„Lárus Guðmundsson (kennari)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Lárus Haraldur Guðmundsson. '''Lárus Haraldur Guðmundsson''' kennari fæddist 28. apríl 1909 í Reykjavík og lést 17. nóvember 1975.<br> Foreldrar hans voru Guðmundur Guðfinnsson augnlæknir, f. 20. september 1884, d. 30. júlí 1938, og kona hans Margrét Lárusdóttir húsfreyja, f. 25. október 1889, d. 24. október 1966. Lárus varð gagnfræðingur í M.R. 1927, nam lyfjafræði í Laugavegsapóteki til 1930...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 9: Lína 9:


I. Kona Lárusar, (1938), var [[Sigríður Jónsdóttir (Hásteinsblokkinni)|Sigríður Jónsdóttir]] húsfreyja, f. 17. apríl 1913, d. 14. mars 1994. <br>
I. Kona Lárusar, (1938), var [[Sigríður Jónsdóttir (Hásteinsblokkinni)|Sigríður Jónsdóttir]] húsfreyja, f. 17. apríl 1913, d. 14. mars 1994. <br>
Börn þeirra;<br>
Börn þeirra:<br>
1. [[Már  Lárusson]] sjómaður, vélstjóri, verkstjóri, f. 10. febrúar 1936, d. 25. október 1998. Kona hans [[Guðlaug Pálsdóttir (Sjónarhól)|Guðlaug Pálsdóttir]].<br>
1. [[Már  Lárusson]] sjómaður, vélstjóri, verkstjóri, f. 10. febrúar 1936, d. 25. október 1998. Kona hans [[Guðlaug Pálsdóttir (Sjónarhól)|Guðlaug Pálsdóttir]].<br>
2. Guðmundur Lárusson rafvirkjameistari á Siglufirði, f. 1. mars 1941 á Seyðisfirði, d. 7. desember 2020. Kona hans Björk Vilhelmsdóttir.<br>
2. Guðmundur Lárusson rafvirkjameistari á Siglufirði, f. 1. mars 1941 á Seyðisfirði, d. 7. desember 2020. Kona hans Björk Vilhelmsdóttir.<br>

Núverandi breyting frá og með 29. júlí 2023 kl. 19:31

Lárus Haraldur Guðmundsson.

Lárus Haraldur Guðmundsson kennari fæddist 28. apríl 1909 í Reykjavík og lést 17. nóvember 1975.
Foreldrar hans voru Guðmundur Guðfinnsson augnlæknir, f. 20. september 1884, d. 30. júlí 1938, og kona hans Margrét Lárusdóttir húsfreyja, f. 25. október 1889, d. 24. október 1966.

Lárus varð gagnfræðingur í M.R. 1927, nam lyfjafræði í Laugavegsapóteki til 1930, nam ensku og bókfærslu í Woods College, Spring Bank, Hull 1930-1931.
Hann vann við stundakennslu ásamt annarri vinnu, var kennari í Barna- og unglingaskólanum á Raufarhöfn 1941-1967, í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1967-1970.
Hann sat í stjórn sjúkrasamlagsins á Raufarhöfn frá stofnun til 1967, var hreppsnefndarmaður þar um árabil. Hann var túlkur breska setuliðsins á Raufarhöfn á stríðsárunum, sat í stjórn verkalýðsfélagsins á Fáskrúðsfirði og Raufarhöfn á árunum 1934-1951, formaður 1941-1942.
Þau Sigríður giftu sig 1938, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Hásteinsblokkinni við Hásteinsvegi 62 1972.

I. Kona Lárusar, (1938), var Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 17. apríl 1913, d. 14. mars 1994.
Börn þeirra:
1. Már Lárusson sjómaður, vélstjóri, verkstjóri, f. 10. febrúar 1936, d. 25. október 1998. Kona hans Guðlaug Pálsdóttir.
2. Guðmundur Lárusson rafvirkjameistari á Siglufirði, f. 1. mars 1941 á Seyðisfirði, d. 7. desember 2020. Kona hans Björk Vilhelmsdóttir.
3. Margrét Ingibjörg Lárusdóttir húsfreyja í Eyjum og í Bessastaðahreppi, starfsmaður á sambýli, f. 2. maí 1949. Maður hennar Andrés Þórarinsson.
4. Jóna Ágústa Lárusdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 12. júní 1951. Barnsfaðir Árni Halldórsson, f. 22. janúar 1952. Hún bjó síðar við Áshamar 52. Maður hennar Þorsteinn Ingi Guðmundsson Kleifahrauni 7d.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.