsdóttir]], heimasætan hjartaprúða og líknsama. Þó þykir sannað, að Herjólfur sjálfur hafi byggt bæ sinn á lágri hæð sunnan við mynni dalsins, þar sem bæjarrústirnar voru grafnar upp árið 1924. Fórst þá ekki bóndinn sjálfur undir skriðunni? Hvar fæst svar við þeirri spurningu? Er þjóðsagan uppspuni einn og helber? Hefur hún ekki við neitt að styðjast eða sáralítið? <br> | ||
Persónulega gæti ég vel fellt mig við það, að Herjólfur landnámsmaður hefði strax byggt bæ sinn þar sem tætturnar voru grafnar upp 1924 og bærinn er sagður hafa staðið. Þaðan skammt frá sést vítt suður og vestur um haf og úteyjar og austur um hæðir á Heimaey. Í lokuðum dalkvosum kusu forfeður okkar sízt að byggja bæi sína, allra hluta vegna, og þá ekki sízt sökum hinna vályndu tíma, sem ríktu um allar jarðir þá og bjuggu mönnum iðulega miklar hættur og stundum líftjón. <br> | Persónulega gæti ég vel fellt mig við það, að Herjólfur landnámsmaður hefði strax byggt bæ sinn þar sem tætturnar voru grafnar upp 1924 og bærinn er sagður hafa staðið. Þaðan skammt frá sést vítt suður og vestur um haf og úteyjar og austur um hæðir á Heimaey. Í lokuðum dalkvosum kusu forfeður okkar sízt að byggja bæi sína, allra hluta vegna, og þá ekki sízt sökum hinna vályndu tíma, sem ríktu um allar jarðir þá og bjuggu mönnum iðulega miklar hættur og stundum líftjón. <br> | ||
'''[[Ægisdyr]]''' | <center>IV.</center> | ||
<big><center>'''[[Ægisdyr]]'''</center> </big> | |||
Ekki eru hinir mætu sögugrúskarar okkar sammála um örnefnið okkar gamla og stórfenglega, örnefnið Ægisdyr. Ekki er ólíklegt, að Herjólfi bónda hafi komið það í hug, er hann fagurt sumarkvöld stóð vestur á hraunrimanum milli [[Torfmýri|Torfmýrar]] og heimustu lendanna sinna og virti þar fyrir sér landslagið og ef til vill alla tilveruna. Suður frá blágrýtishömrum dalfjallsins opnast landið fyrir vestanöldunni og holskeflunum ægilegu í | Ekki eru hinir mætu sögugrúskarar okkar sammála um örnefnið okkar gamla og stórfenglega, örnefnið Ægisdyr. Ekki er ólíklegt, að Herjólfi bónda hafi komið það í hug, er hann fagurt sumarkvöld stóð vestur á hraunrimanum milli [[Torfmýri|Torfmýrar]] og heimustu lendanna sinna og virti þar fyrir sér landslagið og ef til vill alla tilveruna. Suður frá blágrýtishömrum dalfjallsins opnast landið fyrir vestanöldunni og holskeflunum ægilegu í | ||
haust– og vetrarbrimunum. Að sunnan lokast hlið þetta, þar sem [[Ofanleitishamar]]inn hefst. „Dyr“ þessar frá bergveggnum að norðan suður að nyrzta hluta Hamarsins hefur Herjólfur og fólk hans, og svo búsett fólk í Vestmannaeyjum allar miðaldir, kallað Ægisdyr. Svo sannarlega opnast landið þarna fyrir vestanöldunni, holskeflum vestanbrimsins, — opnast fyrir Ægi í öllu veldi sínu, blíðu og stríðu eftir atvikum. Og ef við lítum svo vestur til Ægisdyra af vestanverðum [[Brimhólar|Brimhólunum]], blasa Dyrnar við. Með feðrum okkar bjuggu skáld, stórskáld, líka á nafngiftir. <br> | |||
[[Kaplagjóta]]n er nyrzt í Ægisdyrum undir bergveggnum bratta. Hún er örmjó og gjótuleg og nafnið er sögulegt sannnefni. <br> | [[Kaplagjóta]]n er nyrzt í Ægisdyrum undir bergveggnum bratta. Hún er örmjó og gjótuleg og nafnið er sögulegt sannnefni. <br> | ||
Austur af, inn af Ægisdyrum, er Torfmýrin. Þar hefur Herjólfur bóndi rist torfið á þökin sín að öllum líkindum. <br> | Austur af, inn af Ægisdyrum, er Torfmýrin. Þar hefur Herjólfur bóndi rist torfið á þökin sín að öllum líkindum. <br> |
Núverandi breyting frá og með 14. september 2013 kl. 11:36
Margt hafa ýmsir merkir Vestmannaeyingar skrifað og skráð um Eyjarnar sínar á síðustu áratugum, atvinnulíf, félagslíf, viðskiptalíf og forna sögu. Einnig hafa ýmsir aðrir merkir menn, vísindamenn og fræðimenn, lagt þar orð í belg bæði fyrr og síðar.
Í síðari hópnum mætti fyrstan nefna Jónas skáld og náttúrufræðing Hallgrímsson, sem dvaldist við náttúrufræðileg rannsóknarstörf í Eyjum sumarið 1837. Hann skráði skýrslu um athuganir sínar og jarðfræðilegar niðurstöður.
Jónas Hallgrímsson komst m.a. að þeirri niðurstöðu, að gosið hefði á Heimaey og hraun runnið þar eftir landnámstíð.
Annálar þjóðarinnar eru yfirleitt býsna þögulir um Vestmannaeyjabyggð. Í einangrun sinni, undirokun og fátækt voru þær lengst af eilítið eyríki út af fyrir sig, umkomulaust og afskekkt. Fréttir bárust þaðan til meginlandsins bæði strjálar og ónákvæmar, enda fátt þaðan í frásögur færandi, að mönnum fannst, og fáir voru það, sem áhuga höfðu á eyríki þessu. Stundum voru Eyjarnar alls ekki taldar með Íslandi eða hluti af því. Skrifað stendur: „Ísland og Vestmannaeyjar.“
Þá aldir liðu, varð þó raunin sú, að sumir prestar Eyjafólks reyndust viljugri og atorkusamari að skrá lýsingar á Eyjum, landslagi og lífi fólksins þar, en flestir aðrir stéttarbræður þeirra á landinu um sínar sóknir. Ef til vill hefur einangrunin haft sálfræðileg áhrif í þá áttina.
Fyrstan presta skal þar nefna séra Gissur Pétursson að Ofanleiti, sem var prestur þar á árunum 1687—1713. Hann tók saman Litla tilvísan um Vestmannaeyja háttalag og bygging í kringum árið 1700.
Næst ritar svo séra Jón J. Austmann um Vestmannaeyjar. Hann sat Ofanleiti á árunum l827—1858. Ritgerð hans heitir Úskýringartilraun yfir Vestmannaeyjar. Hún mun skrifuð á árunum 1839—1843.
Séra Brynjólfur Jónsson var sóknarprestur í Eyjum 1860—1884. Hann ritaði allítarlega lýsingu á Eyjum, landslagi og „þjóðlífi“ árið 1873, Lýsing Vestmannaeyjasóknar. Hún var gefin út í Kaupmannahöfn árið 1918, og kostaði Gísli læknir, sonur hans, útgáfuna.
Fjórði presturinn kemur hér við þessa sögu. Það er séra Jes A. Gíslason frá Hlíðarhúsi í Eyjum, sonur hjónanna Gísla Stefánssonar og Soffíu Andersdóttur.
Séra Jes var að vísu aldrei sóknarprestur í heimabyggð sinni, heldur á meginlandinu, meðan hann gegndi prestsembætti. Hér bjó hann þó um tugi ára. Fyrst var hann skrifstofustjóri hjá Gísla J. Johnsen, kaupmanni, mági sínum, og síðar var séra Jes kennari um árabil við barnaskóla kaupstaðarins. Séra Jes A. Gíslason unni átthögum sínum, Eyjunum, fæðingarbyggð sinni, og ól með sér brennandi áhuga á sögu þeirra, lífi fólksins og athöfnum, menningarlífi þess og öðrum velferðarmálum. Hann hugleiddi, skráði og skrifaði margt um heimahagana að fornu og nýju.
Brynjólfur Jónsson fræðimaður frá Minna-Núpi lét sig sögu Vestmannaeyja nokkru skipta og skrifaði í Árbók Fornleifafélagsins um ýmis söguleg atriði Eyjanna. Einnig skrifaði Sigurður hreppstjóri Sigurfinnsson í sama rit um atriði í sögu byggðarlagsins, ályktaði og fullyrti.
Þá óska ég að nefna hér tvo sögugrúskara úr lögfræðingastétt. Það eru þeir Sigfús M. Johnsen, fyrrverandi bæjarfógeti í fæðingarbyggð sinni, Eyjunum, og Jóhann Gunnar Ólafsson, bæjarfógeti á Ísafirði, fæddur í Vík í Mýrdal, en ekki í Vestmannaeyjum, eins og einhvers staðar er rangt hermt í Bliki.
Sigfús M. Johnsen skrifaði á sínum tíma Sögu Vestmannaeyja, mikið rit í tveim bindum. Ísafoldarprentsmiðja gaf Sögu Vestmannaeyja út 1946. Bækur þessar hafa orðið mér a.m.k. ómetanleg fræðslulind, enda þótt ég í sumum tilvikum álykti á annan veg en höfundurinn í ýmsum sögulegum efnum. Sínum augum lítur hver á silfrið, stendur þar, og sögulegu sjónarmiðin eru hvergi nærri alltaf hin sömu. Stundum getur verið mikill vandi úr að ráða, hvað rétt er á sviði sögunnar.
Til þess að stytta mál mitt vitna ég í bókina Íslenzkir samtíðarmenn um söguleg skrif Jóhanns Gunnars bæjarfógeta. Þar er greint frá ritum þeim, sem hann hefur skrifað um Vestmannaeyjar, athafnir og atvinnulíf og merk félagssamtök þar.
Fjarri fer því að hinum mætu mönnum, sem skráð hafa margt og mikið um Vestmannaeyjar, beri saman. Já, fjarri fer því. Í sumum atriðum ber þeim þar næsta broslega mikið á milli. Vissulega óska ég ekki að blanda mér í þau mál, þar sem fullyrðing stendur gegn fullyrðingu.
Ég, sem þetta skrifa, hef lesið með athygli og íhugun flest af því, sem þessir fræðaþulir, náttúruskoðendur og sögugrúskarar hafa skrifað um Vestmannaeyjar, sögu þeirra og háttalag. Og nú langar mig til þess að biðja Blik mitt að geyma fyrir mig mínar eigin sögulegu ályktanir. Ég hef lesið, valið og hafnað, íhugað og ályktað, — allt eftir beztu getu hins takmarkaða manns, og ég leyfi mér svo að fullyrða, eins og þeir hinir vitru. Þeir, sem kynnu að vilja vita það, sem á milli ber hér í hinum sögulegu efnum, verða að lesa sjálfir, grúska, íhuga og álykta.
Einu skal ekki gleymt: Í Árbók Ferðafélags Íslands 1948, sem helguð er Vestmannaeyjum, skrifa þeir hinir vísu menn Dr. phil. Trausti Einarsson, prófessor, og Dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur. Prófessorinn skrifar um bergmyndun Vestmannaeyja og fellir inn í þá grein ritgerð eftir Dr. Sigurð um jarðvegsmyndun á Heimaey og öskulög þar í jarðvegi. Í rauninni get ég með sanni sagt um það, sem þessir menn flytja okkur í Árbókinni, að það hafi orðið mér ekki lítil opinberun, ef ég mætti orða það þannig í léttum dúr, — opinberun á mína vísu með minni mjög svo takmörkuðu þekkingu á jarðvegsmyndun, — jarðlögum og jarðfræðilegum vísindum yfirleitt. Og þó dirfist ég að skrá hér nokkrar ályktanir mínar um nokkurn hluta Heimaeyjar út frá þeim fræðum, sem nefndir vísindamenn hafa látið okkur í té og svo íhugun og annarri fræðslu, sem ég hef aflað mér.
Ætlan mín er sú, að sumir lesendur Bliks hafi nokkra ánægju af skrifum þessum og þau auki áhuga og íhugun um ýmislegt sögulegt efni hér í Eyjum.
Síðasta hraungos úr Helgafelli hefur átt sér stað fyrir fám þúsundum ára. Hraunið rann til allra átta, þó mest til norðurs og vesturs. Síðan hefur það ýmist gróið upp, fyllzt jarðvegi, eða blásið upp og tæmzt af jarðvegi. Sérstaklega á þessi fullyrðing mín við hraunið um vestanverða Heimaeyna. Þannig var það, þegar Jónas Hallgrímsson dró sínar skökku ályktanir sumarið 1837 um hraunrennslið úr Helgafelli. Þá var vesturhraunið bert og nakið, því að þá ríkti uppblásturstímabil um vestan verða Heimaey. Það villti skáldið góða og náttúrufræðinginn mæta. Þannig hafa skin og skúrir skipzt á í þessum efnum hér um aldaraðir. Uppblásturinn á Hánni hin síðari árin er glöggt dæmi um þetta. Nú klæðist bergið þar aftur grænum skrúða.
Þegar hraunstraumurinn til norðurs nálgaðist klettinn háa (Heimaklett), var sem einhver séra Jón Steingrímsson bandaði hendi sinni gegn rennsli hans, — og sjá: Hraunstraumurinn nam staðar. Í hraunjaðarinn mynduðust vik og klappir, skútar og sker, hnjótar og nibbur. Þarna mynduðust
Básaskerin bæði, hið efra og hið fremra, Básar, Tangi, Tangavik, Bratti, Brattaklöpp, Annesarvik, Nýjabæjarhella¹, Nýjabæjarlón, Nýjabæjarfjara, Eyjólfsklöpp, Stokkhella, Lækurinn, Brúnkolla, Fúla, Skata, „Steinbryggjan“ (Austurbúðarbryggjan) og svo hnjótar og hraunrimar, bríkur og standar, sem sáust þarna fram yfir síðustu aldamót, áður en mannshöndin kom til, fjarlægði, bylti og byggði. Sízt skal gleyma Nausthamrinum, prýði strandarinnar og varnarvegg fiskiskipanna í uppsátrinu, Hrófunum. Var hann eða er hann gígtappi eða einhver önnur eftirlegukind úr blágrýti þarna í jaðri móbergsstrandarinnar?
Sjórinn flæddi óhindrað inn með norðurbrún hraunsins, milli hraunjaðarsins og klettsins eða Kleifnabergsins inn að Hlíðarbrekkum og svo norður kringum Klettinn vestanverðan. Eiðið var ekki til. Engar eyrar teygðu sig heldur suður frá Klettinum. Allt þar um kring var grængolandi sjór. Engin eyri teygði sig heldur norður frá hraunjaðrinum, t.d. frá hraunhæðinni, sem Skansinn stendur á, í átt að Klettinum. Þar sem Langa er nú, var býsna djúpur sjór og þar inn með Kleifnaberginu².
Rán hélt áfram að „heyja heimsins langa stríð“, einnig inn með Urðum og Heimakletti, Löngu og Kleifnabergi. Hafaldan bar með sér sand og leir, möl og smáa og stóra steina lábarða.
Gosunum úr Helgafelli fylgdu jarðskjálftar, svo að mikið grjót hrundi
m.a. úr Klifinu að norðan verðu. Holskeflur vestanveðranna veltu og byltu mörgum þeim steinum austur með ströndinni og skildu marga þeirra eftir í vestanverðu vikinu milli Klifs og Kletts. Þar safnaðist að þeim sandur og möl. Bilið milli Klifs og Kletts grynnkaði þannig smám saman að norðan verðu. Jafnframt bar austan aldan með sér mikinn sand og leir, möl og smáa steina inn á svæðið milli Klettsins og hraunjaðarsins alla leiðina inn í vikið milli
fjallanna. (Þrælaeiði á landnámsöld).
Þegar Eiðið hafði náð nægilegri hæð og nógu öflugt orðið, flæddi austan aldan ekki lengur kringum Klettinn nema í aftökum. Þannig hindraðist þá sjávarstraumurinn vestur fyrir Klettinn. Þegar svo var komið, skildi austan aldan því meira eftir af „farangri sínum“ sunnan við Eiðið og Klettinn og fyllti þannig með tímanum upp svæðið norðan við hraunjaðarinn og sunnan við bergveggi Klettsins, svæðið, sem ber nafnið Botn nú, en var stundum haft í fleirtölu á liðnum öldum, — Botnar.
Að austan verðu myndaðist samfelld strönd milli Klettsins að norðan (austan Löngu) og hraunjaðarsins, sem Skansinn stendur á. Yfir þá strandlengju, sem hlaðizt hafði þarna upp af stóru og smáu, lábörðu grjóti, möl og sandi, gekk austan aldan ekki, þegar tímar liðu, nema í austan „ólátum“. Vogurinn var ekki til.
Botninn hækkaði smám saman og fylltist upp, öðrum þræði sökum aðfoks á jarðvegi, jarðvegsefnum ofan af sjálfri eyjunni, Heimaey. Að lokum náðu holskeflur austan veðranna ekki að flæða þarna yfir. Þá tók landið að gróa upp.
Við lítum í huganum yfir þetta svæði svo sem þúsund árum fyrir landnámstíð. Þá er það að megin hluta vaxið grasi og svo með tjörnum og pyttum á víð og dreif. Kringum þá pytta og þær tjarnir og á botni þeirra mynduðust gróðurleifarnar, sem komu upp með sandinum úr Botninum við dýpkun hafnarinnar árið 1936. Þær bera þróuninni vitni.
Við upphaf landnámsaldar eða nokkru fyrr megnaði Ægir að brjóta skarð í sinn eiginn varnarvegg, sjávarströndina milli Klettsins og hraunjaðarsins. Ef til vill stafar það landbrot af landsigi, sem þá hefur átt sér stað. Vogur tekur þá að myndast inn með hraunjaðrinum. Norðan megin við voginn myndast dálítil eyri, sem síðar fær nafnið Eyrarháls. Það var vísirinn að Hörgaeyrinni.
Að sunnan verðu við voginn myndaðist einnig eyri, sem síðar var kölluð Hafnareyri. Á henni stendur ytri hafnargarðurinn, svo sem kunnugt er. Milli eyranna varð eftir sandrif á sjávarbotni. Yfir það vatnaði grunnur sjór um fjörur eða þegar lágsjávað var. Sandrif þetta var síðan um aldir byggjendum Eyjanna farartálmi eða hættulegur þröskuldur við siglingu inn á voginn eða þar til það var fjarlægt með tæknitækjum tímanna um miðja 20. öldina eða fyrir tæpum 20 árum. Það gerði dýpkunarskipið Grettir.
Austur af minni vogsins urðu við landbrotið mikla tveir jarðfastir klettar eftir, þegar Ægir braut skarðið í ströndina: Hringskerið, sem er rétt austan við haus syðri hafnargarðsins, og Hrognaskerið nokkru sunnar, nær Skansinum. Skyldu þau sker heita gostappar á máli jarðfræðinganna?
¹Fyrsta vélknúna frystihúsið á landinu, frystihús Ísfélags Vestmannaeyja, var byggt á Nýjabæjarhellu 1908. Gamla Bæjarbryggjan stendur á Stokkhellu, gerð þar að mestu í tveim áföngum, 1907 og 1911. Básaskerin eru traustasta undirstaða Básaskersbryggjunnar. Sama er að segja um Nausthamarinn undir Nausthamarsbryggjunni. „Steinbryggjan“, klapparhalinn, sem einokunarkaupmennirnir notuðu fyrir bryggju fyrir drottins náð og hagleik, um aldaskeið, gekk fram úr hraunjaðrinum vestan við Skanshæðina.
² Þegar steypa skyldi og hlaða undirstöður nyrðri hafnargarðsins, svo og garðinn sjálfan, Hörgeyrargarðinn, voru notaðir gufuknúnir kranar.
Hinn danski verkfræðingur, sem hafði yfirstjórn þessa verks, lét afla vatns á kranana með því að safna því við bergveggi Heimakletts. Hann aflaði vatnsins á kranana undir Löngu. Þar lét hinn danski verkfræðingur grafa undirstöður að vatnsgeymum, sem bergvatnið skyldi seytla í. Þessir vatnsgeymar standa þarna enn undir berginu. Þegar grafið hafði verið niður með bergveggnum fyrir undirstöðu vatnsgeymanna nær þrjá metra, komu verkamennirnir niður á rekadrumb um tveggja metra langan. Allur var hann slepjaður utan. Slepjan virtist stafa af rotnuðu slíi og öðrum sjávargróðri, sem einhverntíma í fyrndinni hafði gróið eða þróazt utan á drumbi þessum. Í kringum sjálfan drumbinn var mikið af skeljum og kuðungum í sandinum eins og raunar í öllum sandinum, sem þeir mokuðu upp fyrir undirstöðum vatnsgeymanna.
Heimildarmaður minn að fræðslu þessari er Friðrik Guðmundsson í Batavíu (Heimagötu 8). Hann var einn af verkamönnunum, sem grófu fyrir undirstöðunum.
Um það virðast ekki deildar kenningar, að Herjólfur Bárðarson Bárekssonar hafi fyrstur manna reist fastan bústað í Vestmannaeyjum á 10. öldinni eða um það bil hálfri öld síðar en Ingólfur Arnarson í Reykjavík. Herjólfur byggði bæ sinn í dalnum eða dalskvompunni, sem síðar er við hann kenndur, og þó öllu heldur suður af mynni hans.
Ýmislegt vekur þá hugmynd, að Herjólfur landnámsmaður Eyjanna hafi komið frá Bretlandseyjum til Íslands og haft þar kynni af kristinni trú, þrátt fyrir hörgana austur við sjávarströndina, ef hann hefur þá nokkurn tíma blótað goðin þar eða annars staðar. Trúað gæti ég því persónulega, að Herjólfur Bárðarson hefði tekið við prímsigningu á Bretlandseyjum og síðan aðlaðast hinn kristna sið með tímanum og kennt síðan börnum sínum, Ormi og Vilborgu, deili á honum. Kem ég að þeirri hugmynd minni síðar í greinarkorni þessu.
Áður en Herjólfur Bárðarson byggði sér bæ til fastrar búsetu í Vestmannaeyjum og gerðist bóndi þar, höfðu bændur og búaliðar úr suðurðveitum landsins vetursetu á Heimaey. Þeir munu hafa stundað þar fiskveiðar síðari hluta vetrar og aflað fæðu til heimila sinna. Þá hafa þeir notað voginn inn með hraunjaðrinum að lendingarstað og fundið meira öryggi í þeirri eilitlu höfn en við sanda og hafnleysi Suðurstrandarinnar. Ekki er það heldur ólíklegt, að bændur úr Rangárvalla- og Skaftafellssýslu hinni vestari a.m.k. hafi stundað vorfiski í Eyjum og fuglaveiði á sumrum með vinnumönnum sínum eða húskörlum og svo þrælum á þrælaöldinni.
Tvenn voru að minnsta kosti aðalskilyrðin fyrir búsetu Herjólfs bónda í Herjólfsdal: Neyzluvatn og nægilegt beitiland. Herjólfsdalur fullnægði vel báðum þessum búsetuskilyrðum. Í dalnum var og er ágæt vatnslind, sem veitir ríkulega, og mikið og gott beitiland var suður og austur um alla Eyju (Heimaey). Ef til vill hefur hraunið um vestanverða eyju verið gróið upp á búskaparárum Herjólfs á Heimaey, fyrir og eftir miðja 10. öldina.
Túnstæði nokkurt var í dalnum. Ef til vill hefur Herjólfur bóndi kunnað „að aka skarni á hóla“, eins og sagt er um Njál bónda á Bergþórshvoli og aflað sér þannig nokkurrar töðu af grundunum kringum tjörnina í Dalnum.
Þjóðsagan segir bæ Herjólfs bónda hafa staðið að vestanverðu í dalnum undir tindinum háa. Þar á skriðan að hafa hlaupið á bæinn og kaffært hann. Allt heimilisfólkið á að hafa farizt þar nema Vilborg Herjólfsdóttir, heimasætan hjartaprúða og líknsama. Þó þykir sannað, að Herjólfur sjálfur hafi byggt bæ sinn á lágri hæð sunnan við mynni dalsins, þar sem bæjarrústirnar voru grafnar upp árið 1924. Fórst þá ekki bóndinn sjálfur undir skriðunni? Hvar fæst svar við þeirri spurningu? Er þjóðsagan uppspuni einn og helber? Hefur hún ekki við neitt að styðjast eða sáralítið?
Persónulega gæti ég vel fellt mig við það, að Herjólfur landnámsmaður hefði strax byggt bæ sinn þar sem tætturnar voru grafnar upp 1924 og bærinn er sagður hafa staðið. Þaðan skammt frá sést vítt suður og vestur um haf og úteyjar og austur um hæðir á Heimaey. Í lokuðum dalkvosum kusu forfeður okkar sízt að byggja bæi sína, allra hluta vegna, og þá ekki sízt sökum hinna vályndu tíma, sem ríktu um allar jarðir þá og bjuggu mönnum iðulega miklar hættur og stundum líftjón.
Ekki eru hinir mætu sögugrúskarar okkar sammála um örnefnið okkar gamla og stórfenglega, örnefnið Ægisdyr. Ekki er ólíklegt, að Herjólfi bónda hafi komið það í hug, er hann fagurt sumarkvöld stóð vestur á hraunrimanum milli Torfmýrar og heimustu lendanna sinna og virti þar fyrir sér landslagið og ef til vill alla tilveruna. Suður frá blágrýtishömrum dalfjallsins opnast landið fyrir vestanöldunni og holskeflunum ægilegu í
haust– og vetrarbrimunum. Að sunnan lokast hlið þetta, þar sem Ofanleitishamarinn hefst. „Dyr“ þessar frá bergveggnum að norðan suður að nyrzta hluta Hamarsins hefur Herjólfur og fólk hans, og svo búsett fólk í Vestmannaeyjum allar miðaldir, kallað Ægisdyr. Svo sannarlega opnast landið þarna fyrir vestanöldunni, holskeflum vestanbrimsins, — opnast fyrir Ægi í öllu veldi sínu, blíðu og stríðu eftir atvikum. Og ef við lítum svo vestur til Ægisdyra af vestanverðum Brimhólunum, blasa Dyrnar við. Með feðrum okkar bjuggu skáld, stórskáld, líka á nafngiftir.
Kaplagjótan er nyrzt í Ægisdyrum undir bergveggnum bratta. Hún er örmjó og gjótuleg og nafnið er sögulegt sannnefni.
Austur af, inn af Ægisdyrum, er Torfmýrin. Þar hefur Herjólfur bóndi rist torfið á þökin sín að öllum líkindum.
Þegar föst byggð hafði verið í Eyjum í meira en hálfa fjórðu öld (350 ár), er Hauksbók skrifuð eftir frásögn Sturlungabókar og landnámabókar Styrmis fróða. Þó er frásögnin í Hauksbók öll ýtarlegri en í nefndum heimildum. Höfundur Hauksbókar er Haukur lögmaður Erlendsson (d. 1334). Hann kemst svo að orði, að Herjólfur bóndi hafi búið í Herjólfsdal „fyrir innan Ægisdyr, þar sem nú er hraun brunnið.“ Þetta orðalag kemur býsna vel heim við bæjarstæðið, sem grafið var upp árið 1924. Vissulega er það innan við Ægisdyr, þar sem inn þýðir frá sjónum, inn til landsins. Þannig er þetta atviksorð notað enn í dag um land allt. Andstaðan er út, — út til hafsins.
Skammt sunnan við bæ Herjólfs bónda trónuðu hraunstandarnir í brunahraunsjaðrinum og hafa líklega gnæft óvenju hátt, þegar heimildarmaður Hauks lögmanns orðaði frásögn sína í eyru hans rétt fyrir aldamótin 1300. Þá hefur einmitt rofa- og uppblásturstímabilið verið ríkjandi vestur um alla Heimaey, — vestur um allt Heimaeyjarhraun og það verið eins og hraun runnið og brunnið fyrir ekki ýkjalöngum tíma. Uppblásturstímabil þessi hafa villt fleiri en náttúrufræðinginn Jónas Hallgrímsson.
Öll finnst mér frásögn Hauksbókar eðlileg og svo mjög í samræmi við alla staðhætti, að ég satt að segja undrast, hversu sögugrúskararnir geta verið ósammála um margt af þessu, ýft sig og fýlt grön yfir fáfræði eða skakkri ályktun hins. Allt verður slíkt svo broslegt af mínum sjónarhól séð, því að margt af þessu sögulega efni er mjög á huldu og alls ekki auðvelt að sanna eitt eða annað, eða þá afsanna, í frásögnum þessum. — Já, broslegt er það, þegar menn setja sig þannig á háan hest, t.d. þegar einn af grúskurunum hneykslast yfir athugunarleysi og fáfræði hins, en sjálfum sést hinum sama yfir heila kirkju í Vestmannaeyjum, sem viss vísitasía greinir frá og fullyrðir, að nýbyggð sé.
Hver og einn ætti að „ganga hægt“ um sögunnar dyr, þar sem heimildir eru litlar, frásagnir myrkar og atburðirnir þess vegna meira og minna mistri huldir.
Hvergi mun þó sögugrúskurunum bera meira á milli en um örnefnið Ægisdyr.